24.3.2009 | 22:36
Hugmyndaþurrð um nöfn nýju bankanna.
Enn kemur betur í ljós hve fólk ruglar saman gömlu og "nýju" bönkunum. Sem er ofur eðlilegt. Þeir heita nánast sömu nöfnunum. Steininn tók þó úr að mínu mati þegar Íslandsbanki reis upp frá dauðum fyrir skömmu. Hafa menn nákvæmlega ekkert hugmyndaflug?
Sendi eftirfarandi innlegg á bloggsíðu.;
Það var auðvitað vitað að þessar fáránlegu nafngiftir myndu valda allsherjar misskilningi aftan og framan. Og eru rétt að byrja. Gamli og nýi Landsbanki, auðvitað ruglar fólk þessu saman, telur þetta sömu stofnunina enda allt annað óbreytt. Sama starfsfólk víða og útibúin óbreytt á sínum stað.
Það þarf færri banka. Mesta lagi tvo. Og finna á þá nöfn sem eru gjörólík hinum gömlu til að rugla saklausan pöpulinn ekki endanlega í ríminu. Tal Viðskiptaráðherrans Gylfa í dag um samkeppni var bara fyndið. Halló, þetta er á herðum ríkisins. Samkeppni um hvað? Þjónustugjöld? Hvers vegna ætti eini eigandinn ríkið að hafa t.d. lægri þjónustugjöld í nýja Kaupþingi en nýja Landsbanka?
http://valdimarg.blog.is/blog/valdimarg/entry/802071
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.