Siguršur Pįlsson į Baugsstöšum.

Var ķ gęr į skemmtilegri og fróšlegri bķósżningu. Heimildarmynd Gunnar Sigurgeirssonar um Sigurš Pįlsson bónda og vitavörš meš meiru į Baugsstöšum er stórvirki į sunnlenska vķsu. Hęgt er aš męla meš henni į alla kanta. Gestir žurftu frį aš hverfa vegna fjölda, en nś hefur veriš fjölgaš sżningum į biohhusid.is , Selfossi.

Hśn er ekki einungis um Sigurš heldur einnig visku samantekt um mannlķf og atvinnulķf hér viš ströndina og ķ Flóanum aftur ķ sķšustu öld og enn lengra. Einnig er fléttaš fagmannlega inn ķ efniš myndefni bęši kvikt og stillt sem kemur vķša aš. Kvikmyndaefni er m.a. frį Bśnašarsambandi Sušurlands, umf. Samhygš, Gķsla Bjarnasyni Selfossi og śr safni RŚV, svo eitthvaš sé nefnt. Er žar fjölbreyttur fróšleikur śr héraši.

Ekki er mér örgrannt um aš fleiri en kunnugir hafi įnęgju af kķmni, visku og fasi Sigga į Baugsstöšum sem skilar sér alla leiš og vel žaš. Ekki eru heldur aukvisar sem Gunnar hefur fengiš meš sér ķ frįgang verksins. Hilmar Örn Hilmarsson tónskįld, margveršlaunašur snillingur og Steindór Andersen žulur myndarinnar skilar hverju orši af sinni hljómfegurš. image


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband