Elja Elon Musk.

Las æfisögu Elon, hún er mögnuð, átti hann þá enn þrjú ár í fimmtugt.
Hver þessi maður eiginlega?

Frumkvöðull er of venjulegt. Hann er meira "sjáandi" á ákveðinn hátt.
Hugsanlega misstígur hann sig einhvern tímann, en það hefur ekki gerst enn.
En afrekalistinn lengist stöðugt.
Stiklað á sumu.
1. Í árdaga Nets hönnun spjallforrita. Kom einnig að þróun youtube.
2. Þróaði forrit fyrir bankaviðskipti á netinu líkt og við þekkjum þau i dag og öllum þykir sjálfsagt. Þótti í upphafi framandi hugmynd að sjálfsögðu.
3. Auðgaðist á þessu og fleiru tengdu tölvuheiminum en seldi á hárréttum tímapunkti.
4. Kvaðst vilja breyta því hvað bíll er. Rétt eins og sími væri ekki lengur tól með snúru fest á vegg. Tesla bílamerkið varð til. NB það er fyrsti nýi bílaframleiðandinn í USA síðan Chrysler byrjaði árið
1925 !
5. Galdurinn með rafbílinn Tesla var ný hugsun, ný þróun á liþíum batteríum.
6. Snjallt , að fyrsta gerðin var ekki ætluð endilega fyrir almúgann. Of dýr til þess. Búinn til eftirspurn fyrir umhverfisvænum, dýrum bíl. Ekki spillti að hann er 4-5 sek i 100 km. Góð velta því strax, en málið hefur ekki verið að selja heldur hafa við að framleiða.
7. Ódýrari Teslan kom síðan í kjölfarið, hefur slegið í gegn hjá almúganum. Enn eiga gömlu bílarisarnir langt í land með samkeppni varðandi drægni.
8. Kynnti nýlega byltingarkennda flutningabíla. ( trukka) þeir komast 800 km á hleðslu. Komast á 95 km hraða á 20 sek, með 36 tonna farm ! Tók þó fram að allir væru útbúnir með fjarlægða skynjurum til öryggis sem draga sjálfvirkt úr hraða. ( eins gott).
9. Þróar eldflaugar sem geta skotið gervihnöttum og þyngri hlutum út í geim á ódýrari hátt en áður.
10. Hyggst hefja smíði á rafhlöðu ( eða orð sem hentar). Stærstu í heimi. Hún á að rúma ein 100 megawött ! Hljómar ómögulega, en svo hefur einnig verið um margt hjá Musk (fyrirfram).
Svona má endalaust telja og nýjum hugmyndum eldhugans lýst stöðugt niður.
Á einni mynd í æfisögunni sést samstarfsmaður Elon Musk nokkru fyrir aldamót. Föndrar og brasar við stækkun á rafhlöðu. (á mjög frumstæðan hátt). Það hafðist. Fyrstu handtök í byltingarkendu ferli. Allt fyrrgreint hefur ekki sprottið af sjálfu sér. Þeir hafa lent í allskyns basli og brasi. En knúið fram af fádæma elju.

 


mbl.is Musk orðinn ríkastur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband