5.10.2018 | 15:57
Bara spyrja.
Væri ekki einfaldast fyrir blaða og fréttamenn á þessum tímapunkti - að spyrja fyrrum bankastjóra og eigendur Kaupþings í hvað peningarnir fóru?
Ef þeir neita að svara þá telst það pínu grunsamlegt.
Hugsanlega eru þeir að skrifa vandað svar með almannatenglum og alles. Hvað veit ég svosem.
![]() |
Spyr hvert varaforðinn fór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2018 | 13:26
Frumkvæði Færeyinga.
Nágrannaþjóð okkar á hér ýmis ítök og frumkvæði. Varð hugsað til vina okkar og frænda Færeyinga á Sandskeiðinu. Mætti þar fiskflutningabílum, bílaflutningabílum og allskyns flutningabílum.
1.). Flest trúlega tengt færeysku ferjunni Mykines sem siglir vikulega í Þorlákshöfn og styttir siglinguna til meginlands evrópu um 8 klst.(x2) miðað við Reykjavík. Hefur algjörlega slegið í gegn á rúmu ári. Bæði í inn og útflutningi. Sennilega kom hrepparígur höfuðborgarsvæðis í veg fyrir þetta borðleggjandi tækifæri íslenskra skipafélaga.
2). Færeyingur átti hugmynd að og stofnaði verslunarkeðjuna Rúmfatalagerinn á sínum tíma. Hún lifir enn eftir fjölda ára með mörg útibú.
3). Smyril-line til Seyðisfjarðar. Ekki aldeilis ný bóla þar hjá Færeyingunum og siglt þangað nú sem aldrei fyrr, eftir marga áratugi.
Þeir samt hvorki mikla sig af þessu né stæra. Þó þeir gætu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2018 | 21:28
Kristján skekur og stríðir.
Það er engin þjóðhagsleg nauðsyn að veiða stórhveli. Það eru fráleitt mikil uppgrip að veiða hvali. Það er minnkandi markaður fyrir vöruna. Eldri borgarar í Japan þekkja á sumum svæðum hvalkjöt og eru meðal fárra sem neyta þess.
AÐ ÞVÍ SÖGÐU.
Afskiptasemi annara þjóða af þessum veiðum er á stundum frekleg og í raun illlíðandi. Ekki er veitt úr stofnum í útrýmingarhættu. Um tegund þessa umdeilda hvals veit ég hinsvegar ekkert. En hrakspár um afleiðingar hvalveiða hafa engar ræst !
Hvalveiðar á Íslandi eru hinsvegar ekki atvinnugrein. Þær eru stríðni og prinsipp Kristjáns Loftssonar. Hann gerir þetta vegna þess hann hefur efni á því.
Og aftur að því sögðu. Ég myndi sakna súra hvalsins úr búðunum ef hann hyrfi. Ferðamenn vilja margir ólmir smakka meyra hrefnu og fleiri tegundir, svo sjónarmið öfgafólks eru ekki ríkjandi þó þær séu háværar.
![]() |
Áhrif hvalveiða verði tekin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2018 | 11:11
Skora snemma mót Nígeríu.
Mikilvægast í þessum leik fyrir Ísland væri með öllum ráðum að skora snemma. Verður meira en að segja (skrifa) það, vissulega. En sigur eða ekkert er staðan hjá Afríkumönnum.
En hitinn mun að líkindum taka toll þegar líður á.
Hef marg sagt að hvernig sem fer er frammistaðan frábær í heild hjá landsliðinu.
En ég er hættur. Strákarnir hafa mun meira sjálfstraust og sigurvissu en íslenskir áhorfendur. Alltaf hafa þeir farið frammúr vonum.
![]() |
Gríðarleg spenna fyrir leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2018 | 10:47
Hannes Þór og heildin.
Ég vona mest að Hannes Þór Halldórsson markvörður sé heill og geti beitt sér að fullu.
Tölfræðin er nokkuð einföld. Íslenska liðinu vegnar ekki nógu vel ef hann vantar. Úrslit leikja segja það, en hefur reyndar verið mest í æfinga og vináttuleikjum. Þá er skaðinn minni. Sem betur fer.
Hannes er endahlekkur í sterkri keðju og liðsheild sem landsliðið er. Virðist öflugur karakter. Honum er fullkomlega treyst.
Þetta er ekki fullyrt varamönnum til hnjóðs. En fullt traust varnarmanna til markvarðar (og öfugt) er gífurlega mikilvægt.
Við sjáum þetta ef gerast óþörf eða slysaleg mistök í markvörslu. Oft getur á eftir orðið stutt í feila hjá varnarmönnum. Sérstaklega ef óöryggi með endastöðina kemur upp.
![]() |
Ekkert lið eins og Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2018 | 07:24
Fá menn að njóta sannmælis.?
Enginn minnist á árangur Eyþórs. Meirihlutinn í borginni féll. Hársbreidd frá enn stærri mun (2 mönnum)
Hann kom umdeildur inn. Bæði í Sjálfstæðiflokknum (út féllu nokkur sem voru fyrir á fleti) og hins vegar hjá "usual suspects" í fjölmiðlum. Rúv, Stundin, Kjarninn ofl.
"Nýr" Dagur var "wannabe" 101 fólksins í borginni, en úthverfaíbúarnir í Reykjavík sem aldrei eiga málsvara sögðu "ground hog day" og höfnuðu Degi.
Það er á annan áratug síðan Sjálfstæðisflokkur náði þeim árangri að vera stærstur í borginni.
![]() |
Viðreisn með pálmann í höndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.5.2018 | 11:28
Lífeyrissjóðir hrúgast á svona verkefni.
Þetta er hugsanlega stórfrétt á íslenska vísu. Lætur samt frekar lítið yfir sér á mbl.is . Er ekki á lista þeirra mest lesnu á vefnum þennan morguninn.
Nýtt lífeyrissjóða fjárfestinga flipp? Veit ekki, en greinilega yfir-þyrmandi áhættufjáfesting hér á ferð.
Staðan er þessi. Fjöldi ferðamanna er að verða ósjálfbær. Þ.e. Núverandi ferðamannastaðir eru pakkaðir af fólki. Gott fyrir efnahagskerfið og allt það, en allt hefur sín takmörk.
Niðurstaðan; allt sem nú er í byggingu ( hótel, gistihús ofl.) gæti orðið umfram. Væri skelfilegt fyrir þetta risadæmi sem virðist taka óratíma í byggingu og samkvæmt fréttinni hrúgast inn milljarðar langt yfir kostnaðaráætlun.
Spyrja má; eru hugmyndir Helga í Góu galnar? Svar; alls ekki. Fjárfesting í hjúkrunarheimilum ( með öðru) væri skynsamlegri en þessi.
1. Það er þörf, beinlínis vöntun.
2. Samið yrði við ríki eða sveitarfélög um yfirtöku og greiðslu á " þolinmóðum" tíma.
![]() |
Mikið í húfi fyrir lífeyrissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2018 | 11:01
Íslenskan á útleið? Varla.
Áhyggjur koma reglulega um framtíð íslenskrar tungu, ágang enskunnar og að yngra fólkið sé að segja skilið við okkar ástkæra ylríka mál.
Íslenskan breytist likt og allt annað í heimi fljúgandi nýjunga í tækni og miðlum hvers kyns. En svo lengi sem við byrjum að kenna börnum okkar íslensku, svo lengi sem íslenskan er tjáningarmál leikskólanna, svo lengi sem íslenskan er kennslutungumál grunnskólanna, svo lengi sem kennt er beygingarkerfið og setningaskipan, svo lengi sem íslenskan er tungumál íslenskra fréttamiðla - verður töluð hér íslenska af ungum sem öldnum, að sjálfsögðu.
Sannanirnar eru fyrir augum og eyrum okkar. Við sjáum þetta kannski best á börnum fólks af erlendum uppruna. Á örfáum mánuðum ná þau fullkomnu valdi á íslensku máli bæði í leikskólum og grunnskólum. Ástæðan er einföld og nær eflaust aftur til frummannsins. - Börnin læra það sem fyrir þeim er haft.
Áhyggjur margra af tvítyngi eða margtyngi ungs fólks skil ég hinsvegar ekki . Slíkt er þekkt meðal fjölda þjóða, hjá yngri og eldri. Þykir oft merki um gott menntunarstig. Á undraverðan hátt lærir ungt fólk strax að greina á milli tungumála.
En aftur að upphafinu. Þessa dagana er enskan ekki "kúl", heldur íslenskan !
Eins og fábjáni talar maður orðið við sjónvarpsfjarstýringuna ( svona er tæknin) og hún dúkkar í staðinn upp með það vinsælasta af " samfélagsmiðlum" í þessum heimshluta.
Þar er mjög heitt á " youtube" þessa dagana, ungt fólk, víða að, sem glímir við íslensk orð og setningar.
Hugsanlega er það bara stundarfrægðin okkar og túrisminn. En oft erum við Íslendingar líka sein að "fatta. " Tel hæpið að unga fólkið telji íslenskuna hallærislega þegar svona er. Frekar pínulítið stolt að tala hana, fremur en hitt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2018 | 17:29
Feitt klúður.
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði sem kostaði óhugnalegan fjölda milljarða króna (2,7). Samt gerist þetta. Af hverju er það ekki notað í þessu tilviki?
Þetta var jú rán uppá 300 milljónir, ef ég man rétt.
Vonandi er allt í fína með stjórnun þarna. En maður spyr sig.
![]() |
Var ókunnugt um vistun á Sogni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2018 | 16:58
Ekkert breyst.
Anarkí og fullkomið frelsi er ekki norm. Ólafur Stephensen getur yfirleitt ekki á heilum sér tekið hvað allt er gamaldags og glatað í viðskiptum og verslun. Ósjálfrátt liggur við að maður vorkenni honum og umbjóðendum hans fyrir óréttlæti heimsins sem á Íslendingum dynur.
Kannski vegna þess að hann fær yfirleitt einn að eiga sviðið og orð hans efsta stig umræðu. Hinir með öndverð sjónarmið geta bara séð um sig sjálfir. Þannig er nú bara "frelsi" sumra fjölmiðla á Íslandi.
Ekkert hefur breyst. Bann við áfengisauglýsingum hefur staðið í marga áratugi. Það virkar etv. ekki á alka, en án efa á alla hina, rétt eins og önnur auglýsinga sálfræði.
Það hefur ekkert breyst vegna þess að erlendir fjölmiðlar hafa líka verið hér í marga áratugi. Bara í öðru formi. Erlend tímarit flæddu t.d. hér um allar koppagrundir á árum áður ( í meira mæli). Þar voru allar tegundir auglýsinga - líka áfengis.
Við getum alveg haldið okkar sérstöðu áfram.
![]() |
Bannið virkar ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)