Ólík stríð.

Stríðin staðsett í Úkraínu og hinsvegar Ísrael og Palestínu - eru gjörólík.   

Gegnsýrt hatur í Ísrael mót Palestinu. Magnað upp mann fram af manni. Kynslóð eftir kynslóð. Samfelld illska og stöðug hefnd á báða bóga - aftur og aftur. 
Þeirri hugmynd laust niður fyrir 80 árum eftir eftir hörmungar seinna stríðs og helför Gyðinga að láta þá fá all stórt landsvæði í Ástralíu.  Gjöfult en nánast óbyggt þá. Þar gætu Ísraelsmenn stofnað sitt ríki. 

Þess í stað þótti fallandi nýlenduveldi þess umkomið að bjóða svæði mitt í landi með 2000 ára sögu og reka hluta íbúa þess í burtu.

Hefði fyrra boðið ekki orðið friðsælli lausn ? 

Í Úkraínu er drifafl morða,eyðileggingar og stríðsbrölts - klikkun i kolli aðeins eins manns. Þ.e. Putin.  Fráleitt (fyrir innrás) í upphafi að  hatur hins almenna Rússa hafi verið ástæðan. (Uppfært orðalag) 


mbl.is „Mér leið eins og ég væri að brotna niður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hægt er að taka undir skýringu þín á stríðinu á Gazasvæðinu. Skýring þín á Úkraínustríðinu finnst mér mun verri. Pútín er ekki drifinn áfram af sjálfum sér eingöngu heldur menningu Rússa sem er á þessa lund, gamla kynslóðin er stolt af sögu sinni og stór hluti ungu kynslóðarinnar einnig. Fyrir þeim, mjög stórum hluta Rússa, var hrun Sovétríkjanna hrein viðurstyggð og skömm. Pútín er að ávarpa þennan fjölda.

Ef maður skoðar sögu Rússlands sér maður marga morðóða zara og einvalda, og Pútín sómir sér vel í þeirra hópi. 

Úkraína er heldur ekki fyrirmyndarríki á vestrænan mælikvarða. Leitaðu upplýsinga hversvegna Evrópusambandið vill ekki taka við þeim inn strax. Þetta er eitt spilltasta land Evrópu og Bandaríkin nota þetta sem leppríki.

Selenskí er undarlegt sambland af draumóramanni sem dýrkar Vesturlönd og gerspilltum pólitíkusi sem fórnar þjóð sinni fyrir sjálfstæðishugsjónir sem langflestar þjóðir eru að yfirgefa eða hafa yfirgefið.

Að kalla þetta einhliða hatur Rússa eða Pútíns finnst mér mjög undarlegt. Þeir líta margir á Úkraínu sem part af Rússlandi.

Þeir sem útskýra þetta þannig að Vesturlönd og Demókratar í Bandaríkjunum sérstaklega noti Úkraínu sem leið inní Rússland og til að brjóta það niður hafa rétt fyrir sér. Það er meira en einhver Kremlaráróður eða Rússaáróður. 

Hversvegna eru fjölmiðlar á Vesturlöndum svona einhliða? Vesturlönd hafa gert Pútín verri en hann var.

 

Ingólfur Sigurðsson, 13.10.2023 kl. 01:08

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ég kalla þetta ekki hatur. Segi reyndar að það sé fráleitt svoleiðis í pottinn búið.

Innrásin var sóló eins manns.  Hann Putin var ekki undir þrýstingi þegna sinna.

Það er hinsvegar rétt að þetta eru ekki allir óspilltur kórdrengir sem stjórna Úkraína.

P.Valdimar Guðjónsson, 13.10.2023 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband