Fyrst þurfa viðskiptabankar að vakna.

Enn eru viðskiptankar lítið farnir að bregðast við síðustu stýrivaxtalækkun Seðlabankans.  Halló, bank, bank.  Er einhver heima?

Vaxtastig til almennings er enn óhaggað og í hæstu hæðum,  í öllum samanburði.  (Lítilsháttar breytingar hjá Landsbanknum, annað ekki enn sem komið er). Nú er liðið á þriðju viku frá tilkynningu.

Hvar er þeir/þau sem berja sér á brjóst sem gæslumenn almennings. Stundum.   Neytendasamtökin,Samkeppniseftirlitið, síblaðrandi álitsgjafar, einhver?


mbl.is Bregðast þarf við 1% verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segja blaðamenn?

Yrði það gott fyrir heimildavinnu blaða og fréttamanna ef um þetta mál gengi hæstaréttardómur?Myndi það auðvelda störf þeirra?  Ég dreg það í efa.

Sjálfur hef ég aldrei blaðrað um þetta mál fyrr en nú.   Á þvi eru þónokkuð margar hliðar. Ekki skal hér dregið úr hástigi þess vandræðagangs og gjörða sem þessu hefur fylgt - að óþörfu flest.  Allt vegna þagnar og ósannsögli viðkomandi( Gísla Freys).

En hvað hafa mörg mál (jafnvel úr Ráðuneytum) komið upp á yfirborðið einmitt vegna svona leka?

Ég held t.d.  að sérstakir viðhlægjendur Wikileaks ættu ekki að segja margt. Tilvist þeirra byggist á svona vinnubrögðum. Þ.e. trúnaðarbrotum í sumum tilvikum.

Að sjálfsögðu svarar allt gáfaða og góða fólkið - allir sjálfskipuðu dómararnir, því þannig til, að þetta mál hafi verið annars eðlis. Hver hugsandi maður sér þó að við sambærilegar gjörðir eru mörg gráu svæðin.     Þeir sem segja ekki neitt eða segja jafnvel ósatt, eða leka um viðkvæm mál eru nefnilega stundum mærðir í hástert. Allt útfrá hlutlægu mati.


mbl.is Óvíst með áfrýjun lekamálsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elgosin og tíminn.

Eldgos síðustu vikur og blikur kringum þá staðreynd fær fólk til að hugsa, ekki síður aftur í tímann en fram.

Það er á árið 1000. Nú skal tekin upp kristinn
siður á Íslandi. Til Þingvalla skal haldið úr öllum landshlutum. Goð og aðrir mektarmenn leggja í hann og ferðbúast á sínum hestum. En aðvörun er gefin. Eldsumbrot eru hafin á Hellisheiði, því verða þeir er koma úr vesturátt að velja aðra leið á þingstaðinn. Söguna þekkja flestir. Þorgeir Ljósvetningagoði, sá stórmerki maður kemur undan feldinum. Hans var að úrskurða um tilhögun þess að kristna íbúana..
Umburðalyndi dóms hans er einsdæmi á heimsvísu. Semsagt landsmenn tækju
kristni, en mættu blóta aðra siði á laun meðan aðlögun væri í gangi. Víðast hvar í öðrum löndum gerðist þetta með ófriði og valdboði.

Þá berast þær fréttir að hraun sé byrjað að renna á heiðinni. Svínahraunið vellur í austurátt. Setningin sem fylgdi við þá vitneskju varð fleig og er enn í munni Íslendinga. “ Hverju reiddust goðin?

