Kaupa gott veður.

Sendi eftirfarandi færslu á bloggið hjá Agli Helga..,

Merkilegt líka að fixið , fiffið og kennitölu flakkið heldur bara áfram nú eftir hrunið.

Ég spyr. Af hverju er Stöð 2 á sama stalli og t.d. þjóðkirkjan, fráveitukerfi sveitarfélaganna eða Landsspítalinn.?

Fyrirtækið er fyrir löngu síðan komið í þrot, eða kynnið ykkur fjárhagsstöðuna og allar 360 gráðu beygjurnar síðust árin.
Með fullri virðingu fyrir góðum og gildum starfsmönnum, og ágætu efni í bland.
Hver vegna má þetta fyrirtæki ekki fara í restart?

Ef er eftirspurn (sem án efa er), þá koma glænýir aðilar og fara útí þennan rekstur. Svo einfalt er það að mínu mati.


...   Fréttir kvöldsins um að aðrir aðilar hefðu sýnt áhuga kaupum í 365 vekja athygli.  Hvers vegna fékk Jón Ásgeir en hinir ekki.   

Síðan er góður vinur og samherji Hreinn Loftsson að kaupa restina af fjölmiðalflórunni.   

Lítur ekki vel út vægast sagt.      Um eitt voru Jón Baldvin Hannibalsson og Davíð Oddsson þó sammála.      Lög um eignarhald á fjölmiðlum.

Eru menn að kaupa sér góða umfjöllun þegar reiðin kraumar í fólki?     Spyr sá sem ekki veit.  En grunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband