Noregsblætið

Jafnvel Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi og pistlahöfundi ofbauð
þegar annar betur vitringurinn úr höfuðstaðnum mælti með að ganga
Noregskonungi á hönd. Aftur.   Gunnari Smára þykir allt  svo hrikalega glatað hér á
skerinu. Líkt og téður Guðmundur kom inná er þetta hluti af hinu
hvimleiða niðurtali alls í íslenskum veruleika.  Hann gekk svo langt að
kalla þetta sjálfshatur.
Það má leika sér með orð.
En þarna leynist sannleikskorn og þetta fer stundum í taugarnar á mér.  
Ekki vegna þess ég telji allt svo gott hérna megin  atlantsála. Það er bara tæknilega
ómögulegt að við séu að gera allt rangt.  Ferðamenn ausa okkur lofi alla
daga. Ekki aðeins landslaginu heldur líka menningu,matnum og bara
"móralnum" i heild oft á tíðum.  Það yljar okkar litlu eyjahjörtum meðan
á því stendur, en óðara er tekið til við tala flestallt niður. 
Gestirnir hljóti bara að misskilja þetta allt hjá okkur.    Víst höfum
við það skítt !  Betur vitringarnir spæna út bloggpstlum og greinum.
Finna að lífskjörium,vöruverði, ríkisstjórnum, atvinnulifi,
efnahagslífi,og veðurfari ásamt flestu öðru.
Deila því á Fési. Blóðþrýstingu hlustenda Útvarps Sögu hækkar uppúr öllu
valdi er daglegir rausara hefja upp sína raust . Síðan ef að heyrist þokkalega björt ánægja
með eigið land og upprunann er það  í skásta falli óraunsæ þjóðernisrómantík,  en æ oftar
afgreitt sem hættuleg þjóðernishyggja.  Rétt eins og sú hyggja geti
skaðað einhvern annan stórt i örríki með nálarauga hagkerfi á alþjóðavísu dags
daglega.   Ríki sem fyrir nokkrum áratugum var eitt hið fátækasta i
Evrópu.


Mest vorkenni ég viðkomandi fyrir þá óumflýjanlegu óeirð í sálinni sem
téðum vonleysisköstum hlýtur að fylgja.   En merkilegt samt að helst sé
nefnt sem hið fyrirheitna landið, þjóð sem stendur utan við ESB klúbbinn
stóra sem vænan hóp langar inní.   ( þ.á.m. Guðmundi Andra)  Noregs
blæti Gunnars Smára er náskylt hugsun sem hlaut nafnið aronska meðan hér
var amerískur her.   Þá var kaninn talinn endalaust rikur  (sem hefur nú
aðeins breyst í seinni tíð) og þótti mörgum hagfellt að mjólka það út,
okkur í hag á nánast allan mögulegan máta.

Ekki þar fyrir að margt gætum við af sparsemi Norðmanna lært.   En þeir
framkvæma marga  óhagkvæma efnahags-gjörninga einungis
vegna fjallbólginna baktrygginga i formi olíuauðs. T.d. fjárstuðning til stórra  atvinnugreina og stuðning til búsetu á afskekktum stöðum i mjög strjálbýlu landi. 
En þeir geta það.  Þeir meiga það.  Þau þjóðríki eru örfá sem eru í sömu
stöðu.    Íslendingar hafa átt auðvelt með að fá vinnu í  Noregi einfaldlega vegna dugnaðar en líka vegna þenslu. Á sumum stöðum er hreinræktuð framkvæmda og
byggingabóla.    Einn sem hafði unnið þar sagðist hafa hugsað "greyin"
svo margt er líkt og þegar mest gekk á hér um árabilið fræga. En trúlega
er munurinn sá að þeir stjórna betur peningamagni í umferð á hverjum
tíma en við.  Slíkt fór sem kunnugt er gjörsamlega úr böndum hérlendis
þegar bankana eignuðust braskarar blindir af græðgi.

Noregur er Ásahreppur þjóðríkja.  Tekjustreymið traust og opin
gátt.Fólkið fátt.

Þessvegna er stöðugur samanburður við Noreg varla sanngjarn að öllu
leyti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband