Orkan og atvinnulíf.

Andri Snær Magnason telur sig þess umkominn að uppnefna þá sem hafa beitt sér fyrir mögulegum atvinnutækifærum og nýjum möguleikum í nýtingu orku.   Menn telja sjálfa sig komna á háan stall þegar svo er komið. Hinsvegar hefur almenningur, sem þarf að hafa í sig og á,  fyrir stuttu sýnt á skýran hátt hug sinn til  sumra þeirra manna sem Andri Snær minnist á. Og veitt nokkrum þeirra klárt umboð í kosningum.

Hitt er svo annað mál hvað á að fara geyst.  Hvernig á að nýta orkuna.  Þar get ég tekið með þeim hópi fólks sem með hálfgerðum fordómum verð ég að segja, reynir að tala niður með klisju áróðri orkuiðnað. Iðngreinar sem vel að merkja hafa greitt hvað hæstu laun fyrir sambærilega vinnu hérlendis.

Vandamálið er hve allir eru læstir í sömu hugsun, sömu lausnum og fyrir 40 árum síðan.  Hitt er líka galli að við erum eyja.  Orkan er af þeim sömu sökum föl á fáránlega lágu verði.  Ég var til skamms tíma alltaf andsnúinn hugmyndum um sæstreng til Evrópu.  Sennilega er það samt  eina leiðin til að hækka verð okkar dýrmætu umhverfisvænu orku.  Þá verðum við komin með vöru inná rándýran markað sem æpir á orku í hvaða formi sem er.  Svo fremi sem við ráðum yfir orkulindunum gætum við falboðið okkar "vöru" á margfalt hærra verð. En þá skiptir líka máli að hafa virkjað sjálf.  Með valdið yfir orkunni þá réðum við meiru.  Gætum frekar ýtt á að (stærri) hluti hennar  yrði nýttur til fjölbreittrar innlendrar atvinnustarfsemi.   Í dag virðumst við því miður föst í sölu risa-magns rafmagns til örfárra álsrisa.

 Tækifærin eru ótrúleg hér víða ef við lítum uppúr svartnættinu.   Nú þarf aftur að hysja  kaupmáttinn til baka  í áföngum  eftir hrifs ríkisins við Hrunið.  Einnig atvinnuleysi niður í 2-3% sem er víst normið.   Hættan er sú að við á okkar gamla spastíska hátt förum of geyst í næstu uppsveiflu. Það væri óskandi að við hefðum lært okkar lexíu. Að hin margfrægu hjól atvinnulífsins færu varlega af stað og héldust á hóflegum hraða.

Mjög er þeim sem ráða mislagðar hendur við endurreisnina.  Hvers vegna  byggingvöruverslanir og sjoppurekstur skipta svona ofboðslegu máli skil ég ekki.   Má ekki stór skrúfusjoppa fara á hausinn? Væri nú ekki gáfulegra að lífeyrissjóðir styddu við frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun í atvinnumálum en slíkt?    Vissulega er einhver áhætta, en er ekki hvort eð er ákveðinn hluti okkar lífeyrissnurls frátekinn í slíkt.   Hvað skyldum við nú hafa tapað á hruni hlutafjármarkað erlendis.  Hvergi hef ég séð þær tölur, en þær eru án efa stórar. Þannig að ákveðinn hluti fjármagns er hreinlega frátekinn fyrir áhættu.

Einnig er til veruleg fjármagn í bönkunum sem eftir vaxtgreiðsluaustur okkar sem skulda hefur bunkast upp.   Það fjármagn býður lækkunar vaxta svo einhver sjái glóru í fjárfestingu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband