15.1.2019 | 17:59
Sérkennileg endaskipti aðalmáls.
Ég hef enga sérstaka skoðun á "gagnrýnisaðferðum" minnihlutans í þessu (m.a) braggamáli.
Í raun aukaatriði hvað Vigdís Hauksdóttir eða Eyþór Arnalds segja per se. Koma þó bæði (ásamt fleirum og nýkjörnum) flekklaus og alls ótengd þessu klúðri öllu.
En á listilegan og bullandi meðvitaðan hátt hefur nokkrum fjölmiðlum og borgarstjóranum sjálfum tekist meistaralega að snúa málinu uppá aðferðafræði minnihlutans að benda á hina augljósu óstjórn.
![]() |
Dagur segir Eyþór hafa hlaupið á sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2018 | 23:55
Næst, jarðýtur á staðinn.
Þetta slys er hryllilegur harmur fyrir fjölskyldurnar og aðstandendur. Hugurinn er einnig hjá íslensku björgunarfólki í erfiðum störfum.
En í guðanna bænum leggið þessa brú af. Hún er óþörf við núverandi aðstæður. Allt er breytt þarna síðan 1974. Hún stendur líkt og minnisvarði á þurru.
Verkið til betri vegar er einfalt. Jarðýtur á staðinn og ýtið upp nýjum vegi. Efnið er allt á staðnum. Og heldur betur nóg af því. Vegurinn þarf ekkert að fara úr leið. Gæti legið í ákveðinni fjarlægð meðfram brúnni. Hún gæti staðið áfram ef ske kynni.
Þar sem enn rennur gæti hugsanlega verið ódýrasta lausn, röð af stórum ræsum hlið, við hlið.
![]() |
Brúin langt frá því ásættanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2018 | 21:52
Dramatík og herhvöt.
Það stendur voða mikið til hjá Eflingu og VR. Kannski fylgja fleiri með.
Hvað er svona mikið meira ægilegt (miðað við lýsingarnar) nú í stéttabaráttunni, á þessum tímapunkti miðað við oft áður?
Við því hef ég ekki séð svör. Með fullri virðingu fyrir áliti hinna lægst launuðu á kjörum sinum. Þau má á öllum tímum bæta og hlutverk fulltrúa verkalýðs að vera á tánum, ávallt fyrir þá sem veita þeim umboð.
En líkt og menn fundu upp metrakerfið og margföldunartöfluna, fundu menn víst líka viðmið til að mæla kaupmátt og kjör almennings. Niðurstöður þeirra reikninga eru íslenskum launþegum víst býsna bærileg samkvæmt alþjóða viðmiðum, þessi misserin allavega.
Niðurstaðan, þetta eru bara venjulegir kjarasamningar líkt og oft áður. Ég man aldrei eftir áður að gert sé stórmál um hvenær og hvort deilan endi á borði ríkissáttasemjara. Er það ekki lang algengast?
Aðal mál þessara kjarasmninga ættu að vera húsnæðismál yngra fólks og lægstlaunuðu. Þar þarf stórátak frá a til ö.
Vonandi beinist óþol hinna vígaglöðu í réttan farveg. Þau tvö virðast mér núa saman höndum í eftirvæntingu eftir stríðsátökum á vinnumarkaði.
![]() |
Efling dregur umboðið til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2018 | 20:53
Sigurður Pálsson á Baugsstöðum.
Var í gær á skemmtilegri og fróðlegri bíósýningu. Heimildarmynd Gunnar Sigurgeirssonar um Sigurð Pálsson bónda og vitavörð með meiru á Baugsstöðum er stórvirki á sunnlenska vísu. Hægt er að mæla með henni á alla kanta. Gestir þurftu frá að hverfa vegna fjölda, en nú hefur verið fjölgað sýningum á biohhusid.is , Selfossi.
Hún er ekki einungis um Sigurð heldur einnig visku samantekt um mannlíf og atvinnulíf hér við ströndina og í Flóanum aftur í síðustu öld og enn lengra. Einnig er fléttað fagmannlega inn í efnið myndefni bæði kvikt og stillt sem kemur víða að. Kvikmyndaefni er m.a. frá Búnaðarsambandi Suðurlands, umf. Samhygð, Gísla Bjarnasyni Selfossi og úr safni RÚV, svo eitthvað sé nefnt. Er þar fjölbreyttur fróðleikur úr héraði.
Ekki er mér örgrannt um að fleiri en kunnugir hafi ánægju af kímni, visku og fasi Sigga á Baugsstöðum sem skilar sér alla leið og vel það. Ekki eru heldur aukvisar sem Gunnar hefur fengið með sér í frágang verksins. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld, margverðlaunaður snillingur og Steindór Andersen þulur myndarinnar skilar hverju orði af sinni hljómfegurð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2018 | 22:35
Pósturinn
Kom við á Póstinum Selfossi í dag sem ekki er í frásögur færandi per se.
Tvennt er morgunljóst. Blankheit og rekstrarvandi Póstsins er (eins og Jón Baldvin mundi orða það) í 1. lagi ekki vegna aukinnar þjónustu um landið. Hún er stórskert.
Í 2. lagi pósthúsið var troðfullt og biðröð útá gangstétt.Þó langt í þorláksmessu. Semsagt nóg að gera.
Skyldi þó ekki vera (toppa) stjórnunarvandi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2018 | 22:51
Stórhækkað orkuverð dugir mér.
Það er viðurkennt að innleiðing orkupakkans og/eða (óhjákvæmilegir blautir draumar gróðafíkla) tenging til Evrópu - muni stórhækka orkuverð til almennings.
Sú óhjákvæmilega staðreynd ein og sér, dugir mér til að sjá hversu mikil fjarstæða er fyrir okkur að tengjast inn á þennan markað, beint eða óbeint.
Ég þekki íbúðareiganda í Berlín og samanburðurinn á rafmagnsreikningnum þar og sambærilegri íbúð á Reykjavíkursvæðinu (hiti og rafmagn) er sláandi. Er satt að segja munur uppá mörg hundruð prósenta, en á þetta minnist enginn. Vel að merkja er þessi munur Íslandi í hag.
Við búum við okurvaxta bankakerfi. Ekkert gengur að breyta því. Sama hvernig árar hjá almenningi eða ríkissjóði. Álagning verslunar er of oft á fáránlegum skala.
Viljum við virkilega fórna því sem við þó höfum - framyfir flestar aðrar þjóðir? Ódýra orku til almennings og betri lífskjör sem því nemur?
Orkukreppa Evrópu kemur okkur ekki við. Það er líka ranghugmynd að við höfum stóru að miðla. Þrátt fyrir gnægð orku fyrir okkur, þá er hun krækiber inn í stórmarkað milljónaþjóða. Nema virkja hverja sprænu og vindmyllu á hvern hól. Afsaplega mismikil stemning fyrir slíku, svo ekki sé nú meira sagt.
![]() |
Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2018 | 22:41
Æðruleysi.
Svona æðruleysi gagnvart óbætanlegri sorg - líkt og kemur fram í þessu viðtali; er stöku fólki gefið.
Þessi orð Rúnars föður fjallagarpsins Kristins, minna mig á orð Ingimars Eydal tónlistarmanns í viðtali. Ólíkar aðstæður, en sameiginlegt samt, mannleg reisn í báðum tilvikum við að umbera djúpan harm.
Viðtalið við Ingimar var tekið stuttu fyrir andlát hans. Hann var þá orðinn helsjúkur af krabbameini langt fyrir aldur fram.
Fréttamaður spurði eitthvað á þá leið hvort hann hugsaði ekki um af hverju hann þyrfti að lenda í þessu.
"Nei, það þýðir ekkert. Þá ert þú þar með að hugsa; Jón í næsta húsi á miklu frekar að fá þetta heldur en ég! "
![]() |
Fjallið á það sem fjallið tekur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 13.11.2018 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2018 | 18:33
Hallmundarhraun.
Lærði smávegis jarðfræði í skóla og á ferðum pælir maður stundum í mótun lands.
