Leiðarljós, hvers vegna að slökkva?

Áhorf á efni RÚV skiptist í markhópa.    Stjórnendur hljóta að hafa orðið varir við slíkt.

Yngstu áhorfendur frá 0 til 12  fá  sitt efni.   Barnaefnið er í stöðugri framleiðslu og á sitt pláss á hverjum einasta degi.

Unglingarnir með sitt.   Stöðug framleiðsla.  Bíómyndir, framhaldsþættir og margt fleira.

Yngri foreldrar og hópurinn fram að miðjum aldri með allan pakkann.  Krimmaþættir.   Endalausar morð og beinagátur.   Allt með mismiklu blóði eftir smekk hvers og eins.   Snyrtilegir breskir þættir líka í boði.  Allskyns skemmtiefni  "samtímafólks"  í öllu formi.

Eldri borgarar. Fólk á dvalarheimilum og fleiri.      Nú bráðum ekkert í boði fyrir þann "markhóp".  Leiðarljós á förum.    Þá eru bara eftir fréttir  og kannski ein fróðleg heimildarmynd   á jóladag eða annan í jólum.  Punktur.

Það fer í taugarnar á mér hvernig fjölmiðlamenn  hæðast þessa dagana að þeim sem hafa fylgst með Leiðarljósi og gera enn.  Þúsundir áhorfenda bíða spenntir eftir næsta þætti. 
Nú síðast ritar hinn annars bráðskemmtilega og skarpa Kolbrún Bergþórsdóttir fjölmiðlapistil í Moggann  þar sem hún fagnar ákvörðun RÚV.  Vottar vægast sagt fyrir háði í garð þeirra sem halda uppá Leiðarljósið.

Ég hef aldrei sjálfur séð nema nokkra ramma af þessum þætti.  Álveg áhugalaus, tek það fram.  En ég veit um fullt af fólki sem fylgist spennt með hverjum þætti.   Má það ekki eða?

Hví þarf að umvanda fyrir öðrum og smekk þeirra er mér hulið.   RÚV er fyrir áhorfendur.  Elsti hópurinn hefur alveg greitt uppí topp fyrir  þjónustuna allt sitt líf.  og á því alveg heimtingu á "sínu"  efni uppáhaldsefni.  Sem og aðrir.


mbl.is Endalok Leiðarljóss ákveðið áfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Tek undir þetta með þér þó ég viti ekkert um hvað leiðarljós snýst. En á meðan þetta fótbolta partý stóð þá fékk ég engar fréttir ú þeirri átt og vil þess vegna og reyndar af nokkrum fleiri ástæðum losna við skyldu áskrift að þessari stöð, sem starfsfólkið virðist eitt ráða yfir.

Hrólfur Þ Hraundal, 3.7.2012 kl. 06:46

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það er nokkuð til í því Hrólfur. Starfsfólkið virðist eitt ráða og matreiðir í suma.  En lögum samkvæmt eiga það að vera allir (aldurs) hópar.

P.Valdimar Guðjónsson, 3.7.2012 kl. 22:15

3 identicon

Tek undir með þér Valdimar, elsti markhópurinn mjög oft útundan hjá Rúv. Kveðja í gömlu sveitina mína.

Sæunn Sigurlaugsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 23:44

4 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Kveðjur sömuleiðis til þín Sæunn.

P.Valdimar Guðjónsson, 4.7.2012 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband