Umhverfið.

Þessi grein var birt í föstum dálki Sunnlenska Fréttablaðsins  þann 29.júní  2012.

  Ég skil  ekki alltaf áherslur og það sem mest brennur á því ágæta fólki sem hefur gert umhverfismál að ljósi lífs síns.     Það er án efa mitt vandamál að hluta til . Þó vel sé meint er ljóst að margt í þeim málaflokki orkar  tvímælis þegar framkvæmt er, ritað, hugsað og síðast en ekki síst staðhæft.

            Mannanna áhrif á umhverfi sitt blasa við hvarvetna.  Spurningin um að líka það betur eða verr  er snúin.  Það er að vísu til fólk sem er algjörlega heilt í afstöðu sinni. Í þessum málaflokki ber ég mesta virðingu fyrir þjóðflokkum í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og víðar.   Til er nefnilega enn fólk sem hafnar algjörlega vestrænum lifnaðarháttum bæði í lífsstíl og neyslu.  Það kýs að lifa af og í náttúrunni nákvæmlega eins of forfeður þeirra hafa gert í þúsundir ára.   Að mínu mati er það  heilsteypt og heiðarleg umhverfisvernd.  Ég tæki húfu mína ofan fyrir hópi þessa fólks ef ég væri nálægt þeim að mótmæla iðnríkjunum sem stundum sést.  Ekkert okkar hérna megin á hnettinum, sem ástundum  lífsmáta vesturlandabúa getum nefnilega í samanburði talist  “sjálfbærir”  neytendur hvað varðar áhrif á umhverfi. Alveg sama hver hugsjón okkar annars er. Flestöll í botnlausri neyslu. Mismikilli þó.  Bæði sjónrænt með mannvirkjagerð, notkun jarðefni með  mengun og raski á hinni upphaflegu náttúru þessa lands og annara.Einnig með ræktun og fleiru..     Kannski gæti Gísli heitinn á Uppsölum talist síðasta íslenska náttúrubarnið.  Lítt háður öðrum.  Heyi í kindurnar náð með slætti á þúfnakollum líkt og okkar forfeður gerðu.

            Enn ein hliðin  á umhverfisvernd og sú sem ég get alveg kvittað undir er að koma í veg fyrir sóðaskap í öllu formi og óþarfa rask.  Einnig  þegar slæmar afleiðingar gjörða manna eru augljósar.    Dæmi.       Frá Hellisheiðarvirkjun er blásið og púað uppí loftið eitruðu brennisteinsvetni. Þeir sem draga andann í Hveragerði og á höfuðborgarsvæðinu  finna fyrir því.     Akstur utan slóða á viðkvæmum svæðum er mikill.  Myndir sem birtust nýlega í Morgunblaðinu teknar úr lofti voru sláandi. Einnig hafa sést fréttir af slíku í sjónvarpi. Viðkæmur gróður og graslendi var þakið örum séð úr lofti.  Fréttin vakti lítil viðbrögð svo ég sæi. Einnig afar lítil, ef nokkur frá  til þess bærum ráðuneytum. Ég er hugsi yfir því. 

            Skilt er að þakka sem vel  er gert.  Nú síðast alþingismönnum fyrir tímamóta skref á vorþinginu.  Samþykkt þeirra um að fella niður virðisaukasatt af rafbílum mun valda byltingu í nýtingu alíslenskrar orku á bílana okkar.

           

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband