Nú þarf að grípa í tauma.

Þegar vetrarsólin lækkar sig í neðstu stöðu og skuggarnir lengja sig útí svart myrkur gerist það.  Aðventan kemur með upplífgun í skammdegi, skraut í bæ og borg ásamt ljósum sem lífga sálaryl hjá landanum.     Þá berast fréttir af brunum.   Annir hjá slökkviliðum og þegar jól og áramót kæta geð guma aukast annir slökkviliðs enn , og því miður verða stundum hræðileg slys.     Of oft hreinlega útfrá kertalogum, sem annaðhvort gleymast eða eru á afar slæmum stöðum.

Tryggingafélögin hljóta að hafa áhyggjur, en hvers vegna sést það hvergi í fjölmiðlum?     Árangur hefur náðst með sláandi  myndskeiðum og fræðslu gegn umferðarslysum.   

 Á aðventu og um jól/áramót  þarf að halda úti stöðugri fræðslu og aðvörunum til almennings.  Þetta gengur ekki.  

Ég veit að sjálfsögðu ekki alltaf um eldsupptök.  Þau geta að stundum verið óviðráðanleg.  En fjöldi bruna í íbúðarhúsum um þetta leiti árs getur ekki verið tilviljun.


mbl.is Slapp ólétt út úr brennandi íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband