Ögmundur er ákvarðanfælinn.

Maðurinn með einn stærsta titil Íslandssögunnar (allavega síðan Hannes Hafstein var og hét)  Ögmundur Jónasson  Innanríkisráðherra stendur ekki enn undir nafni.

Ég hef stundum haft jákvætt álit á Ögmundi.  Fram til þessa alltaf vitað hvar hann stendur og oft hefur hann haft sterka sannfæringu.

En hann virðist ekki virka alveg jafn vel loksins þegar völdin poppa upp í hendurnar á honum.

Afskaplega leið honum illa sem heilbrigðisráðherra og sýtti það örugglega ekki að hætta áður en stórtækur niðurskurður varð staðreynd.  Vildi greinilega ekki verða boðberi þeirra tíðinda.

Hugmyndir um veggjöld sumsstaðar og sumsstaðar ekki hljóma illa.

Í málefnum lítils barns á Indlandi sem staðgöngumóðir gekk með, er vandræðagangur. Að sögn stendur nú einungis á vegabréfi fyrir barnið frá hinu hæstvirta innanríkisráðuneyti.  

Slæmt ef satt er.


Óþarfi

Ráðherra menntamála sýndi lítinn kjark með því að beita Stöð 2 ekki meiri þrýstingi.

Þetta er alveg óþolandi að vinsælasta íþróttagrein þjóðarinnar verði ekki opin almennningi til sýningar. Það eru samt alveg bullandi tekjumöguleikar hjá þessu síupprisna "banka"-fyrirtæki Jóns Ásgeirs.  'Áhorfið er það mikið að auglýsingatekjur gætu skilað  gríðar miklu, jafnvel þó útsending væri opin.


mbl.is „Verið að læsa HM í kústaskáp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp með ermarnar.

"Skapa sátt um sjávarútvegsmál".

Þetta er "drauma"  inntak flestra sem fjalla um fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi.  Hljómar vel.  Margir hafa þetta á vörum, Menn tala um þetta blítt eins og hvítasunnusöfnuður í bænastund.   Í næstu setningu eru síðan útgerðarmenn, formenn báta og skipa, allir þeir sem fylgt hafa íslenskri löggjöf innan þessa fiskveiði kerfis, úthúðaðir sem hálfgerðir glæpamenn og kallaðir þeim flestu verstu nöfnum sem  fyrirfinnast.  Samt hefur enginn brotið lög, enda eftirlitið strangt.

Ég hef efasemdir um að nokkurn tímann verði sátt um kerfi  sem takmarkar sókn.  Þar sem sumir fá , en aðrir ekki.  Trúlega býsna mikil draumsýn. Ástæðan?, jú  þessi auðlind verður aldrei aftur galopin fyrir sókn.    Ýmsa agnúa á því kerfi sem tíðkast hefur má þó laga. Sjálfsagt að reyna við þá i mestu mögulegu sátt, sem hægt er.

  Ég þá skoðun að það sé rangt að þjófkenna og tala niður snjalla útgerðarmenn sem löglega, innan núverandi kerfis hafa byggt upp eitt arðsamasta veiðikerfi sem þekkist. Sérstaklega hvað varðar nýtingu skipaflota, tækninýjungar og meðferð afla. Okkur er illa farið aftur ef enginn má hagnast lengur á löglegan hátt.Hitt er jafn ljóst að kostnaður við kerfið er mikill og veðsetning aflaheimilda var vafasamur gjörningur og leiddi til of mikillar skuldsetningar.

Ég er líka þeirrar skoðunar  (telst eflaust af einhverjum klofinn þess vegna)  að það sé rangt að fámennar sjávarbyggðir séu sviptar lífsbjörginni.  Það er frumbyggjaréttur að staðir með nýtanlega hafnaraðstöðu sem liggja vel við fiskimiðum geti sótt fisk á smærri skipum í sjó.   Sáttin verður að felast í  hvorutveggja.  Lágmarksrétt strandbyggðanna. Að eyða óvissu hjá stærri útgerðarfyrirtækjum. 

Þó að gallar og vægðarleysi hafi sumpart falist í núverandi kvótakerfi er ekki hægt að kenna því um allt. Aflamagnið síðustu áratugi hefur svo snarminnkað í bolfisktegundum að auðvitað hefði það snert ótal marga, hvaða kerfi svosem hefði orðið fyrir valinu.

Í dag snýst þetta líka mest um veiðimennsku.  Vinnsla sjávarafla er vissulega enn stór, en Íslendingar sækjast ekki eftir þeirri vinnu lengur.   Vinnuaflið er erlent að stórum hluta.  Gríðar magn er flutt ferskt út.   Því er vandi margra minni staða líka breyttir atvinnuhættir.  Mun hærra  menntunarstig en á árum áður og sókn fólks í aðrar atvinnugreinar en sjávarútveg.    

Hitt  er aftur ljóst nú eftir að "allt í plati" hagkerfið setti sig sjálft og þjóðina á hausinn, að sjávarútvegur er enn sem áður undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.

 

 

 


mbl.is Björn Valur vill fara sáttaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira púður.

Því miður rættist þessi spádómur í síðustu færslu ársin og slys urðu af völdum flugelda og blysa.

Þurfti reyndar ekki mikla spádómsgáfu til, því miður.  Svo algeng eru vægari slys kringum sprengingar.  En sem betur fer eru alvarleg og varanleg slys sjaldgæf miðað við allt magnið.

Samt óviðunandi að á hverju ári hljóti nokkrir örkuml af þessum sökum.   Ég tel því að skylda ætti söluaðila enn meira að vara við og segja frá þeim hættum sem fylgja.  Það fælist í ítarlegum leiðbeiningum og viðvörunum á besta auglýsingatíma í fjölmiðlum.    Kostar eitthvað, en þeir sem hagnast vel af þessu verða að gera eitthvað á móti.


Púðurforvarnir.

Árlega verða mörg  slys sem rekja má til fjöldanotknunar landsmanna á flugeldum. 

Svo ég verði ekki misskilinn.  Ég hef mjög gaman af því að fylgjast með litríku dúndrinu á gamlárskvöld og skaut sjálfur til skamms tíma.

En alltof mörg slys hljótast af og margir bíða þess aldrei bætur.

Mér finnst skora aðvaranir í fjölmiðlum.  Alltaf komar nýir óreyndir árgangar inn.  Alltaf er það jafn spennandi hjá einhverjum virkum ungum drengjum að tæma púðrið og koma því í önnur ílát.  Jafnvel járnrör.  Stundum með skelfilegum afleiðingum.  Einnig kemur fyrir að óvarlega er farið með og leiðbeiningum ekki sinnt.

Það mætti skýra út  hve alvarleg slys geta orðið.   Einnig mættu einhverjir vitna sem orðið hafa fyrir slysum, fengjust þeir til þess.

Forvarnir eru alltaf ódýrastar fyrir alla.  Jafnvel þó sumar hljómi sem tugga.


Kostakýrin Grána.

Grána 181 er öll. Átti 9 kálfa og mjólkaði milli.60 og 70 þúsund lítra. Hún var mikill fyrirmyndargripur. Bæði afurðarmikil, fallega grá á litinn,vel byggð,með gott júgur,hraust, greind, þæg og afskaplega skapgóð. Algjör draumagripur.  Bjó yfir því samblandi af þeirri greind og næmni sem nokkur nautgripur getur náð.   

Faðir Gránu var Rosi fæddur 1997. Hún var sú langelsta í hjörðinni og því efst í virðingarstiganum.Bæði gagnvart aðgangi að heyi,kjarnfóðri og öllu sem kýr fær notið. En þetta notfærði hún sér aldrei.Þvísíður hnubbaði hún nokkru sinni nýjar og óreyndar kvígur í hjörðinni sem stundum þvælast fyrir.    Eitt var hennar sérkenni. Hún var afskaplega mikil móðir og átti nánast skuldlaust alla kálfa sem fæddust. Fylgdist með öllu í ungkálfastíunni, en samt ekki með hávaða og látum.

Alltaf vissi hún á sumrin hvaða blett skyldi beita þann dag. Hafði þar næmni mikla,eða vissi nákvæmlega hvað sá sem beitti hafði í huga þann daginn.

Hún hefði getað átt fleiri kálfa,en frumutal var orðið nokkuð hátt. Einnig var stirðleiki og trúlega gigt undir það síðasta, byrjað að há henni.   En doða varð varla vart öll þessi ár.

2007_0611Grána070057


Gleðileg jól.

 Ég sendi öllum bestu óskir um gleðileg jól. 

 Þakka fyrir innlitin hingað á bloggið.

november_2010_031.jpg

 


Vildum við annað verra í staðinn?

Allt er þetta eflaust rétt í fréttinni.

En hin hliðin er sú að ef þetta hefði ekki gerst væri hér þunglamalegt, miðstýrt og ósveigjanlegt  hagkerfi.  Fyrir utan að fjölmargar aðrar stórar myntir hafa líka rýrnað stórt á jafn löngum tíma.

Atvinnuleysi hefði í efnahagslægðum (sem alltaf koma með óreglulegu millibili)   náð miklu hærri prósentutölum en við sjáum nú.  Alvarlegast er þó hve miklu minni gjaldeyri við fáum fyrir útflutning okkar í kreppum.

Vegið salt, er sveigjanlegur gjaldmiðill skárri kostur.  Hann kemur okkur og almenningi betur þrátt fyrir allt.

Hinsvegar.

Það er hægt að klúðra málum stórt.  Öll vitum við að það gerðist hér.  Ný og agaðri peningastefna er lífsnauðsynleg.  Við þolum illa annað hrun.     Þar má margt breytast til batnaðar og eflaust má umbylta mörgu tengt peningastjórnun og krónunni.   Óbeina tengingu við gullfót eða "stabílar "myntir til að freista þess að stöðugleiki haldist sem mestur.   

En  sveigjanleika okkar nú geta samt Írar, Grikkir og Spánverjar öfundað  okkur af núna svo dæmi sé tekið.

Höfum samt í huga að veiðmannaþjóðfélag mun alltaf búa við sveiflur.

  Það er ekki lögmál heldur okkar eigið  klúður hve við missum sífellt tök á verðbólgu.


mbl.is Rýrnun krónunnar 99,95%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur Alþingis ?

Virðing og á alþingismönnum og stjórnvöldum er í sögulegu lágmarki samkvæmt öllum könnunum.Kemur kannski ekki á óvart eftir allt sem á undan er gengið.

Mikið er rætt um hvað þingið stendur halloka gagnvart framkvæmdavaldinu og margt til í því. Ótal dæmin sanna það.

Sú vending sem  nú er staðreynd í Icesave máli er hinsvegar að mínu áliti prik fyrir þingmenn.

Andstaða og málþóf gegn fyrri samningum hafði sitt að segja.   Það var sá stuðningur sem minnihluti þingsins gat í stöðunni beitt sér fyrir.      Hvað var hinsvegar lokaástæðan fyrir afstöðu Forsetans að synja málinu staðfestingar skiptir ekki öllu máli.  (Indfence, undirskriftir os.frv. )

Það má alveg hrósa þeim sem eiga það skilið.   Afstaða fjármálaráðherra og forsætisráðherra til þess samnings sem nú liggur fyrir , er aftur á mót dæmigerð.    Allt að því hrokafull, og enginn viðurkennir rangt stöðumat  og flumbrugang á fyrri stigum.


Eru þau nauðsynleg?

Velti fyrir mér hvort að við okkar aðstæður sé rétt að ráðast í gerð þeirra jarðganga sem óttast er að verði ekki notuð?

Veit ekki sjálfur, en er hugsi yfir því.  Sá einhversstaðar að yfirvöld vegamála telja jafnvel nauðsynlegt að loka "hinni leiðinni"   af því að óttast er að umferð um göngin verði ekki næg. (!)

Nú er ég hættur að skilja.

Tek samt fram að ég samgleðst innilega yfir nýjum göngum til Bolungarvíkur og víðar á hættulegum slóðum.

Get nefnt sem dæmi að hér  þurfa foreldrar að senda börnin sín með skólabíl eftir aurugum, holóttum malarvegum á hverjum degi.    Því mætti alveg horfa útfyrir rammann ef hugmyndleysið er algjört við að koma út peningum í nauðsynlegar vegaframkvæmdir að mati yfirvalda.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband