20.8.2013 | 12:15
Hvar væru ESB sinnar staddir þá?
Á mig leitar ein spurning. Ef við værum kominn alla leið inn í sælusambandsríkið. Eins og Samfylkingin lét sér í alvöru dreyma um fyrir fjórum árum.
Styddi hún löndunarbann á vini okkar Færeyinga í íslenskum höfnum? Það yrði að sjálfsögðu mælst til þess í Brussel
![]() |
Fordæmir framgöngu ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2013 | 07:15
Hlutleysi Andra Snæs.
Andri Snær Magnason flutti og skrifaði pistil um hlutleysi á Rás 1 sem finna má á vef RUV.
Fróðlegur pistill þar sem háði og stílfimi er vafið kringum textann og skoðanirnar, likt og skáldum með stórar meiningar er tamt að gera.
Hann rekur margt úr eigin bakgrunni sem hann telur skoðanabindandi fyrir hann sjálfan í hinu og þessu. Í lokin koma síðan skoðanirnar likt og oft hjá skáldum með meiningar. Sem og fleirum. Allt smekklega hamrað á lyklaborðið. Nútíma ritverkfærið þar sem skáldin og dálkahöfundarnir beygja og sveigja orðin líkt og norski eldsmiðurinn sem hamraði járnið sitt hér fyrir skemmstu.
Flækt og vafið í nokkuð smekklegt undanfara flúr, kemst Andri Snær snöggt inn í nýjasta nútima. Með sérlundaðar skoðanir. Þvi skal þó ekki haldið fram hér að hann sé í fámennum skoðanasystkyna hópi.
1. Veginn um Gálgahraun á ekki að fjalla um á hlutlausan hátt í fjölmiðlum. Af því það er svo vitlaus framkvæmd að hans mati. ( Hef sjálfur enga skoðun þar. Tek það fram).
2. Við vitum ekkert hvað felst í aðild að ESB (!)
Þau eru stundum grínsöm skáldin.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2013 | 11:04
Vigdís og hinir.
Ummæli Vigdisar Hauksdóttur á Bylgjunnni voru óheppileg og kannski ekki mildilega orðuð. Á sama tíma og rætt var um væntanlegan fjárlaganiðurskurð hjá Rúv sem öðrum, minntist hún á slagsíðu fréttaflutning stofnunarinnar í evrópumálum m.a.
Vandi fréttastofunnar og Óðins fréttastjóra er hinsvegar sá að þessi umræða sé í gangi. Og hún er hjá fleirum en þessum þingmanni. Það einfaldlega segir sitt um vinnubrögðin. Það er visst áfall. Fyrir marga. En greinilega ekki stjórnendur Ríkisútvarpsins. Þeir Óðinn og Páll forherðast bara.
Ég man ekki eftir viðlíka gagnrýni á timum Kára Jónassonar og Margrétar Indriðadóttur sem fréttastjóra. Stundum smá upphlaup vegna mannaráðninga. Sumum þótti vinstri slagsíða, en það risti ekki djúpt.
Nú eru mannaráðningar hjá fréttastofunni hinsvegar ekki pólitískt umdeildar heldu kunningjaklíkur komnar i staðinn. Ég velti fyrir mér hvort er skárra,verra eða betra.
Í umdeildum málum á að vanda sig. Svo einfalt er það.
Ég endurtek að þarna starfar líka fært fagfólk. Og enginn slæmur. En dómgreindarbrestur stjórnenda og einstaka starfsmanna þegar kemur að óvilhallri umfjöllun í umdeildum málum er illskiljanleg. Hún veldur þessu fjaðrafoki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2013 | 13:32
Vita sjálf allt um sig.
Áhugavert og ekki seinna vænna að framkvæma hluti sem voru ákveðnir 2011.
Ég hlusta mikið á ríkisútvarpið. Þar er gert fullt af góðum hlutum. En sjálfsgagnrýni stjórnenda þessarar stofnunar og einstakra þáttastjóra er skelfileg.
Hún hæfir ekki almannafjölmiðli í 100% eigu allra landsmanna. Gleggsta dæmið var þegar fréttamönnum var sjálfum gert að setjast í þægilega stóla ( örugglega misviljugir er ég viss um) og segja misjafnlega vísum og viskufullum pöpulnum, hvað þeir sjálfir væru frábærir á skjánum og í viðtækjunum. Það var eiginlega oggulítil Norður Kórea í þvi "stunti" . Fannst kannski ekkert þversnið almennings og allra flokka og skoðana, til að hrósa þeim i mynd?
Páll Magnússon gaf tóninn. Gerði gagnrýnendum upp annarleg sjónarmið og blés misljótum yrðum á prent á siðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins. Að Fréttastjórinn og nú siðast hinn ágæti Bogi Ágústsson bregðist eins við er dapurlegt.
Hugsun þeirra er " við erum reyndir svo að sjálfsögðu vitum við einir best ."
Mér finnst vera pólitísk slagsíða í fréttaumfjöllun, í þættinum Speglinum og Vikulokunum t.d. Ekkert alltaf flokkspólitísk heldur er meðvitað hunsað að gera misjöfnum sjonarhornum og skoðunum jafn hátt undir höfði.
![]() |
Opið útvarpsþing haldið í vetur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2013 | 23:10
Að núlla sig niður.
Mér finnst athyglisverðast úr skýrslunni varðandi Íbúðalánasjóð vandræðaganginn þegar almenningur fór að greiða upp lánin sín og hljóp í náðarfaðm bankanna.
Við blasti hið skrýtna vandamál að allt flæddi í peningum um stofnunina. Þá brast á örvænting mikil. Panik ástand, hvernig átti að ávaxta alla milljarðana?
Hreint ótrúleg ákvörðun var sú að kaupa hlut í bönkunum (!). Hvílíkt bull.
Ekki bara eftirá séð. (Eftir gjaldþrot banka og slíkt) Heldur umhugsunarefni hvað einstaklingar, fólk, félög, fyrirtæki,sveitarfélög, bankar og íbúðalánasjóðir ásamt ríkissjóðum geta misst áttiir af að eiga allt í einu peninga.
Stundum missir fólk sýn. Alla skynsemi og yfirvegun. Ekki þar fyrir að eflaust er stundum snúið að geyma eða ávaxta peninga. Viðurkenni að ég þekki því miður ekki vandamálið.
En í tilfelli Íbúðalánasjóðs var langmesta skynsemin að kaupa eigin bréf. Fyrst tryggja nægt fjármagn í lögbundna varasjóði. Sem var auðvelt. Allt vaðandi í lausafé. Síðan kaupa hlut í sjálfum sér og núlla sig niður í uppgjörsreikningum. Á sjóðnum hvíldi nefnilega engin skylda að gerast gróðapungar. En því miður. Stjórnendur voru komnir í þann ham.
Með þessu hefði fyrirsjáanlegt tap minnkað umtalsvert. Jafnvel þó eigin bréf hefðu lækkað nokkuð í verði,eðlilega.
Við þessar aðstæður var mesta skynsemin að trappa sig niður.
![]() |
90% lánunum ekki um að kenna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 27.7.2013 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2013 | 21:48
Meiri skilningur en hjá sumum.
Angela Merkel og forseti þýska sambandsþingsins sína þvi meiri skilning að hlé sé gert á aðlögunarferli Íslands í ESB en þeir sem málið stendur næst. Nefnilega þeim fyrrum stjórnarflokkum á Íslandi sem höfðu slíkt á stefnuskrá og hlutu rassskellingu kjósenda fyrir.
Aumingja fréttamenn RÚV virkuðu hryggir í tali er þeir greindu frá þessu nú síðdegis og í kvöldfréttum.
Eiginlega mátti skilja ráðamenn í Þýskalandi þannig að þetta væri rökrétt afleiðing síðustu kosninga. Alltof mörgum gengur illa að skilja þetta augljósa samhengi hér innanlands.
![]() |
Telur líklegt að ESB skiptist í tvennt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2013 | 16:43
Þjóðernishyggja, ættjarðarást, þjóðremba ofl.
Engar öfgar orðið hér. Þau könnuðust ekki við það. Við erum flottust og best sögðu þau stundum heyrast hér, en þarf ekki allltaf að vera neikvætt.
Í rökræðum um ESB málið er of oft hrist upp í hugtökum. Þjóðernishyggja, þjóðremba og fleira tengt íslensku þjóðerni. Þessu er ruglað saman og í áróðurstilgangi "nationalism" klínt uppá aðra. En það er líka til ættjarðarást. Hljómar svakalega væmið en slíkt fyrirfinnst alveg fölskvalaust.
Gestirnir hjá Ævari könnuðust ekki við að þessir hlutir væru komnir útí öfgar hérlendis. Þau lýstu ánægju sinni með það.
Hér er linkur á þáttinn á Rás 1.
http://www.ruv.is/sarpurinn/nyja-landid-island/17062013-0
Ég er fyrir umburðalyndi gagnvart öndverðum skoðunum. En pirringur og óþol ESB sinna gagnvart aðildarferli skil ég ei. Áherslur stjórnarflokkanna í þeim málum í kosningabaráttu voru öllum ljós og allt upp á borðum. Því þarf enginn að verða hissa. Þetta er ekki mál málanna hjá meirihluta þjóðarinnar. Það var staðfest í kosningum. Mistökin liggja í fortíðinni. Nefnilega að ekki skyldi kosið um upphaf þessarar löngu lautarferðar til meginlands Evróptu.Sami pirringur er reyndar hjá Samfylkingu gagnvart lausn á skuldamálum heimila 1,2 og nú. Rekið á eftir Framsókn að efna loforðið strax. Það skil ég ekki heldur, því Samfó lýsti sig andvíga slíkum lausnum í kosningabaráttunni. Nota féð úr þrotabúum frekar í greiðslu skulda ríkisins. Ef þau væru samkvæm sjálfu sér hljóta þau að halda því til streitu. Ergelsið er því allnokkuð ankanalegt.
![]() |
Evrópusambandið þarf að sanna sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2013 | 21:33
Draumur um straum.
Kunningi minn á litla íbúð í Berlín. Þar kostar ótrúlegar upphæðir hvern mánuð hiti
og rafmagn. Var ekki fyrr en ég heyrði þær tölur að ég áttaði mig á hve
skaplegur orkureikningur skipir miklu máli varðandi lífskjör fjölskyldna í
þessu landi. Á í raun sinn þátt í að gera þetta land byggilegt.
Aðstæður eru samt ólíkar á landinu. Þeir sem búa við ódýra hitaveitu
njóta mikilla fríðinda. Samt sem áður er raforkuverð til almennings og
húshitunar heilt yfir enn talsvert ódýrara hér en í nágrannalöndum. Niðurstðan
hlýtur því að vera; við höfum ekki gert allt vitlaust í beislun og nýtingu
innlendra orkugjafa. En ekki má miklu muna. Þarna hefur hallað undan
fæti síðustu ár. Orkuveita Reykjavíkur fór langt framúr sér í
glórulausum lántökum og offjárfestingum. RARIK hefur misst sig í
hækkunum síðustu ár og "aðskilnaður" flutnings og beinnar rafmagnssölu
varð ekkert nema brandari og kostnaðarauki. Er aðeins sitthvor skúffan í sömu stofnun. Þrátt fyrir að annað stæði til. Garðyrkjubændur fá prik fyrir að leita annara leiða við orkuflutning til þeirra.
Nýjustu hugmyndir Landsvirkjunar snúast um
rándýran rafmagnshund til Evrópu. Það mun hækka allt "þakið", m.ö.o færa allt orkuverð hérlendis til jafns
við há verð meginlandsins. Án efa mun það bitna á oss innbyggjendum. Ég hef orðið efasemdir um slíka fjárfestingu. Ekki nema íslenskur almúgi og óbreyttir neytendur verði varðir. Hef til þessa ekki séð neinar hugmyndir um slíkt, né útfærslu.
Sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að kostnaður íslenskra notenda
myndi hækka stórlega og sveiflast á líkum nótum og á meginlandnu. Þannig
mun því háttað í Noregi til dæmis. Landsvirkjun myndi vissulega græða.
En í heimi sem æpir á orku eru bara fleiri leiðir til þess hér innanlands.
Ég hef ekki á hraðbergi þjóhagslegan sparnað Íslendinga í krónum og
beinhörðum gjaldeyri hvert ár af kyndingu hýbýla sinna með innlendum
orkugjöfum. Það eru án efa háar upphæðir. Stærsti kosturinn er
samt hve innlenda orkan ver okkur gagnvart erlendum sveiflum.
Gríðarlegar hækkanir á gasi og eldsneyti síðustu ár hafa beinlínis rýrt lífskjör þjóða.
Skaplegt orkuverð til almennings skiptir alveg jafn miklu máli og
gjaldmiðillinn, eða hátt verðlag í verslunum. Ástæðan er einföld.
Það sleppur hreint engin fjölskylda við þessi útgjöld.
Næstu skref í þessari sjálfbærni verður án efa rafbílarnir. Þar eru
spennandi hlutir að gerast. Drægni hleðslurafhlaðna eykst sífellt.
Svokallaðir tvinnbílar bjóða einnig uppá margar útfærslur. Minnkandi
eiturspúun og útblástur hlýtur að vera kappsmál þeirra sem pæla í umverfinu.
Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu 6. júní 2014.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2013 | 18:47
Var hitt óskhyggja?
Dómafordæmin í þessum málum nú og á næstunni eru dómar Jóns Ásgeirs fyrir nokkru síðan.
Sömu lög giltu.
Þeir sem væntu refsinga verða fyrir vonbrigðum. Útrásarvíkingum léttir og þeir gleðjast í sínum hóp.
Ísland er þarmeð löggilt land áhættufíkla. Sérílagi þegar kemur að fjármálum,og jafnvel þó þeir valdi öðrum skaða. Alsherjarhrun bankakerfis heillar þjóðar var afleiðingin hér. Skiptir engu máli.
Að einhver þurfi að sæta ábyrgð var óskhyggja. T.d. þessi refsing er klink úr vasa.
![]() |
Dæmdur til að greiða 2 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2013 | 15:16
Ekki sama örvænting og áður.
![]() |
Snjóhengja ekki rétta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)