Færsluflokkur: Dægurmál
25.8.2020 | 20:31
Álit Más í dag?
Aurinn sem síausinn er á einstök fyrirtæki i sjávarútvegi er galinn hvað magn og orðbragð varðar. Hvert erum við komin þegar fyrirtæki meiga ekki bera hönd fyrir höfuð sér? Hvað næst,banna Youtube ?
Að því sögðu skal ég fráleitt verja allt tengt fyrirtækjum Samherja. Brimi eða öðru álíka.
Stærðarmörk og hlutdeild í aflamarki eru varla meitluð í stein af hálfu stjórnvalda. Hvers vegna eru þessir risar orðnir svona rugl stórir og farnir að beita " fix" brögðum - einingis til að geta stækkað enn meira?
Í þessu tilviki var varla um slíkt að ræða. Óverulegt magn af meðafla og fullt tilefni að spyrja Má fyrrverandi Seðlabankastjóra hvort " innrásin" hafi haft raunverulegan grun, eða forsendur.
![]() |
Það sem kom fram í Kastljósi hafi verið rétt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2020 | 22:45
Opin leið fyrir glæpamenn.
Auðvitað velja erlendir glæpamenn sem hingað sækja sóttkvi - allan daginn. Og svíkja það um leið, eins og dæmin sanna.
Þannig var þetta fyrsta dagana í vor sem erlend ríki opnuðu á flug. Vafasamir aðilar sviku það um hæl.
Í þessu tilviki hefði því verið rétt að fylgja ráðum Þórólfs alla leið.
![]() |
Stjórnvöld keyptu ekki tillögu Þórólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 20.8.2020 kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2020 | 23:49
"Opna" fólkið reynist vera einangrunarsinnar.
Það er pínulítið sérstakt( svo ekki sé nú meira sagt) að nú hrópar viss hópur á lokun landsins.
Þessi sami hópur gerir þess utan mikið mál úr að opna allar gáttir landsins sem allra mest. T.d. flytja inn blóðhrátt kjöt þrátt fyrir marga ítrekaðar viðvaranir fagaðila sem annara. Óheftan færibanda innflutning framandi plantna ásamt ómeðhöndluðum erlendum jarðveg. Með þessu hafa borist til landsins óvelkomnar óværur og skaðvaldar í íslenskri náttúru.
Þessi sami hópur vill semsagt opnar vængjahurðir rúnt, allsstaðar kringum landið. Inn um þær sem flest, dýr, kjöt, menn, plöntur og jarðveg. Að sjálfsögðu með skýrri forskrift ESB.
Margir úr þessum hóp geta ekki leynt aðdáun sinni á nálgun Nýja Sjálands í Kovid faraldrinum. En slíkt er skringilegt. Vegna þess að Nýsjálendingar eru bara sjálfum sér samkvæmir. Þeir passa uppá sitt og innflutningur hverskyns er þar undir ströngum takmörkunum og bönnum (kjöt, jarðvegur, framandi dýr og plöntur)
![]() |
Katrín furðar sig á tækifærismennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2020 | 14:31
Að hluta fálm í myrkri, því miður. .
Sammála Kára. Ríkisstjórnin og hinn ágæti sóttvarnarlæknir hefðu þurft að ganga lengra í takmörkunum.
Ekki hvað síst vegna þessarar frægu helgar framundan sem kennd er við verslunarmenn.
Getum ekki sagt lengur fordæmalausar aðstæður. Svo er ekki - nema, að nú er fálm í myrkri. Það eru smit í samfélaginu sem enginn veit um uppruna, né hvar þau grassera þessa stundina. Slíkt er breyting frá því í vetur..
![]() |
Ég hefði kosið að við gengjum lengra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2020 | 21:56
Kári á betra skilið.
Það er of mikið keppst við að hnýta í Kára fyrir ákvörðun sína. Hver sem aðdragandinn var, þá bar honum og fyrirtæki hans enginn skylda til að leggja jafn mikið af mörkum.
Þekktir blaðamenn ásamt fleirum keppast við að tvíta og "fésa" um að þarna sannist hvernig "einkarekni heilbrigðisgeirinn sé" . En að visu er þarna um að ræða fjölmiðlamenn með mjög kratískar hneigðir og vinstrimennsku. Það má að sjálfsögðu, (gefa sig bara út sem gífurlega hlutlausa)
Þetta virkar á mig nokkuð fyrir neðan beltisstað. Hann Kári jarðareigandi og hrossaræktandi, sem og vísindamaður gerði sitt og gott betur.
Skimunin er að vísu umdeild, en hefur samt þegar forðað bakslagi í smitum hérlendis.
![]() |
Kári svarar Smára McCarthy fullum hálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 10.7.2020 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2020 | 23:00
Ein einföld spurning til Samfylkingar.
Segjum að fjármálaráðherra væri úr Samfylkingu.
Stungið væri uppá Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni erlendis að semja greinargerðir / stjórnmálagreinar / fjármálagreinar / fræðigreinar tengdar stjórnarstefnu ríkisstjórnar.
Myndi ráðherra Samfylkingarinnar samþykkja þann mann í verkið?
Leyf mér að hugsa... Uuuuuuuuu - nei !
![]() |
Bjarni kemur fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2020 | 00:46
Nú skil ég.
Er nema von að margir þingmenn séu of oft pirraðir, önugir, hvatvísir og sí lítandi nokkrum númerum of stórt á sjálfa sig.
Tæplega þriðjungur alþingismanna upplifað eineltisseggi. Örlítið færri of kynhvata og "leitandi" á því sviði.
Hverslags fólk hefur eiginlega valist þarna inn ?
En mig grunar samt pínulitið að þarna hafa að hluta orðið "of svörum" .
Þarna inni eru nefnilega að hluta drama-kóngar og drottningar.
Allavega illt ef satt er.
![]() |
38% þingmanna orðið fyrir einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2020 | 11:33
Skásti tími nú fyrir eldgos.
Ef Reykjanes er á tíma, þá er "rétti" tíminn nú. Nánast ekkert flug frá Keflavík. Ekkert til að trufla ( trafik). Þá yrði hugsanlega friður á eftir í 50 - 100 ár.
Veit hinsvegar að hann Reynir og almannavarnir er etv. ekki sammála. Alveg nóg að gera í hinu, þ.e. Kovid 19.
![]() |
Reykjanesskagi að vakna eftir margra alda dvala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2020 | 11:11
Takk Guðjón Valur.
Við hneigjum okkur af virðingu.
Neita samt að trúa þessu alveg.
Einstakur íþróttamaður í alla staði.
![]() |
Guðjón Valur leggur skóna á hilluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2020 | 10:56
Martröðin raungerist.
Í gærkvöldi kíkti ég á erlenda miðla. Það er á við myndaflokk eða bíómynd ( í lengd) að lesa eða horfa á umfjallanir um veiruna covid 19 á Íslandi. Allt hjá stærstu fréttamiðlum heims. Hvernig við höfum tæklað ástandið og stöðuna hérlendis þessi augnablikin. Hún þykir góð.
Ég fór í rakninga-vinnu. Hún var ekki löng, né erfið. Endaði á einum manni. Hann heitir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Þvílíkur fagmaður.
Er samt ekki að gleyma Ölmu og Víði. Einstakt teymi "þríeykið".
Þarna ( New York, Ítalía,Spánn,London og víðar) er martröð í gangi. Sem er sú árið 2020, að geta ekki sinnt né litið á lífshættulega veikan sjúkling vegna álags.
![]() |
Þekktur læknir í New York látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)