Landslag á Íslandi er fjölbreytt. Sannarlega satt og þetta nefna erlendir ferðamenn gjarnan sem sérstöðu landsins. Eitt er þó all líkt, nokkuð víða hér á Fróni. Dalir í mismunandi útfærslum. Stundum búsældarlegir, bæir á frjósömu og þurru undirlendi eða bæjarstæði aðeins uppi í grösugum hlíðum beggja vegna. Oftar en ekki bugðast ár og lækir fram dalina í ýmsum stærðum.
Þegar ekið er inn Stafholtstungnaveg í Borgarfirði ert þú í svona nokkuð dæmigerðum íslenskum dal og landslagi. En allt í einu tekur maður eftir að dalurinn hálf fyllist (hálfur eða 1/3) ,af hrauni. Er í dag kallað Hallmundarhraun. Þarna var líklega blómleg sveit á 10. öld er tók að gjósa úr gíg við Langjökul. Talið er að nokkrir bæir hafi farið í eyði. Ekki linnti þar látum fyrr en fram höfðu runnið 52 km nokkuð slétts helluhrauns. Alls 200km2 og flatarmáli og breiddin í dalnum mest 7 km. Norðlingafljót hraktist úr farvegi sínum, en alltaf finnur vatnið leið og þá urðu til hinir mögnuðu Hraunfossar sem spýtast gegnum hraunið móts við bæinn Gilsbakka. Hafði satt að segja ekki pælt í hvaðan það kom.
Þess má geta að hinn þekkti hellir Víðgelmir er á þessum slóðum. Svanur nágranni hér í Brandshúsum 6 smíðaði þar óralanga göngupalla fyrir stuttu sem túristar þramma nú á, ótt og títt..
Rakst á fróðlega grein Árna Hjartarsonar jarðfræðings í tímaritinu Náttúrufræðingnum frá 2014 um Hallmundarhraun. Sótti þangað fróðleik, sem og víðar.
Með greininni er mynd af Árna með þessum bráðskýra Hraunkarli. Báðir í djúpum pælingum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2018 | 22:55
Hrun í baksýnisspegli.
Eftir ca 77 Silfurs þætti gegnum árin, má á einfaldan hátt kynna sér aðdraganda og afleiðingar Icesave í fáum orðum.
Í fyrrnefndum þætti Egils Helgasonar hefur umfjöllun frá upphafi verið að mestu einhliða. Langflestir vita hvaða hlið það er. Sorglega lítil skoðanavíðsýni og ó-vítt val ólíkra viðmælanda og viðhorfa í þeim þætti. Er svo enn í dag, því miður.
Varð hugsað til þessa þegar ég klikkaði fjarstýringunni á Sjónvarpsstöðina Hringbraut fyrir rælni.
Þar sátu tveir forsvarsmenn InDefence hópsins, Ólafur Elíasson og Ragnar F. Ólafsson. Þeir útskýrðu margt þessu tengt (Icesave) á einföldu mannamáli.
Hvaða skoðanir sem menn annars hafa á því margtuggða máli er morgunljóst að vinna og röksemdir - mannfræðinga, tónlistarkennara, sálfræðinga,verkfræðinga, kennara,stærðfræðina, hagfræðinga og fleiri... - höfðu mikil áhrif á ákvarðanir Ólafs Ragnars Grímssonar.
Athyglisvert t.d. að ESB dróg lærdóma af niðurstöðu og ástæðum útkomu Icesave. Breyttu löggjöf og juku til muna ábyrgð eigenda fjármálastofnana.
Fróðlegt viðtal byggt á rökum og vinnu við þekkingarleit.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2018 | 12:50
Einn stór kostur.
Þeir borga sem nota. Ekki fiskverkakonan á Grenivik ( t.d) fyrir vegi á suður og vestur landi.
Dæmin? Jú má nefna Hvalfjarðargöng t.d.
Ekki aðdáandi gjaldtöku, en peningar koma seint af himnum ofan.
Stór kostur er að ferðamenn verða að sjálfsögðu rukkaðir. Nema túristabólan springi, munar um allan þann fjölda.
![]() |
Skorar á andstæðinga veggjalda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)