Jarðsögulega eru bara nokkrar sekúndur eða mínútur síðan höfðingjarnir hittust á Þingvöllum og glóandi hraunið á heiðinni mjatlaðist fram.
Svo ég hverfi nú inn í nútímann þá er ég stundum hugsi yfir staðsetning
stöðvar Hellisheiðarvirkjunar þegar brunað er um svæðið á leið í borgina og úr henni. Nánast í slakka. Nokkrum metrum frá þeim stað sem
Svínahraunstraumurinn stöðvaðist. Þar hefur það greinilega bunkast ofan á annað eldra hraun sem hefur runnið við líkar aðstæður. Í tímatali jarðfræði kemur þarna upp hraun með stuttu millibil. En þó sést að hraunmagnið þarna og í Þrengslunum er ekki mikið, allavega svo miðað sé við nýjasta Holuhraunið.
Allt er þetta virkt. Manni hefði fundist staðsetning stöðvarhúss ofan eða austan við
Skíðaskálann öruggari, ef ske kynni að rynni á ný.
Þetta er dæmi um óþarfa áhættu. Auðvitað búum við á eldfjalleyju og öll vitum við að margt getur gerst. En sumt er kannsi óþarfi, þegar tekið er mið af hve “stutt” er síðan gaus á sumum svæðum.

Dæmi um slíkt flaug í hugann þegar ég átti leið frá Bláfjöllum fyrir nokkrum árum og beint þaðan niður í Hafnarfjörð og áleiðis að Straumsvík. Þá var nýtt íbúðahverfi í uppbyggingu og vélar skökuðu í svörtu hrauninu sem var ekki einu sinni orðið mosavaxið. Það er einungis um 1000 ára gamalt. Satt að segja fannst manni það skrýtin staðsetning.

En búandi á Þjórsárhrauni getur maður etv. ekki mikið sagt. Þó er þar mun lengra síðan miklir atburðir áttu sér stað, sem auk þess voru einsdæmi. En opnun jarðskorpu á afskekktasta svæði landsins var mikil tillitsemi máttarvaldann í jafn gífurlegu hraungosi og er í gangi þessa dagana úr Bárðarbungu. Ekki veit ég hvað verður, en aftöppun kviku úr iðrum jarðar ef fáum til tjóns meðan hún heldur sig þar.

(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu okt. 2014)


Á ferð?

Ekki eru allir innandyra, sumir eru á ferðinni og akandi. 

Við svona svakalega há gildi skiptir máli að stilla miðstöð bílsins/ökutækisins rétt. Þá meina ég að stillt sé á hringstreymi, en ekki stöðugt nýtt loft inn.

Ég hafði nú sjálfur ekkert spáð í þetta, eða þessa stillingu.   Fyrr en mér var bent að breyta þessu alltaf í Hvalfjarðargöngunum.  Sem ég hef gert síðan. Þú losnar við disel og bensínstybbu sem getur fylgt mikilli umferð þar.

Mér finnst líklegt að sama gildi um þessa mengun. 


mbl.is Mengun mun valda raski á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættulegra en Alnæmi.

Forráðamenn alþjóðastofnana í heilbrigðismálum hafa líkt ebólu faraldrinum við Alnæmi á sinum fyrstu árum.

Þetta er verra.  Miklu meiri smithætta og dánartíðnin há.  Smit við jafn einfaldann hlut og snertingu (eða áður snerta muni) hlýtur að vera versta hugsanlega martröðin í faraldri sem þessum.

Það hlýtur að vera snúið að elta uppi fólk og muni sem sýktur farþegi með almenningssamgöngum hefur snert eða rekist utan í, svo dæmi sé tekið.


mbl.is Hjúkrunarfræðingurinn hefur það gott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga sviðið.

Mesta vandamálið að mínu mati er hvar dregin sé línan.  Að fólkið "á gólfinu"  í bönkunum sé ekki að ósekju ákært eða dæmt.

En hvernig sem menn hlykkjast sem álar og sverja af sér sakir  hlýtur ábyrgðin að vera eigenda og stjórnenda bankanna hvernig fór.    Ekki bara það, heldur hvernig bankarnir voru reknir.   Þar var ekki um að ræða margra alda atvinnugrein sem kallast á enskunni "banking".   Þarna réð för gegndarlaust útstreymi fjármagns í pappírsfyrirtæki með absúrd nöfnum og meðvirkni í bull - bólu ástandi.

Eitt skil ég ekki.   Ákærðu eiga allt sviðið í öllum fjölmiðlum kringum þetta mál.  Í þessari frétt snýst allt um Sigurjón:   Af hverju er ekki tekið saman ca.  50 / 50   hvað ákærandinn er að segja í þessum réttarhöldum og málflutningi (á móti hinum ákærða).      Þetta er alveg eins upp sett á visir.is

Annað hvort er það í  tveim línum neðst, eða vísað í ákærudoðrant neðst líkt og í þessari frétt.

Ekki fær ákært ónefnt fyrirtæki sömu uppsetningu fréttamiðla þessa dagana. Þar er þessu þveröfugt farið.    Nei, þar  á ákærandinn sviðið.


mbl.is „Eins og froskur í potti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregsblætið

Jafnvel Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi og pistlahöfundi ofbauð
þegar annar betur vitringurinn úr höfuðstaðnum mælti með að ganga
Noregskonungi á hönd. Aftur.   Gunnari Smára þykir allt  svo hrikalega glatað hér á
skerinu. Líkt og téður Guðmundur kom inná er þetta hluti af hinu
hvimleiða niðurtali alls í íslenskum veruleika.  Hann gekk svo langt að
kalla þetta sjálfshatur.
Það má leika sér með orð.
En þarna leynist sannleikskorn og þetta fer stundum í taugarnar á mér.  
Ekki vegna þess ég telji allt svo gott hérna megin  atlantsála. Það er bara tæknilega
ómögulegt að við séu að gera allt rangt.  Ferðamenn ausa okkur lofi alla
daga. Ekki aðeins landslaginu heldur líka menningu,matnum og bara
"móralnum" i heild oft á tíðum.  Það yljar okkar litlu eyjahjörtum meðan
á því stendur, en óðara er tekið til við tala flestallt niður. 
Gestirnir hljóti bara að misskilja þetta allt hjá okkur.    Víst höfum
við það skítt !  Betur vitringarnir spæna út bloggpstlum og greinum.
Finna að lífskjörium,vöruverði, ríkisstjórnum, atvinnulifi,
efnahagslífi,og veðurfari ásamt flestu öðru.
Deila því á Fési. Blóðþrýstingu hlustenda Útvarps Sögu hækkar uppúr öllu
valdi er daglegir rausara hefja upp sína raust . Síðan ef að heyrist þokkalega björt ánægja
með eigið land og upprunann er það  í skásta falli óraunsæ þjóðernisrómantík,  en æ oftar
afgreitt sem hættuleg þjóðernishyggja.  Rétt eins og sú hyggja geti
skaðað einhvern annan stórt i örríki með nálarauga hagkerfi á alþjóðavísu dags
daglega.   Ríki sem fyrir nokkrum áratugum var eitt hið fátækasta i
Evrópu.


Mest vorkenni ég viðkomandi fyrir þá óumflýjanlegu óeirð í sálinni sem
téðum vonleysisköstum hlýtur að fylgja.   En merkilegt samt að helst sé
nefnt sem hið fyrirheitna landið, þjóð sem stendur utan við ESB klúbbinn
stóra sem vænan hóp langar inní.   ( þ.á.m. Guðmundi Andra)  Noregs
blæti Gunnars Smára er náskylt hugsun sem hlaut nafnið aronska meðan hér
var amerískur her.   Þá var kaninn talinn endalaust rikur  (sem hefur nú
aðeins breyst í seinni tíð) og þótti mörgum hagfellt að mjólka það út,
okkur í hag á nánast allan mögulegan máta.

Ekki þar fyrir að margt gætum við af sparsemi Norðmanna lært.   En þeir
framkvæma marga  óhagkvæma efnahags-gjörninga einungis
vegna fjallbólginna baktrygginga i formi olíuauðs. T.d. fjárstuðning til stórra  atvinnugreina og stuðning til búsetu á afskekktum stöðum i mjög strjálbýlu landi. 
En þeir geta það.  Þeir meiga það.  Þau þjóðríki eru örfá sem eru í sömu
stöðu.    Íslendingar hafa átt auðvelt með að fá vinnu í  Noregi einfaldlega vegna dugnaðar en líka vegna þenslu. Á sumum stöðum er hreinræktuð framkvæmda og
byggingabóla.    Einn sem hafði unnið þar sagðist hafa hugsað "greyin"
svo margt er líkt og þegar mest gekk á hér um árabilið fræga. En trúlega
er munurinn sá að þeir stjórna betur peningamagni í umferð á hverjum
tíma en við.  Slíkt fór sem kunnugt er gjörsamlega úr böndum hérlendis
þegar bankana eignuðust braskarar blindir af græðgi.

Noregur er Ásahreppur þjóðríkja.  Tekjustreymið traust og opin
gátt.Fólkið fátt.

Þessvegna er stöðugur samanburður við Noreg varla sanngjarn að öllu
leyti.


Smá kaldæðnislegt, hugsanlega.

Samkvæmt vefmyndavél Mílu nú kl.22.30.  er glóandi hraunelfan á blússandi straumi. Ekkert lát virðist á.

Fari svo að hraunið loki þvert á farveg Jökulsár myndast uppistöðulón.  Það þykir ekki parfínt fyrirbæri hjá sumum, undir vissum kringumstæðum.

Fari svo, yrði það nokkuð kaldhæðnislegt.   Kringum árið 1970 voru nefnilega áform um að gera lón á svipuðum slóðum og virkjun neðar.  VST á þeim tima skiluðu verkfræðilegri skýrslu um þennan möguleika að beiðni stjórnvalda.

En ég veit ekki neitt hvað verður.  Ekki frekar en aðrir virðist vera.    


mbl.is Hættulegasti staður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurningar vakna

Nokkrar spurningar vakna hjá mér.

 1.Hvaða vísbendingar gefur svona mikið og hættulegt gasuppstreymi?   

2.  Er það t.d. merki um óvenju mikið magn kviku sem bíður í neðra á þessum slóðum?

Man enn eftir að hafa  komist í návígi við Heklugosið 1970 þá virtist þetta ekki vera stórt vandamál, svo dæmi sé tekið.

3.  Er þetta "opnunarslys"  sem núverandi gossprunga kannski er, á einhvern hátt aftöppun.?  Losar um einhvern þrýsting.  Sem kannski dregur úr afli sem þarf til að þrykkja kviku gegnum 900 m. Þykkt jökulstál.

4.  Eru sigkatlarnir etv. Smágos undir bungunni, sem ná ekki upp.   Hvers vegna koma ekki hlaup fram enn vegna þessa?

Stundum finnst manni óþarflega sparað að spyrja jarðvísindamenn fleiri "brennandi" spurninga.  Þó ég viti að þeir vita ekki alltaf svörin við öllu.   Sumt geta þeir þó allavega útilokað 


mbl.is Bráð lífshætta stafar af gasinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega refsið okkur.

Ég skil ekki alveg þessa umræðu, t.d.  hjá Kötu  Jak í kvöldfréttum.   Semsagt við þurfum að leita skýringa hví oss sé eigi refsað.    Umorðað;  við heimtum að vera alveg eins og ESB.    Alltaf.

Er möguleiki að þetta hafi með eitt að gera.   Sumsé að Ísland er friðsöm þjóð.    Hefur engan her.  Er öðruvísi en löndin á meginlandinu. Hefur aldrei átt í stríði við nágranna sína.   Aldrei í sögunni.  Beinir viðskiptum sinum og verslun í allar áttir.  
 
Ég kann auðvitað enga skýringu.  Jú,jú við erum í varnarsamstarfi vestrænna þjóða.    Og líka hin hliðin. Jú, Ólafur Ragnar hefur hitt Pútín.  En svo hafa líka fleiri. 
 
En kannski tekst að "snúa" Rússum .   Hugsanlega sendir VG bænaskjal til Kreml.

mbl.is Ísland ekki á bannlista Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband