Atvinnumálin .

Efnahagsstaða ríkisins er mesta furða eftir öll ósköpin sem á hafa dunið.  Þá meina ég ganginn frá degi til dags.   Vöruskiptajöfnuður er hagstæður, og framleiðsla hér bæði skapar dýrmætan gjaldeyri og sparar hann.     Í fyrra dæminu má nefna fiskinn, stóriðjuna og ferðamannabransann.  Í seinna dæminu má nefna landbúnaðinn og aðra innlenda iðnframleiðslu.

Allt þetta skiptir máli fyrir öflugt þjóðfélag og alvöru tekjumyndun.  

En ef að ekki tekst að efla fjárfestingu og fleiri sprota í atvinnumyndun þá festist hér í sessi 10 til 15% atvinnuleysi.   Það er algjörlega óásættanlegt.

      Atvinnuleysið er staðreynd vegna þess að mun færri hendur þarf í öfluga framleiðslu nú, heldur en fyrir 20 til 40 árum síðan. Allt vegna nútíma tækni, sérhæfingar og í sumum tilvikum hagræðingar þrátt fyrir allt.  Einnig kallar aukin menntun síðustu áratuga á sérhæfingu.  Hún veldur því að fólk þiggur ekki þá vinnu sem býðst.    Ég get nefnt sem dæmi að þá gistum við hjónin á geysilega flottu nýju hóteli hér á landsbyggðinni fyrir nokkrum mánuðum. Það vakti athygli okkar að  meirihluti þjónanna var pólskur og annað starfsfólk flest frá fyrrum austantjalds löndum að sjá.

Við eigum gnótt tækifæra.   Það er sótt í fjárfestingu hér erlendis frá.  Ég vil ekki sleppa hér öllu lausu.  Öll þjóðin er brennd af því. En hættum að þverskallast með krónísku flækjustigi gegn þeim tækifærum sem þó bjóðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband