Orkan og atvinnulíf.

Andri Snær Magnason telur sig þess umkominn að uppnefna þá sem hafa beitt sér fyrir mögulegum atvinnutækifærum og nýjum möguleikum í nýtingu orku.   Menn telja sjálfa sig komna á háan stall þegar svo er komið. Hinsvegar hefur almenningur, sem þarf að hafa í sig og á,  fyrir stuttu sýnt á skýran hátt hug sinn til  sumra þeirra manna sem Andri Snær minnist á. Og veitt nokkrum þeirra klárt umboð í kosningum.

Hitt er svo annað mál hvað á að fara geyst.  Hvernig á að nýta orkuna.  Þar get ég tekið með þeim hópi fólks sem með hálfgerðum fordómum verð ég að segja, reynir að tala niður með klisju áróðri orkuiðnað. Iðngreinar sem vel að merkja hafa greitt hvað hæstu laun fyrir sambærilega vinnu hérlendis.

Vandamálið er hve allir eru læstir í sömu hugsun, sömu lausnum og fyrir 40 árum síðan.  Hitt er líka galli að við erum eyja.  Orkan er af þeim sömu sökum föl á fáránlega lágu verði.  Ég var til skamms tíma alltaf andsnúinn hugmyndum um sæstreng til Evrópu.  Sennilega er það samt  eina leiðin til að hækka verð okkar dýrmætu umhverfisvænu orku.  Þá verðum við komin með vöru inná rándýran markað sem æpir á orku í hvaða formi sem er.  Svo fremi sem við ráðum yfir orkulindunum gætum við falboðið okkar "vöru" á margfalt hærra verð. En þá skiptir líka máli að hafa virkjað sjálf.  Með valdið yfir orkunni þá réðum við meiru.  Gætum frekar ýtt á að (stærri) hluti hennar  yrði nýttur til fjölbreittrar innlendrar atvinnustarfsemi.   Í dag virðumst við því miður föst í sölu risa-magns rafmagns til örfárra álsrisa.

 Tækifærin eru ótrúleg hér víða ef við lítum uppúr svartnættinu.   Nú þarf aftur að hysja  kaupmáttinn til baka  í áföngum  eftir hrifs ríkisins við Hrunið.  Einnig atvinnuleysi niður í 2-3% sem er víst normið.   Hættan er sú að við á okkar gamla spastíska hátt förum of geyst í næstu uppsveiflu. Það væri óskandi að við hefðum lært okkar lexíu. Að hin margfrægu hjól atvinnulífsins færu varlega af stað og héldust á hóflegum hraða.

Mjög er þeim sem ráða mislagðar hendur við endurreisnina.  Hvers vegna  byggingvöruverslanir og sjoppurekstur skipta svona ofboðslegu máli skil ég ekki.   Má ekki stór skrúfusjoppa fara á hausinn? Væri nú ekki gáfulegra að lífeyrissjóðir styddu við frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun í atvinnumálum en slíkt?    Vissulega er einhver áhætta, en er ekki hvort eð er ákveðinn hluti okkar lífeyrissnurls frátekinn í slíkt.   Hvað skyldum við nú hafa tapað á hruni hlutafjármarkað erlendis.  Hvergi hef ég séð þær tölur, en þær eru án efa stórar. Þannig að ákveðinn hluti fjármagns er hreinlega frátekinn fyrir áhættu.

Einnig er til veruleg fjármagn í bönkunum sem eftir vaxtgreiðsluaustur okkar sem skulda hefur bunkast upp.   Það fjármagn býður lækkunar vaxta svo einhver sjái glóru í fjárfestingu.

 

 

 

 


Varla nokkur hissa.

Hvernig endar það þegar ungt fólk elst upp við sjónarmið þeirra eldri þar sem "Ísland fyrir Íslendinga" er talið gott og gilt.   Svarið er að það endar sem máli eins og þessu.  Sem er sorglegt.  Börn fæðast nefnilega ekki með fordóma.  En börn eða unglingar læra það auðveldlega.

Þess vegna er ég því miður ekki hissa á að svona mál skuli koma upp.  Til dæmi hlusta ég stundum á íslenska útvarpsstöð þar sem sjónarmiðum þeirra sem aðhyllast fyrrgreind sjónarmið  er stundum hampað. Til eru stjórnmálaflokkar hafa boðið  fram til Alþingis með afar takmarkaða þolinmæði gagnvart nýbúum.

Sem betur fer varð þetta mál ekki alvarlegt áður en gripið var í taumana.  Faðirinn gerði  hinsvegar hárrétt að mínu mati.   Það að hann flúði úr landi vakti athygli á málinu.  Í raun er þetta "wake up call", líkt og enskurinn myndi kalla þetta.     Hefði hann ekki brugðist við með þessum hætti hefði málið verið svæft og ekki talið eins alvarlegt.


mbl.is Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álverin og gufuaflið.

Álver eru frek á rafmagnið.   Þau eru á móti stórir kaupendur orku, en frumskilyrðið er auðvitað að hún sé næg til staðar.

Ég hef alltaf haft efasemdir um að selja rafmagn í formi gufuafls til álvera.   Gufuafl er takmörkuð auðlind.   Það gengur til þurrðar á einhverjum áratugum, þó um gífurlegt afl sé reyndar að ræða á örfáum háhitasvæðum hérlendis.

Um vatnsaflið gegnir allt öðru máli.   Þar geta verkfræðingar reiknað nákvæmlega  út aflið fyrir framkvæmdir, en því er ekki til að dreifa við virkjun háhita.  Borun er alltaf háð óvissu þó að stundum hafi menn vissulega dottið í lukkupottinn þar og fengið meira en þeir bjuggust við.

 Búrfellsvirkjun malar gull í dag og er skýrasta dæmið um hvernig þessi dæmi geta gengið upp.  Hún borgaði sig upp á rúmum þrem áratugum.   Landsvirkjun ber engin skylda til að selja orkuna til ÍSAL um aldur og æfi.  Álver er einungis óeinangrað stálgrindahús sem hægt er auðveldlega að rífa hvenær sem er.   Vatnsaflsvirkjanir veit í raun enginn enn hve  endast lengi því þær eru nánast allar enn í notkun um allan heim.   Sumar komnar á annað hundrað ár.

Við súpum samt seyðið af "eintóna" hugmyndafræði íslenskra orkuseljenda.  Álrisar nutu greinilega hylli Landsvirkjunar , Orkuveitunnar og HS orku.   Ég veit þó að margir fleiri möguleikar voru í stöðunni og verða þegar efnahagsástand í heiminum lagast.    Einsleitni og þessi klisja með eggin í sömu körfunni er því miður staðreynd.

Það er því hálfsorglegt að þessir dýrmætu gufubólstrar séu fráteknir næstu áratugi. Einnig mætti alveg að ósekju víkka út notkunarmöguleika sídýrmætara vatnsafls.


Íslensku bankarnir teknir yfir af glæpamönnum?

Davíð nokkur Oddsson hélt því fram árið 2008 að íslensku  bankarnir hefðu verið teknir yfir  af glæpamönnum.     Vissulega var hann sjálfur að hluta gerandi í sölu  þeirra á sínum tíma.

En., ég lýsi mig hjartanlega sammála Davíð.   Enda kom það heldur betur í ljós.

Ég hafði samt ekki frekar en nokkur annar meðal jón á Íslandi forsendur  til að sjá það þá (þ.e. fyrir hrun) Varla nokkur maður hafði hugmyndaflug í hver ósköpin gengu á.

Þetta er hinsvegar færsla sem eflaust eykur blóðflæði og hjartslátt margra. Þannig virkar bara  nafn  DO á fjölda fólks.

Mér sýnist og heyrist hinsvegar flestir Íslendingar svara fyrirsögninni játandi í dag.

Samfirring stjórnenda bankanna við jafnfirrta eigendur þeirrra var hinsvegar slík að hvergi er minnstu iðrun hjá neinum að sjá. Það finnst mér verst.  Jafnvel þó heilt þjóðfélag færi á hliðina og fjöldi fjölskyldna eigi um sárt að binda. 

 


Tvöföldun suðurlandsvegar.

'Eg er sammála gagnrýni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns á fyrirhugaðri tvöföldun suðurlandsvegar sem mun hefjast á næstunni.  Hann telur 2+1 veg duga.

Það eru vissulega toppar og þung umferð austur yfir fjall um helgar og sumarleyfistímann.  Síðan tappi við Selfoss sem helgast af hægri umferð um aðalgötu og yfir gamla brú.

En nú á næstunni mun þessu álagi linna og umferðin dreifast víðar.    Suðurstrandarvegur er langt kominn.  Þangað mun umferð ferðamanna  og að hluta íbúa á Suðurlandi og Suðurnesjum beinast í auknum mæli.    Unnið er að Gjábakkavegi og veginum yfir Lyngdalsheiði sem bæði ferðamenn og sumarhúsaeigendur munu óspart nýta sér frá og til Reykjavíkur.Ný brú yfir Ölfusá ofan við Selfoss er einnig í burðarliðnum og hönnun í gangi. Rætt er um fjármögnun lífeyrissjóða, hvað sem verður.

Niðurstaða mín er sú að við þessar aðstæður er algjör óþarfi og bruðl í kreppu að tvöfalda nú leiðina Reykjavík - Selfoss yfir Hellisheiði.     Hvað hafa orðið mörg slys síðan 2 + 1 var sett  á hinn stórhættulega vegkafla fyrir ofan Litlu - Kaffistofuna ?  Ekkert alvarlegt svo ég viti, en þar voru fjöldamörg slys ár hvert.  Það finnst mér stóra málið.  Hinn glæpsamlegi frammúrakstur á þessari leið er og var aðal vandamálið og orsök langflestra banaslysa.  Hitt er annað mál að þessi tiltekni vegkafli er óþarflega mjór þar sem hann er einbreiður. Úr því þarf að bæta.

Ég veit að margir vinir mínir í Hveragerði og á Selfossi eru ekki sammála mér.  En við verðum að forgangsraða og nýta aurinn skynsamlega hvað sem hver segir.  Við útilokum ekkert til framtíðar og höfum í huga tvöföldun verður ódýrari og minna mál framkvæmdalega þegar að henni kemur.

Áframhald 2+1 vegar með vegriði er hinsvegar tímabær framkvæmd, þó fyrr hefði verið.

 


Hallærisplásturinn.

Ég var með stillt á gömlu gufuna áðan.     Þá hitti ég á að heyra eitt gullkorn sem datt óvart í loftið hjá þessari vammlausu stofnun.  Hjá þessari íhaldssömu stofnun (sem ég vil ekkert breyta)  þar sem ekkert of eða vansagt hjá vel máli förnum þulum.  Það er bara fínt, enda nóg bullið sumsstaðar annarsstaðar. Nú verða  lesnar tilkynningar.
"Hallærisplásturinn, hallærisplásturinn er kominn,"  (Stuttur hlátur hjá þul) "Afsakið.., Hælsærisplásturinn er kominn".  ," átti  þetta víst að vera." Þetta fer í  mismælabankann.

Vert að skoða.

Áhugavert.

En hver skyldi verða fyrstur  með "umhverfisáhrif". ?   Virkilega tilefni til að skoða. En væntanlega kostar þetta eitthvað aukalega meira en brú.

En sem "fagurfræði" í umhverfi er varla stór munur á að keyra yfir stíflu eða brú á þessum stað. Spurning um smekk.


mbl.is Skoða rennslisvirkjun í Ölfusá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán.Erlend.Innlend.

Ég hef samúð með þeim sem tóku erlend lán sem leið til að létta eða auðvelda rekstur sinn. Eða blönduðu áhættu  sinni með krónum við kaup  á fasteign.

Minni samúð með þeim sem voru í "dótakassanum".  T.d. rándýrum bílum , hjólhýsum, sumarbústöðum os frv.  Létu glepjast af fagurgala og "ofboði" fjármálafyrirtækjanna af  lánspeningum.  Einnig minni samúð með þeim sem versluðu 95 til 100% af verði vörunnar með lánsfé.

Því minnist ég á þetta að ekki er  hægt að setja alla lántakendur undir einn hatt. En fyrir mér persónulega var málið nokkuð  einfalt.  Ég sá ekki fram á að fá laun mín í dollurum eða Evrum. Ef slíkt væri raunveruleikinn hefði ég ekki hugsað  mig um tvisvar.  Því sá ég ekki sjarmann við að taka erlend lán þegar ég þurfti þess.

En.

Þeir finna alltaf leið.   Látið ykkur ekki detta annað í hug.   Þeir tímar liðu fyrir 35 árum síðan.  Þeir tímar þegar hægt var að fá lán sem voru lægri en verðbólgan.

Menn(bankar,fjármálafyrirtæk) finna bara mismunandi form og leiðir til að hafa sitt á þurru. Þ.e.a.s verð efnahagssveiflur.  Ójá,og á Íslandi verða efnahagssveiflur. Það hefur sagan kennt okkur.

Ætli verði ekki amk. tvö bankahrun hér líkt og í Asíu kreppunni.  Ég veit auðvitað ekkert um það.  Hef samt enga trú á að bankastofnanir og hluti þjóðarinnar hafi efni á að blæða fyrir annan hluta þjóðarinnar.  

Ég véfengi ekki Hæstarétt né dóm hans.    En  ef  einhver fær nú gjafir eftir allt sem á undan er gengið þá verður sátt rofin.

Hitt er annað mál að jafna bil milli erlendra lána og verðtryggðra. Hvorugt formið skal ég verja.Hvernig margir saklausir lántakendur fóru útúr erlendum lánum á einni nóttu á sér fá fordæmi.  Að sjálfsögðu  verður að leiðrétta þá stöðu með einhverju móti.

 


Séra Pálmi góður.

Séra Pálmi Matthíasson mælti mál að sönnu í útvarpspredikun sinni nú í morgun.

Hvernig getum við dælt milljörðum (sem ekki eru til)  í nýtt tónlistarhús þegar fjölskyldum fjölgar stöðugt sem ekki eiga til næsta máls?     Eða samþykkt að byggja nýjan landsspítala sem hljómar líkt og óskhyggja við núverandi aðstæður.

Hann nefndi þetta tvennt sem ótækar  gjörðir í þessu andrúmi.Þetta voru ekki nákvæmlega orð hans, en samt meiningin og ég tek undir hvert orð.  Fínt að heyra  kjark prests að segja nákvæmlega meiningu sína í málum sem þessum.


Mikið var.

Voðalega tók þetta langan tíma, en betra seint en aldrei.

Þarna er dæmi um mál sem alþingismenn áttu allir sem einn að setja ný lög um strax eftir hrun.  Allt hefur þetta tafið endurreisn því enginn vill byggja áfram á þeim opna laga-óskapnaði sem setti hér allt í kalda kol.

Galopnar lánveitingar gegn gölnum veðum áttu þar stóran þátt í hruni fjármálakerfis.


mbl.is Bann við láni með veði í eigin bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband