Færsluflokkur: Dægurmál
9.1.2021 | 16:40
Byltingarmaður í allra jákvæðustu merkingu.
Kom að fyrstu spjallforritum. Fyrstu bankaviðskiptum á Neti. Fyrstu hönnun Youtube, þannig má endalaust telja. Seldi hinsvegar sína hluti á hárréttum tímapunktum og mok- græddi.
Er feiknarlegur " visioner" . Meira en íslenska orðið frumkvöðull eiginlega.
Lagðist ekki í leti með gróða sinn. Elti drauma sína og hugmyndir. Meira en það - kom þeim í verk.
Hann er hinsvegar líkt og flestir á þessu " kaliberi". Eflaust ekkert alltaf auðveldur í samstarfi.
![]() |
Úr einelti í efnaðasta mann heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2021 | 14:12
Elja Elon Musk.
Las æfisögu Elon, hún er mögnuð, átti hann þá enn þrjú ár í fimmtugt.
Hver þessi maður eiginlega?
Frumkvöðull er of venjulegt. Hann er meira "sjáandi" á ákveðinn hátt.
Hugsanlega misstígur hann sig einhvern tímann, en það hefur ekki gerst enn.
En afrekalistinn lengist stöðugt.
Stiklað á sumu.
1. Í árdaga Nets hönnun spjallforrita. Kom einnig að þróun youtube.
2. Þróaði forrit fyrir bankaviðskipti á netinu líkt og við þekkjum þau i dag og öllum þykir sjálfsagt. Þótti í upphafi framandi hugmynd að sjálfsögðu.
3. Auðgaðist á þessu og fleiru tengdu tölvuheiminum en seldi á hárréttum tímapunkti.
4. Kvaðst vilja breyta því hvað bíll er. Rétt eins og sími væri ekki lengur tól með snúru fest á vegg. Tesla bílamerkið varð til. NB það er fyrsti nýi bílaframleiðandinn í USA síðan Chrysler byrjaði árið
1925 !
5. Galdurinn með rafbílinn Tesla var ný hugsun, ný þróun á liþíum batteríum.
6. Snjallt , að fyrsta gerðin var ekki ætluð endilega fyrir almúgann. Of dýr til þess. Búinn til eftirspurn fyrir umhverfisvænum, dýrum bíl. Ekki spillti að hann er 4-5 sek i 100 km. Góð velta því strax, en málið hefur ekki verið að selja heldur hafa við að framleiða.
7. Ódýrari Teslan kom síðan í kjölfarið, hefur slegið í gegn hjá almúganum. Enn eiga gömlu bílarisarnir langt í land með samkeppni varðandi drægni.
8. Kynnti nýlega byltingarkennda flutningabíla. ( trukka) þeir komast 800 km á hleðslu. Komast á 95 km hraða á 20 sek, með 36 tonna farm ! Tók þó fram að allir væru útbúnir með fjarlægða skynjurum til öryggis sem draga sjálfvirkt úr hraða. ( eins gott).
9. Þróar eldflaugar sem geta skotið gervihnöttum og þyngri hlutum út í geim á ódýrari hátt en áður.
10. Hyggst hefja smíði á rafhlöðu ( eða orð sem hentar). Stærstu í heimi. Hún á að rúma ein 100 megawött ! Hljómar ómögulega, en svo hefur einnig verið um margt hjá Musk (fyrirfram).
Svona má endalaust telja og nýjum hugmyndum eldhugans lýst stöðugt niður.
Á einni mynd í æfisögunni sést samstarfsmaður Elon Musk nokkru fyrir aldamót. Föndrar og brasar við stækkun á rafhlöðu. (á mjög frumstæðan hátt). Það hafðist. Fyrstu handtök í byltingarkendu ferli. Allt fyrrgreint hefur ekki sprottið af sjálfu sér. Þeir hafa lent í allskyns basli og brasi. En knúið fram af fádæma elju.
![]() |
Musk orðinn ríkastur í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2021 | 07:41
Mótmæli á röngunni.
Við höfum áður orðið vitni að mótmælum við þinghús um allan heim. Þurfum ekki að leita langt. En að þau nái jafn langt gerist eiginlega aldrei.
Hinn stórfurðulegi fýr Donald Trump lagði greinilega blessun sína á för múgsins, alla leið á helgasta stað lýðræðis, ekki bara í USA heldur víðar. "Við elskum ykkur öll! " , segir kannski allt ( orð Trump í gærkvöldi).
Að á þessum stað (af öllum) yrði ekki tekið til varna er satt að segja lyginni líkast .
Hér snýr allt öfugt, það var engan veginn grasrótin (sem er oftast) sem kynti undir mótmælin, heldur forsetinn sjálfur.
![]() |
Ráðherrar ræða um að víkja Trump frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2020 | 16:25
Hugurinn er hjá ykkur Seyðfirðingar.
Ekki sluppu allir Islendingar við hamfarir náttúrunnar ofan á heilsu plágu núna í tæpt ár. Svipar til ársins 1918. En þá var reyndar Kötlugos ofan í banvæna pest. Plágan hefði verið nóg, ein og sér að glíma við árið 2020.
Kveðjur austur á land. Taugar liggja þangað, á ættir á Vopnafjörð og Hérað.
Um stöðuna núna hef ég aðeins álit en ekki visku. Bý á flatlendi sjálfur, svo þekking tekur mark af því.
Þegar frystir hlýtur að minnka hættan á jarðvegsskriðuföllum. Binding kemur í aurinn. En vatn sem enn kann að leynast verður áfram , bara i öðru formi.
Finnst mér sjálfum þá líkindi til að hættan sé enn fyrir hendi næst er kemur hláka, þiðnun og hlýindi.
![]() |
Rýmingu aflétt á hluta Seyðisfjarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2020 | 17:18
Spádómsgáfa Jóns Arasonar og fimm alda Danastjórn.
Vek athygli á viðtali í föstudags mogga 27.nóv. 2020. Mér þykir það feiknar áhugavert. Ásgeir Jónsson skrifar bók ( í tómstundum) um Jón Arason biskup. Ný og án efa upplýsandi mjög.
En ég tek útúr viðtalinu pælingar hans um fimm alda nýlenduherra vora, (hvorki meira né minna), Dani. Honum þykir ekki mikið til um. Hvað stóð eftir 500 ár? Jú, eitt fangelsi punktur.
Ég var einmitt að hugsa svipað, fyrr á árinu, við lestur bókarinnar " "Maðurinn sem Ísland elskaði",
ferðalag hins franska Gaimards um landið sumarið 1835 . Hann heillaðist af Íslandi og Íslendingum. Útsjónarsemi í harðbýlu landi. En hér er á þeim tímapunkti nákvæmlega ekki neitt. Allt eins frumstætt og það gat nokkurn tímann orðið. Hvergi brú yfir sprænu. Vegir nánast óþekktir. Verslunareinokun. Herra þjóðin meira "útkjálki Evrópu" (orð nóbelskáldsins okkar) og Danmörk ekki verslunarveldi, meira milliliður.
Hvað segir það um herraþjóð okkar ?
Líkt og Ásgeir bendir á, algjört áhugaleysi Dana um árhundruð á þessari nýlendu sinni Íslandi.
Ég heyrði mann úr Háskólanum fyrir stuttu, fullyrða hve við vorum heppin með nýlenduherra. Örlaði á að ég keypti þetta. Ekki jafn viss nú. Svo langt sem það nær jú. Þeir beittu okkur ekki ofbeldi. Má þakka það. Ligeglad sumir og etv. ekki harðstjórar.
Auðvitað eru Danir per se ekki slæmir. Á sjálfur góða vini sem eru Danir, eða hálfdanskir.
En hitt fyrr á tíð ? Öllu haldið í fjötrum sem náungi að nafni Jón Sigurðsson benti nokkuð réttilega á.
Hef ekki lesið bók Ásgeirs. En væri fróðlegt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2020 | 09:58
Fyrsti utanríkisráðherra sem ruggar bát.
Sennilega er Guðlaugur Þórðarson með betri Utanríkisráðherrum. Yfirleitt hafa þeir sem sinnt hafa embættinu líkað vel í "hlýjunni". Hnikað fáu í skipulagi og hefðum.
Á tyllidögum og fyrir kosningar oft rætt að einfalda kerfi utanríkisþjónustunnar og fækka sendiráðum. Síðan hefur það yfirleitt lítið verið nema orðin.
Að sendiherrar kvarti sýnir mér að Guðlaugur tekur ákveðið á málum. Þetta gera raunar margir embættismenn í varnarbaráttu fyrir "sínu", eða hlutverki. Geta alveg verið eðlileg viðbrögð, en oftar ekki.
![]() |
Segir ráðherra freista þess að sverta orðspor |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 12.11.2020 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2020 | 11:31
" Kapp" í sjósókn enn vandamál.
Stærstu mistökin voru vitanlega að bíða ekki niðurstaðna úr skimun áhafnar, heldur stíma tafarlaust á miðin.
Það á enginn að haga sér svona árið 2020. Þarna er trúlega blanda af hugsunarleysi og gömlum "kapp-kúltur" við sjósókn sem nær aldir aftur í tímann. Nákvæmlega í dag er þetta svo mikill óþarfi sem mest má vera. Öðru gengdi hjá hásetum og formanni á árabátum síðla vetrarvertíðar með svöng börn og eiginkonu heima.
Að bíta á jaxlinn gerði okkur vissulega að öflugri fiskveiðiþjóð og herti sjómenn. En veiran fer enn sínu fram og spyr ekki um stétt né stöðu. Sumir eru vissulega heppnari en aðrir (sem veikjast) og þó skipstjórar vorkenni stundum litið hásetum með kvefskít eða flensuvott, gegnir hér öðru máli. Áhættan og að setja kíkinn á lokuð augun eruóásættanleg viðbrögð.
Stjórnendur viðurkenna það nú og það ber að virða.
En vonandi læra aðrir af þessari slæmu lexíu.
![]() |
Fyrirtækið mun axla ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2020 | 10:47
Að láta Trump spila með alla.
Sá sem glottir með sinn yfirlætis svip heitir Donald Trump.
Tvít og samfélagsmiðla fíkillinn grúir sig yfir skjáinn sinn og hríslast af einskærri hégóma fíkn. Þ.e. að geta spilað með fjölmiðla og alla hina miðlana.
Hótanir um að viðurkenna ekki ósigur er útópía og fær ekki staðist í lýðræðisríki. En ótti andstæðinga og miðla við slíkt er vatn á myllu manns sem þekkir aðeins eitt " ég rek og ég ræð".
Helsta hættan er hinsvegar að bullið sem vellur uppúr Trump virkjar vitleysingja meðal almennings og jafnvel stofnana (t.d. lögreglu) .
![]() |
Kosningamartröð samfélagsmiðlanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2020 | 11:13
Eru ódýrustu tilboð alltaf best?
Aftur og aftur. Gölluð smíði og vinnubrögð við skipasmíðar erlendis.
Þegar upp er staðið, væri að líkindum betra að velja viðurkennda aðila sem eru þekktir af vönduðum vinnubrögðum og góðu orðspori.
Þarna er að vísu oftast peningalega tjónið skipasmíðastöðvarinnar. En frátafir, óvirkar nýtingar og tímaplön, sem nema oft mánuðum og jafnvel árum - þau kosta líka.
![]() |
Lánsbáturinn kominn til landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2020 | 11:49
Spurt fyrir fæðingu.
Sá einhversstaðar leitað álits " play" vegna aðkomu ríkisins að hluthafaaukningu Icelandair.
Ég óska PLAY alls hins besta.
En að fá afstöðu fyrirtækis sem er ekki til, og aldrei verið starfandi flugfélag. - Það er á pari við að fá afstöðu einnar stakrar sæðisfrumu fyrir getnaðinn sjálfan!
![]() |
Fer fram á gjaldþrotaskipti Play |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)