Gagnleg viska.

Ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu. Keyrði fyrir nokkrum árum úr Bláfjöllum gegnum Hafnarfjörðinn. Þá var að byrja uppbygging í "nýjasta" hrauninu. Varð hálf hissa að sjá undurbúning bygginga á dökku úfnu hraunsvæði sem varla hefur náð að verða almennilega mosavaxið. Svo stutt er síðan það rann.
Í þessu fróðlega viðtali minnist Haraldur ekki á stöðvarhús Hellisheiðarvirkjunar. Húsið var reist við blá brún Svínahraunsins sem rann fyrir örfáum sekúndum jarðsögulega séð.

Vissulega búum við á eldfjallaeyju. Á sumum stöðum líkt og íVestmannaeyjum er lítið svigrúm. En í sumum tilvikum blasir við óþarfa áhætta. Eins og Haraldur segir, því meira nýrunnið hraun. Því meiri áhætta að reisa mannvirki ofan á því, af öllum stöðum.


mbl.is Byggð reist á hættusvæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hárr rétt hjá þér.

Sigurður Haraldsson, 14.7.2012 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband