Brjóstamjólkin

Danskir spekingar fundu út að brjóstamjólkin væri orðin ungabörnum stórhættuleg.  Ætti að vara hámark fjóra mánuði, ef ég man fréttina rétt.      Ástæðan væri m.a. hættuleg efni sem væru í umhverfinu og fæðu mæðranna.

 Nú er ég enginn sérfræðingur.  En margir virtir fræðimenn og stofnanir hafa borið þetta til baka síðustu daga.    Svona endemis bull nær víst að koma einhverjum í fjölmiðla og þá er líklega takmarkinu náð í sumum tilvikum.

Ekkert er betra fyrir neitt ungviði í okkar dýraflokki en næring frá eigin móður.  Þarf engan Einstein til að finna það út.  Trúlega hafa verið álíka gáfuleg "vísindi" á bakvið þegar tískan var í Afríku að hætta frekar brjóstagjöf til ungbarna snemma, en láta blessuð börnin frekar hafa þurrmjólk í staðinn.  Það tók mörg ár þar til menn áttuðu sig á því að af mörgum slæmum kostum við hjálparstarf í neyð og takmarkaðan mat, borgaði sig frekar að reyna með öllum ráðum að fæða mæðurnar eins og hægt er, en láta ungabörnin taka sína næringu gegnum brjóstamjólkina.

Svo aftur sé vikið til okkar hér á Vesturlöndum í núinu þá hlýtur að skipta máli hvers er neytt. Sem bóndi veit ég að góðri og hollri mjólk nærðu með góðu fóðri og góðu atlæti.      Sama gildir í mannheimum líkt og Jón Ársæll myndi orða þetta.   Það hlýtur að skipta máli hvernig fæðu móðurinn neytir  meðan á brjóstagjöf stendur.   Í dönsku hræðsluboðunum var minnst á óæskileg efni.    Íslenskar mæður sem eru duglegar að neyta íslensks grænmetis og íslenskra mjólkurafurða geta verið vissar í sinni sök.   Ekkert skordýraeitur er notað  í íslenskum landbúnaði.   Einnig er landið að mestu hreint hvað varðar illgresiseitur.   Þetta eru raunveruleg gæði sem skila sér alla leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband