Spámaðurinn Guðmundur Ólafsson.

Hagfræðingurinn Guðmundur Ólafsson (Lobbi)  var á Rás 2 í morgunspjalli.

Spáði í þjóðarbúið og stöðuna nú.   En hversu mikill spámaður er Guðmundur.  Rifjum upp;

"Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. "

Laugardagur 17. nóvember 2007 kl 14:13

Höfundur: (johannh@dv.is)"

Eru þessir snillingar bestir til að spá í stöðuna og framtíðina fyrir okkur?  Hef efasemdir.  Mér hættir dálítið til að meta fólk eftir hvernig það "tæklaði"  "góðærið" sjálft bæði í afstöðu og lifnaði.  Þá meina ég í því miðju og áður en syrti í álinn.

 En það er oft gaman að Lobba, því neita ég ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Alveg er ég sammála þér um þennan spámann.  Í þáttum hans og Sigurðar G. Tómassonar á Útvarpi Sögu, hvatti hann almenning á þessum tíma til að taka öll þau erlendu lán, sem mögulegt væri, því þau væru svo "hagstæð".

Allir sjá núna, hvernig þau ráð hafa reynst.

Axel Jóhann Axelsson, 21.1.2010 kl. 12:44

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi leikfanga-Lobbi er löngu búinn að dæma sig úr leik í umræðunni um efnahagsmál. Samt er enn verið að vitna í hann og fá hann í fjölmiðla.

Haraldur Hansson, 21.1.2010 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband