17.11.2013 | 15:26
Illskýranleg tregða.
Sem sjálfstæður atvinnurekandi berast mér trúlega aðeins fleiri reikningar en meðaljóni úti bæ.
Enn er pappírinn flæðandi. Samt er orðið í fjarlægu minni hve langt er siðan byrjað var að tala um pappírslaus viðskipti.
Skýringu takk - hvers vegna tregða er á Íslandi að ganga alla leið. Hafandi t.d í huga að við vorum meðal frumkvöðla í almennri notkun bankaviðskipta á Netinu. Og gumum okkur af að vera framsækin í tækni og netnotkun.
![]() |
Byggðu upp milljarða fyrirtæki í Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.11.2013 | 21:53
Ýkt leiklist.
![]() |
Ísland náði jafntefli manni færri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2013 | 23:10
Skuldamálaáhyggjur
Samfylkingin og Vinstri- Grænir lýstu andstöðu sinni við hugmyndir Framsóknarflokksins um skuldaniðurfellingu til handa almenningi fyrir kosningarnar siðasta vor. Töldu nær að greiða niður skuldir hins opinbera gæfist svigrúm. Akkúrat, allt í lagi með það.
Ég skil því ekki hvers vegna stjórnarandstaðan er enn óþreyjufyllri í garð Sigmundar Davíðs um þetta verkefni og framvæmd þess, heldur en skuldararnir sjálfir!
Ef þeir væru sjálfum sér samkvæmir myndu þeir fagna þvi að verkefnið drægist, og allra mest ef ekkert yrði af því.
Enn á ný kristallast klénn og dapur kraftur í íslenskri fjölmiðlun. Á ég þar aðallega við RÚV og Fréttablaðið. Ég hef hvergi fundið út hvað Sigmundur Davið sagði nákvæmlega um þessi mál í þinginu í dag. ( jú,jú hugsanlega hægt að fara á vef Alþingis og allt það) Nú ef hann sagði ekkert efnislega um málið þá er það léleg og afspyrnulöt blaðamennska að hafa ekki með heimildarmönnum og vinnu fundið út hvaða vinna er nákvæmlega í gangi í Forsætisráðuneytinu.
![]() |
Forsætisráðherra fengi ekki háa einkunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2013 | 21:45
Morgunblaðið einstakt.
Það er full ástæða til að óska öllu Morgunblaðsfólki til hamingju með aldarafmæli blaðsins.
Verður að viðurkennast að maður er alltaf stoltur að hafa unnið örlítið fyrir blaðið á árum áður og kynnst nokkrum stjórnendum, blaðamönnum og ritstjórum. Fyrst fyrir tæpum 30 árum. Sá góði vinnuandi og faglegu efnistök sem þar ríktu voru þroskandi og gáfu góða innsýn í störf blaðamanna.
Ekki minnkar nú loftið i manni að hafa í tvö skipti fengið viðurkenningu frá Morgunblaðsmönnum fyrir verk unnin sem fréttaritari.
Til hamingju með 100 ára afmælið. Einstakur aldur dagblaðs á Íslandi. Og þó víðar væri leitað.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2013 | 20:38
Af stuttum kveikiþráðum og stjórnlausu tuði
Sennilega fékk all stórt hlutfall þjóðarinnar vægt taugaáfall 2008. Það
var nógu slæmt. Verra er hinsvegar að í dag þegar fólki er boðin
áfallahjálp við flest slys og misfarir (góðu heilli), þá burðast
greinilega fjöldi fólks enn með örin síðan fyrir tæpum sex árum síðan.
Óbætt. Ólæknuð.
Ekki verður annað ráðið af orðfæri og meiningum margra sem sturta
reglulega út úr skjóðum hugarfylgsna sinna með misgóðum hug og aðgát á
samskipamiðlum Netsins.
En, kannski sem betur fer, kann fjöldi fólks ráð við þessu. Það les
lítið blogg um Hrunmálefni, takmarkar fésbókina við fjölskylduna og nánustu vini, sleppir athugasemdakerfunum og
síðast en ekki síst hefur slökkt á opnum línum hjá Útvarpi Sögu.
Aðrir ( og þeir eru alltaf til) Eru lúmskt forvitnir að eðlisfari
og fylgjast með þessu öllu. Hafa jafnvel húmor fyrir æsingnum. En sem
betur fer láta ekki orðaskylmingar koma sjálfum sér úr jafnvægi nema
síður sé.
Fjölmennasta hópnum má ekki gleyma. Stór meirihluti þjóðarinnar hefur nefnilega ekki hinn
minnsta áhuga á að velta sér uppúr þessum efnahagsóförum endalaust. Það
er utan hinna áþreyfanlegu afleiðinga sem því miður við mörg þurfum að glíma
við enn í dag. Sem eru t.d. stökkbreytt lán og aðrir illir fylgifiskar.
Það sem lá að baki fyrirsagnar hér að ofan er hinsvegar orðbragð sumra
og atburðir úr fortíðinni sem virðast hreinlega með þetta klesst í sálarlífið. Mörgum ofbýður. En Íslendingar hafa innbyggða aðlögunarhæfni eftir tólf alda vist á harðbýlu hamfara landi. Við skulum vona að slíkt gagnist okkur. Einnig að stýrimenn skútunnar séu starfi sínu vaxnir.
Að allt öðru og mun meira spennandi. Hina öra þróun í smíði rafbíla er ótrúleg tæknibylting. Að geta knúið öflug ökutæki orðið með mengunarlausri orku alla leið á enda er í raun orðin mesta tæknibylting þessarar aldar þó skammt sé liðið. Tæknin er að vísu ekki ný. En þróun ökutækjanna og sérstaklega rafgeyma er hröð þessi árin. Kannski er maður að nafni Elon Musk hinn “nýi “ Henry Ford bílaiðnaðarins. Hann hagnaðist stórt í tölvugeiranum og hefur síðustu árin lagt milljarða króna í þróun Tesla rafbílsins. Niðurstaðan er öflugur sportbíll og heimilisbílar sem standast bensín bílum snúning og síðast en ekki síst draga bílar frá Tesla orðið 480 km . á einni hleðslu! Gömlu bílafyrirtækin eru farin að sækjast eftir þessum byltingar rafhlöðum og öðrum lausnum í sína framleiðslu. Maður spyr sjálfan sig hvort ekki dragi úr endingu hleðslu í íslensku norðanbáli og vindkælingu. Hugsanlega, en jafnvel þó svo væri þá er bara að gera pissustopp t.d. í Borgarnesi eða Staðarskála og fá sér hraðhleðslu á meðan.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu september 2013)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2013 | 20:32
Brossögur af Gufunni.
Jóhannes Arason var lengi þulur á Rás 1. Hann hafði þægilega og skýrmælta
rödd, örlítið hása. Áður tíðkaðist ekki að "blaðra" margt utan
þess nauðsynlega í útvarpinu. Ólíkt og í dag. Í fréttatíma var Jóhannes að lesa um einmuna
veðurblíðu á landinu. Öllum að óvörum ómaði allt í einu sterk barítón
rödd úr barka Jóhannesar er hann hóf lestur fréttarinnar. "Í dag hefur
verið... “logn og blíða sumarsól... á öllu landinu... " við þekkt
sönglag sem flestir þekkja. Hlustendur hváðu og mig minnir að
þetta hafi ratað á síður blaðanna daginn eftir.
Jóhannes þessi Arason hafði þá aukavinnu frétti ég að sitja yfir nemendum
í prófum við Háskóla Íslands. Á þeim tíma var aðeins eitt útvarp.
Ein rás, sem allir hlustuðu á. Raddir þula útvarpsins voru því inn á
heimilum allra landsmanna, inn í öllum herbergjum og allir landsmenn
þekktu þá, öfugt við það sem tíðkast í dag.Áður en prófið hófst las
Jóhannes yfir texta sem fylgdi. Þá gall við í einbeittum og
niðursokknum nemenda á einu borðinu. "Viljið þið gjöra svo vel að slökkva
á útvarpinu, rétt á meðan! "
Í auglýsingatíma var eitt sinn lesinn textinn "kartöflur með teygju,
kartöflur með teygju". Þulur gerði smá þögn. (eflaust farið að velta
fyrir sér hverskonar útsæði þyrfti í slíkt). Kom síðan aftur inn og
"sagði þul hafa lesið þessa tilkynningu skakkt"... "hér á vist að
standa korktöflur (inniskór) með teygju. Greinilegt var að hláturinn
var ekki langt undan. En á þessum árum mátti alls ekki heyrast hlátur
frá grandvörum útvarpsmönnum.
Á gamlárskvöld var sem oftar lesnar veðurfregnir og byrjuðu á
hefðbundinn hátt. " þetta er á veðurstofu Íslands" smá þögn . , og
síðan var bætt við "hvort sem þið trúið því nú eða ekki!
Eftirminnileg melding því lesturinn frá þeirri stofnun hefur í gegnum
áin verið afskaplega íhaldssamur og formfastur. Hvort þulurinn hefur
fengið sér einn lítinn i tána vegna áramótanna ,skal ósagt látið.
Pétur Pétursson þulur hafði hljómmikla og góða útvarpsrödd.. En smá “primadonna” og nokkur fyrir sér.
Eitt man ég eftir að fór greinilega í taugarnar á honum af einhverjum
ástæðum. Trúlega á sjöunda eða áttunda áratugnum fóru
þáttastjórnendur að minnast á tæknimennina. Fram að því höfðu þessir
ágætu menn verið "hálffaldir" í stofnuninni og þeirra lítt getið, þó verk
þeirra hafi í gegnum árin eflaust verið drjúg bakvið glerið. Ágæt
kurteisi og þetta er enn gert í lok þátta hjá mörgum á Rúv..En eitthvað fór
þetta fyrir brjóstið á Pétri og hann leyndi því ekki að þetta þótti honum
óþarfi af einhverjum ástæðum. Ég man að í eitt skipti sagði hann
í lok einhvers þáttar svona frekar háðslega ; "og svo þakka ég tæknimanninum fyrir að hafa
fæðst ! " ."Verið þið sæl.".
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu júlí 2013)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2013 | 10:50
Að verða háður.
![]() |
Skoða snjallsímann á 10 mínútna fresti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2013 | 21:26
Hvað með öndunarfærin?
Þetta er i raun ólíðandi. Kannski fyrst og fremst vegna þess að þetta óþarfi. Hraða þarf gerð hreinsivirkis og leggja í það fjármagn.
Hvers vegna ekki er þrýst meira á um slíkt fæ ég ekki skilið.
Varla fara jafn áþreyfanlegar eiturgufur vel með öndunarfæri fólks. Bæði heilbrigðra og tæpra að heilsu.
![]() |
Ryð og tæring í burðarvirkjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2013 | 10:34
Snilld.
Nú veit ég ekkert hvort samskonar tækni þekkist erlendis.
En þarna er íslenskt hugvit í sinni bestu mynd. " Að bjarga sér" , er 11 alda gömul hefð á Íslandi. Það reyndi á fólk í óblíðum náttúru- aðstæðum og einangrun.
Svona uppfinning er angi af slíku og hugsanlega er mannslífi bjargað í þessu tilviki.
Vel gert.
![]() |
Gæslan miðaði síma mannsins út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2013 | 23:24
Brenndir síðan síðast.
Íraksstríðið, Afganistan og bara stríðin öll síðustu ár og áratugi hafa tekið sinn toll. Aðdragandi stríðs Bush í Írak var slæm lexía. Asinn að "drífa" það stríð af áður en yrði of heitt í veðri er sérkennilegur lærdómur. Allir muna að það stríð stóð í mörg ár og kostaði gríðar mörg mannslíf vestrænna hermanna. Utan hörmunga innfæddra og endalaus hryðjuverk.
Af þessari ástæðu sýnist manni flestir ráðamenn ekki vilja rasa um ráð fram.
En framferði sýrlenskra stjórnvalda gagnvart þegnum sínum er viðurstyggilegt. Fyrir það ber að refsa. En hvort hernaður og loftárásir sé svarið, er umdeilanlegt. Viðskiptahindranir og sem mest útskúfun mætti skoða. Ráðamenn eru vestrænir í tækni og lifnaðarháttum og þætti eflaust slæmt að fara á mis við margt sem býðst.
Og afleiðingar útvíkkaðs borgarastríðs eru ljósar á þessu "heita" svæði . Hækkandi eldsneytisverð m.a. með tilheyrandi kjararýnum í mörgum heimsálfum.
Rússar sú gríðarmikla olíuþjóð myndi nú ekkert gráta slíkt. Það skýrir að hluta einarða afstöðu þeirra með Assad. Með stríðsrekstri þar hafa þeir engu að tapa. Þvert á móti myndu þeir græða.
![]() |
Breska þingið hafnar hernaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)