19.4.2011 | 22:40
Ný bankaföll?
Gangi þessi dómur eftir,ofan á bæði íbúð og bílalán breytist staða bankanna og fjármögnunarfyritækjanna enn.
Í bókahaldi og eignasafni er gengið útfrá öðrum tölum. Þannig að nú breytist margt.
Mun enn á ný þurfa að opna gáttir þurrbrjósta ríkissjóðs til björgunar ? (sparisjóðir .ofl.)
Reyndar er staða bankanna þokkaleg eftir vaxtaaustur þar inn síðustu ár. En fjármögnunarfyrirtækin eru tæpari.
![]() |
Fagna fjármögnunarleigudómi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2011 | 17:55
Eftir Icesave.
Hvað skyldu margar fyrirsagnir í bloggheimum hafa haft þetta sparireikninganafn síðustu ár? Örugglega óteljandi.
Þó ég segi já um síðustu helgi og nei-ið yrði ofan á, þýðir ekkert framlengt fýlukast í framhaldinu. Slíkt gengur bara ekki upp.
Ég skil ekki ólund þeirra (okkar) sem urðum undir. Nú er bara að fylkja sér undir málstað Íslands og kynna stöðu málsins.
Auðvitað var ekkert rétt eða rangt í þessum kosningum. Aðeins kalt mat á ólíkum leiðum til að loka þessu máli.
Nú er svokölluð dómstólaleið að líkindum framundan. Séu íslensk stjórnvöld í hlutverki plötusnúða má sjá Jóhönnu og Steingrím fyrir sér sveitt að snúa plötunni við einn ganginn enn. Það vefst greinilega ekki fyrir þeim þó þeirra leiðum í þessu máli sé hafnað slag í slag af þjóðinni.
En illa er þeim lagið að tala kjark og bjartsýni í landsmenn. Við aðstæður sem sjaldan hafa kallað meira á slíkt.
Það er talað um "já" fólkið og "nei" fólkið í bloggheimum og víðar nú eftir kosningar. Því þarf að hætta fljótt. Algjörlega glatað að flokka fólk þannig áfram. Leiðin var valin. Hún er ekkert endilega greið. En Íslendingar eiga enga aðra leið en að sameinast um hana.
Og fyrir alla muni fara að hugsa um eitthvað annað brýnna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2011 | 12:56
Eldsneytissparnaður.
Það var athyglisvert viðtal á Rás 1 i morgun við starfsmann FIB Stefán Ásgrímsson.
Umræðuefnið var sparnaður á eldsneyti í akstri.
Stefán kom inná ýmis atriði en gaf ekki mikið fyrir nýjustu "vetnisstautana" sem ku eiga að spara ómældar upphæðir fyrir bíleigendur.
Hann minntist á hitara. Rétt að þar væri án efa góð leið til mikils sparnaðar á Íslandi. Meirihluti bíleigenda keyrir sig í vinnu það stutta leið að bíllinn er vart orðinn fullheitur þegar í hana er komið. Á kaldari dögum fer hinsvegar mikil orka í að ná bílnum í gang og síðan að hita allan pakkann. Vélina, smurolíur,miðstöðina og vatnið. Í allt þetta fer orka og okkar rándýra eldsneyti.
Til viðbótar má nefna þann einfalda hlut að nýta kynntar bílageymslur þegar þær eru til staðar. Gott tak í afturenda síns sjálfs og drífa sig í að taka til í bílskúrnum svo bíllinn komist inn, getur margborgað sig.
Viðtalið má heyra hér.;
http://dagskra.ruv.is/ras1/4552269/2011/04/06/1/
Dægurmál | Breytt 7.4.2011 kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2011 | 22:45
Gnarrinn kominn í skotgrafir.
Þar gerðist það.
Þeir enda allir svona (pólitíkusar) þrátt fyrir fögur fyrirheit. Oft á tíðum
Þetta verður merkileg stúdía með Gnarrinn. Hvenær nákvæmlega dettur hann (datt hann) í að tækla umhverfið, gagnrýnina og umræðuna líkt og kollegar hans hafa flestallir gert. Kannski núna.
Ég meina þá að verða viðkvæmir fyrir gagnrýni. Kvarta undan henni án rökstuðnings. Gera andstæðingum sínum upp annarleg sjónarmið. Eða andmælendum gjörða sinna.
![]() |
Hörð skrif gegn borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 21:58
Ofspiluð dægurlög á RUV og víðar.
Með vissu millibili finnst mér íslenskum dægurlögum hálfslátrað með ofspilun í íslensku útvarpi.Þeir eru nokkuð slæmir með þetta á Rás 2 , af einhverjum ástæðum.
Nýjasta dæmið er "haglél" með Mugison. Það bókstaflega þagnar ekki. Afleiðingin er sú (í mínu tilviki) að maður er búinn að fá leið strax á þessu stórgóða lagi og flutningi.
Mörg önnur dæmi má nefna úr fortíðinni. Reyndar kvarta tónlistarmenn ekki yfir þessu sjálfir. Af skiljanlegum ástæðum því enginn slær hendinni á móti tikkandi stefgjöldum í budduna sem fást við hverja spilun.
Utan einn. Magnús Eiríksson er hreinskilinn maður. Hann lýsti því vel hvernig " Ég er á leiðinni" með Brunaliðinu, var spilað í spað hér um árið. Hafði orð á að lagið hefði verið hálfeyðilagt með því. Það má eiginlega til sanns vegar færa.
Ég get nefnt fleiri dæmi af Rás 2. Gríp hratt um OFF takkann þegar eftirfarandi lög heyrast; "íslenskir karlmenn" og "Út í Eyjum" , með Stuðmönnum. "Reykjavíkurnætur" með Megasi. Þetta hefur ekkert með gæði þessara laga að gera. Aðeins hugmyndafátækt í lagavali með þessum góðu tónlistarmönnum. Þessum lögum þarf að gefa margra ára frí í spilun til að laga stöðuna. Sem þýðir ekki að þessir tilteknu tónlistarmenn séu sveltir. Nóg er til annað gott og frambærilegt fyrir áheyrendur.
Dægurmál | Breytt 4.4.2011 kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2011 | 10:33
Landbúnaður og báknin.
Eftirfarandi spannst a vef Egils Helga á Eyjunni. Af einhverjum misskilnum ástæðum halda einhverjir að íslenskir bændur séu læstir inní einhverju stóru bákni.
Þó margt megi alltaf bæta,er það mikill misskilningur miðað við það sem býður okkar ef verður af inngöngu í ESB.
Sendi eftirfarandi inn;
Þetta tal þitt Egill um bákn í kringum íslenskan landbúnað er algjörlega út í hött. Enda alltaf órökstutt.
Hinsvegar er unnið hörðum höndum að aðlögun. Aðlögun að kerfi ESB. Og þá fá nú bændur og almenningur fyrst að kynnast bákni. Bændur og samtök þeirra hafa alveg kynnt sér reynslu kollega þeirra í öðrum löndum af því.
Væri "niðurnjörvun" jafn mikil og af er látið væri ekki jafn mikið líf og fjölbreytt vöruúrval af íslenskum landbúnaðarvörum á góðu verði. Bændur og framleiðsluvörur þeirra hafa dregið vagninn síðustu ár við að minnka verðbólgu og halda aftur af verðhækkunum. Það staðfesta hagtölur. Sem framlag hafa þeir að hluta gefið eftir laun sín og ekki náð að fylgja eftir verðhækkunum á aðföngum erlendis.
Þegar eru hinsvegar byrjaðar að þenjast út (hálf) íslenskar eftirlitsstofnanir sem auka skriffinsku og flækjustig í alla enda við alla framleiðslu. Þó sumt sé til bóta , er þetta mest gert til að þóknast misvitrum reglugerðasmiðum meginlands Evrópu uppölnum í krónísku bákni.
Dægurmál | Breytt 29.3.2011 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2011 | 23:31
Að viðurkenna stærðir.
Stoltið og innistæðulausa montið sem Íslendingar höfðu komið sér upp í g(r)óðærinu títtnefnda loðir enn við víða.
Maður hefur á tilfinningunni að stór hópur fólks bíði eftir að við smellum aftur í sama gírinn og fyrr. Sem er fráleitt æskilegt í öllu tilliti.
Íslendingar gleyma hve þjóðin er fámenn. Vilja ekki horfast í augu við það. Stór hópur er of upptekinn af því að vera heimsborgarar og því hvað útlendingum finnst um okkur.
Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur er ofurseldur deilum um hver má veiða. Enginn hefur áhuga á aflabrögðum eða afkomu útflutningsgreina. Hvorttveggja gengur vel nú um stundir en flestum er sama. Því ber þó að fagna á þessum nýkreppu tímum.
Áður fengu greinar líkt og sjávarútvegur og landbúnaður inni í Ríkisútvarpinu en ekki meir. Allan fyrri hluta dagsins er troðið inn í hlustir tugþúsunda fólks áhugamáli nokkurra krakka á Reykjavíkursvæðinu. Nánar tiltekið popp og rokkunnenda. Þátturinn Virkir morgnar (sem reyndar lýtur stjórn skemmtilegs fólks) og Popplands eru ofurseldir þessu á besta hlustunartíma. Engar fréttir úr atvinnulífi, aflabrögum eða slíku. Við fjarlægjumst lifibrauð okkar en i okkur er troðið fánýti.
Sem kann að vera gott i bland en ekki í ofurskömmtum.
Hinn möguleikinn er að hlusta á útvarpsstöð sem nokkrir nöldurseggir einoka og tyggja sama skroið dag eftir dag.
Sækjum á ný mið í atvinnulífi og menningu. Fyrir alla muni. En viðurkennum og sýnum afkomendum okkar hvað skapar verðmætin. Aðeins þannig vitum við hvað veldur þessari á bilinu 10 til 20. bestu hagsæld í heiminum, þrátt fyrir allt.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2011 | 14:44
Tímamót í íslensku sjónvarpi.
Varð vitni að rökræðum tveggja manna í Silfri - Egils um væntanlegar kosningar um ísseif. Skiptust þar á skoðunum Vilhjálmur Þorsteinsson og Jón Helgi Egilsson.
Þeir settu mál sitt fram af rökvísi, án stóryrða, án persónulegra ávirðinga, án dylgna, án skammaryrða,án þess að hækka róm, án þess grípa frammí fyrir hvor öðrum, án samsæriskenninga og án leiðinda.
Samt komst allt meginefni þeirra beggja vel til skila.
Burtséð frá málefninu þá verður þessi hálftíma umræða vonandi skylduáhorf hjá þeim sem ástunda pólitík eða aðra almennings umræðu hér á ísa köldu landi.
Verði fyrrgreindar umræður til eftirbreytni mun landið rísa hjá mörgum og allavega miklum núverandi leiðindum verða afstýrt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2011 | 12:47
Hamfarir af öllum gerðum
Jarðskjálftinn í Japan 11. mars var ógnvænlegur og hrikalegur fyrir landið og íbúana.
Þessi duglega þjóð byggir vönduð hús að sjá sem eru hönnuð með jarðskjálfta í huga. En ekkert fær staðist gríðarlegar flóðbylgjur sem fylgdu í kjölfar skjálftans þegar jarðflekar skruppu hvor ofan á annan. Hér hinsvegar gliðna þeir í sundur.
Kjarnorkukverin virðast viðkvæm fyrir skjálftunum. Er í raun óskiljanlegt að þau séu ekki hönnuð og byggð með a.m.k. 150% öryggi í huga og gert ráð fyrir hinu allra versta. En vera kann að slíkt sé algjörlega ómögulegt. Ef svo er þá er kjarnorkan varla áhættunnar virði. Allavega á jarðskjálftasvæðum
Það er sagt að þarna verði aldrei nýtt Chernobyl. Hver sem geislunin verður er þarna þó algjörlega ólíku saman að jafna. Ástæðan er hversu gríðarlega þéttbýlt er í Japan. Það magnar alla áhættu. Hvað verður um landbúnað og akuryrkju á stórum svæðum?
Hér má hinsvegar sjá afleiðingar flóðbylgjunnar á nokkrum stöðum. (copy / paste )
http://edition.cnn.com/2011/WORLD/asiapcf/03/12/japan.before.after/index.html?hpt=C2#
![]() |
Með alvarlegustu kjarnorkuslysum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2011 | 17:57
Facebook og Twitter breyta ástandi og samskiptum.
Nýir samskiptavefir hafa breytt mannlegum samskiptum í heiminum síðustu ár og misseri.
Tölvupósturinn sem er ekki gamalt fyrirbæri.
Og nú á allra síðustu tímum vefir eins og Facebook og Twitter. Fasbókin er talin leika lykilhlutverk hjá ungu fólki í Egyptalandi og víðar við byltingar í stjórnarfari síðustu vikur og mánuði.
Nú síðast hefur Fasbókin varnað ringulreið og óvissu þegar símkerfið var meira og minna lamað i Japan eftir hina gífurlegu jarðskjálfta og flóðbylgjur sem gerðust í gær 11.mars 2011. Netsamband hélst víst mjög víða þó símkerfið hryndi sem auðveldaði öll samskipti.
Gott þegar tæknin virkar. Og jafnvel enn betur en til stóð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)