31.5.2011 | 21:12
Orkubúskapur Þjóðverja.
Sú ákvörðun þýsku stjórnarinnar að hætta með kjarnorku sem aðalorkugjafa innan fárra ára mun hafa mikil áhrif. Ekki aðeins hjá þeim sem haft hafa ímugust á þessari aðferð sem skilur eftir sig mengandi hráefni sem er hættulegt i milljónir ára. Geislavirkan úrgang sem þarf að koma í geymslu helst í jörðu. En þversögnin samt sú að kjarnorkuver menga ekki haldist þau heil. Slíkt er samt áhætta sem fólk vill ekki taka. Sérstaklega eftir hamarinrnar í Japan.
Þessi ákvörðun mun kalla á gríðarlegar fjárfestingar. Og það hjá þjóð sem fer yfirleitt gætilega í hlutina en er efnahagsrisi í Evrópskan mælikvarða. Ef ég vildi græða og ætti slatta af peningum myndi ég hefja framleiðslu koltrefja hér innanlands. Það er aðalhráefnið í hina gríðarlega stóru vindmylluspaðasem knýja hinar orkuframleiðandi myllur.
Að einhverju leyti mun þetta hafa áhrif á íbúa. Ef einhverjum finnst sjónmengun fylgjandi vatnsorkuverum þá er það hátið miðað við gríðarstórar vindmyllur sem einnig fylgir hávaði og hvinur.
Myndbrotið sem hér fylgir sínir nokkar myllur á fullu í austurhluta Þýskalands. Nánar tiltekið við Tékknesku landamærin stutt frá smábænum Oydin. Á þessu svæði voru áður miklar brúnkola námur sem nú eru nær uppurnar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2011 | 20:17
Gísli á Uppsölum.
Fullorðnu fólki er enn í ferskum minni heimsókn Ómars Ragnarssonar árið 1981 til einbúans Gísla á Uppsölum í Selárdal.
Gísli var alls ótengdur við nútímann og hjólið ekki einu sinni tekið í notkun við búskapinn. Þjóðin horfði forvitin og hissa þegar Ómar hóf spjall við þennan mann. Hann hafði ekki hugmynd um hvaða sköllótti strákur Ómar sjálfur var og er. Þessi þáttur sló í gegn. Síðan vatt þetta uppá sig. Ég man að Jón Páll Sigmarsson kraftajötunn fór eitt sinn með Ómari að færa Gísla sjónvarpstæki að gjöf og annað í þeim dúr. Kannski leið Gísla betur eftir þetta. Sem betur fer sýndi hann þessu vissan áhuga.
EN.
Þeir sem sáu kvikmyndina Fílamanninn sáu að sumu leyti líkar aðstæður. Þá meina ég að þvi leyti að þeir sem ýttu honum fram fyrir ásjónu almennings böðuðu sig að sumu leyti sjálfir í frægðinni með honum. Ekki illa meinandi, en samt.
Viðtalsþáttur Ómars,Stiklur, sló í gegn. Almenningur hafði mikinn áhuga á að sjá inn í heim einbúans og fylgjast með nánast algjörum "steinaldarmanni".
Hin hliðin á þessu er hin skakka sýn á fortíðina, og jafnvel líf fólks í dreifbýlinu, sem fylgdi í kjölfarið. Þeir sem ekki þekktu betur til héldu að Gísli sýndi hvernig fólk lifði á öldum áður. Margt var þar fjarri sanni.
Þorbjörn Broddason prófessor í félagsfræði kemur einnig með annan vinkil í Sunnudags Mogganum 22.maí sl.;..."Þarna er maður sem hreinlega er fatlaður, utanveltu og veit ekkert hvaðan hvaðan á sig stendur veðrið. Þá kemur allt í einu einhver maður að sunnan með græjur og eltir hann um túnið og hann hrökklast undan honum eins og sært dýr. Mér fannst þetta óskaplega sorglegt, var misboðið og var alveg gáttaður þegar ég sá undirtektir fólks...
Ég get á vissan hátt tekið undir með Þorbirni. Þessi minni hafa verið tekin fyrir bæði i bíómyndum og bókum.
Auðvitað var samt mjög sérstakt "að finna" svona einstakan mann þegar jafn langt var liðið á síðustu öld.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 14:24
Nú er það svart maður.
Velti fyrir mér hvort þetta orðatiltæki; "nú er það svart maður", hafi ekki orðið til við svipaðar aðstæður.
Þetta hefur nefnilega gerst áður á Íslandi.
En hugurinn er hjá bændum og skepnum þeirra við þessar aðstæður.
![]() |
Voru tvo tíma yfir sandinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2011 | 23:46
Gos.
Aftur og nýbúið. Nú gos í Grímsvötnum
Þessi mynd sínir öskustrókinn væntanlega séð frá Höfn í Hornafirði. Mögnuð mynd sem birtist á visir.is
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 14:12
Eivör. Segja það rétt.
Hin dáða færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir var í viðtali á RÁS 2 í morgun.
Þáttastjórnendur tveir kölluðu hana Eivöru eins og flestir íslenskir fjölmiðlamenn. Með henni var í spjalli María Ellingsen leikkona sem er af færeyskum ættum. Hún kunni hinsvegar að bera nafn hennar rétt fram. Sem er vissulega Eivör, en borið fram "Ævör".
Hvers vegna getur enginn lært þetta? Mér finnst þetta viss óvirðing við hana að geta ekki lært jafn einfaldan hlut og að fara rétt með nöfnin á okkar næstu nágrönnum með náskylt tungumál.
Velti fyrir mér ef hún væri bandarísk söngkona, ja þá myndu útvarpsmenn örugglega vanda sig rösalega á framburðinum.
Ég man að Eivör var stundum að leiðrétta þetta þegar hún var að byrja í bransanum, en er greinilega löngu búin að gefast upp á því.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2011 | 17:48
Hvað með ESB umfjöllun?
Get tekið undir hvert orð í gagnrýni Ólínu í lok þessarar fréttar, burtséð frá kvótafrumvarpinu.
En hvað með umfjöllun um ESB umsókn Íslands á RUV? Jú,hún er einhliða.
Fjallar um þá sem eru hlynntir umsókn nær eingöngu og þeirrra málstað.
Þar má nefna þætti eins og Spegilinn og Vikulokin.
Slagsíðan er áberandi og viðhorf flestra fréttamanna skína í gegn. Það er vægast sagt ekki nógu fagmannlegt. Er það annars ljóður á annars oft vandaðri umfjöllun um innlend og erlend málefni.
![]() |
Gagnrýnir fréttaflutning RÚV |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2011 | 22:01
Hvernig hefðu Ömmi og Steingrímur látið?
Velti fyrir mér hvernig umræðan hefðu verið í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum, hefðu atburðir kringum mál íranska flóttamannsins Mehedi gerst með öðrum stjórnarherrum.
Ber ekki fagráðherra alltaf ábyrgð þegar svona mál koma upp? Ég hélt það.
Þá meina ég ekki á gjörningnum sjálfum eða neinu því tengdu. Heldur að svara fyrir stjórnsýsluna og seinlætið sem fellst í því að enn eftir 7 ár er málið óleyst og skýr svör ekki fengin.
Sé fyrir mér Ömma, Steingrím og fleiri húðskamma stjórnvöld. Einnig fjölmarga fjölmiðla. Þeir þaga þunnu hljóði. Nú heyrist hinsvegar ekki í neinum svo teljist geti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2011 | 22:31
Klúðurslegt pr.
Afskaplega ferst þeim óhönduglega að skýra rétt frá þessum atburðum í Hvíta húsinu. Útskýringar hljóma skringilega.
Vígið sjálft þarf vart að koma á óvart. Enda verið opinbert markmið síðan fljótlega eftir 11. september 2001. Fór aldrei leynt, heldur ljóst allan tímann.
En að útskýra frá öllum málsatvikum satt og rétt strax var nauðsynlegt. Hitt bíður hættunni heim að æsa upp öfgamenn.
Hitt er annað mál að hugur hins almenna íbúa á þessum slóðum og nágrannaríkja, er við annað þessa dagana.
![]() |
Osama bin Laden var óvopnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 21:32
Verksmiðjubú.
Það er misskilningur og oftúlkun að halda því fram að hér á Íslandi séu orðin til svokölluð verksmiðjubú hægri vinstri.
Ef svo er, vantar illilega hástigs lýsingarorð sem lýsa stórbúum víða erlendis sem eiga lítið skylt við hefðbundinn landbúnað líkt og stundaður er hér á Íslandi.
Vissulega hafa búin stækkað og þeim fækkað á síðustu árum. Hér eru orðin til nokkur bú í stærri kantinum, svona á norrænan mælikvarða, en ekki lengra.
Ég sá eitt sinn nákvæma sýningu í máli og myndum frá heimsókn í nautaeldis fjós eitt í Bandaríkjunum. Veit ekki hvort ég hefði lyst á nautasteik þar í landi eftir þá heimsókn. Gripirnir skiptu þúsundum. Hvorki gras né hey fór í þeirra kjaft. En vörubílar sturtuðu kornmeti reglulega í átplássið. Af ýktu útliti gripanna að dæma fannst manni ekki ólíklegt að hormónar hefðu laumast með í fóðrið eða eftir öðrum leiðum. Mykjan hlóðst upp og var viðvarandi vandamál í stórum opnum þróm. Enginn hvati var til að nýta hana almennilega, né vilji til að keyra hana langar leiðir sem áburð á akra.
Íslensk fjárbú eru lítil. Miðað við áströlsk og nýsjálensk bú eru þau agnarsmá. Þar er raunverulega lausaganga búfjár ef hægt er að kalla slíkt. Burðarhjálp er ekki stunduð á stærstu búum í þeim löndum. Ástæðan er sú að bóndinn kæmist aldrei yfir slíkt vegna víðfemis og búfjárfjölda. Þannig er ýmsu fórnað á altari stærðarinnar miðað við það sem gengur og gerist hérlendis við allar venjulegar aðstæður.
Íslenskum svínum hentar ekki útivera í stórum stíl vegna hnattstöðu okkar. Þeir sem kynna sér hárafar þeirra skilja hvers vegna. Slíkt getur varla talist dýravelferð. Fóðrun þeirra á íslensku byggi er þó góð framför. Ekki síst vegna vegna gæða og hreinleka íslenska kornsins. En hér eru yfirleitt engin eiturefni notuð á akra
Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Krafan um lægra verð afurðanna verður ekki fengin með sjálfboðavinnu bóndans. Þeir þurfa laun fyrir sína vinnu líkt og annað fólk. Af sömu ástæðu eru egg úr "frjálsum" hænum dýrari. Hvort okkar ör-markaður bæri í stórum mæli mun hærra verð fyrir lífrænar vörur útúr búð hef ég efasemdir um. En öllum bændum er frjálst að markaðssetja sig á þann máta með uppfylltum nokkrum skilyrðum. Það er vel og þetta gengur alveg upp hjá nokkrum aðilum. Þá að líkindum með viðskiptavini sem hafa greiðslugetu yfir meðaltalinu. En sá hópur sem telur þetta skipta máli er takmarkaður.
Þá kem ég aftur að upphafinu. Íslenskar landbúnaðarvörur ná hæstu gæðum m.a. vegna þess að hér eru ekki verksmiðjubú í venjulegri neikvæðri merkingu. Það vita neytendur.
Dægurmál | Breytt 1.5.2011 kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2011 | 13:34
Verkefni fyrir fúsar hendur.
Sendi eftirfarandi grein í Dagskrána á Selfossi fyrir stuttu.
Ég skil ekki hvers vegna atvinnuleysisbótum er ekki í ríkara mæli "komið í vinnu". Það er hægt að koma hluta þessa mikla fjármagns sem legst á ríkið út í öðru formi en með þvi að sitja með hendur í skauti. Auðvitað ekki öllu, en það má reyna að hugsa útfyrir rammann.
Greinin fer hér á eftir. Hvers vegna þetta kemur hinsvegar í belg og biðu alltsaman, án greinaskila, kann ég bara ekki tækniskil á;
Allir þekkja ástand í atvinnumálum og nauðsyn þess að koma fúsum höndum í vinnu og verkefni í stað aðgerðarleysis. Trúa verður þvi að áfram sé vilji stjórnvalda að sem flestir hafi atvinnu á Íslandi. Að hér sé spurning um að þrauka meðan samdráttur varir. Trúlega er ástand atvinnumála mun verra en opinberar tölur gefa til kynna. Auk þess er nú verulega farið að þrengja að víða eftir langt kyrrstöðutímabil. Fjöldi fólks hefur brugðið sér í nám sem er í sjálfu sér ekki slæmt og annar hluti leitað erlendis tímabundið um vinnu. Hver einstaklingur sem hefur vinnu, er viðsnúningur fyrir ríkið í tekjum í stað gjalda, uppá lágmark þrjár milljónir króna. Efni þessa greinarkorns er hugsanlegt verkefni sem má með fullum rétti segja að komi mér ekki nokkurn skapaðan hlut við. Tekið skal fram að ég bý ekki í sveitarfélaginu Árborg. Enda eru hér aðeins nokkur orð í héraðsblaði og einungis til umhugsunar. Líta má svo á að nú sé hagkvæmt tækifæri opinbera aðila í víðum skilningi hér á Suðurlandi þegar horft er í allar áttir um möguleg verkefni í yfirstandani kreppu.. Á ég þar við menningarsal Hótel Selfoss sem hefur staðið hrár og óinnréttaður síðustu þrjá áratugi. Sé grannt skoðað er hér tækifæri í slæmu ástandi atvinnumála til að ljúka verkefni sem dregist hefur. Af ástæðum sem skipta ekki máli lengur. Hönnun yrði án efa jarðbundari og unnin á hagkvæmari hátt en tíðkaðist á gróðæris tímanum. Ríkissjóður stendur uppi með gríðarleg útgjöld vegna atvinnuleysis. Sem fara til að tryggja lágmarksframfærslu vel á annan tug þúsunda einstaklinga. Engann virðisauka að öðru leyti út í samfélagið. En hvers vegna má vel réttlæta útgjöld ríkisins í þetta verkefni? 1. Útgjöldin eru þegar til staðar hjá ríkissjóði að hluta, einungis í öðru formi. Svosem atvinnuleysisbótum og fylgifiskum sem virka letjandi á hagkerfið. 2. Atvinna skapast fyrir hönnuði, iðnaðarmenn og fleiri í atvinnugrein hér í héraði, í ástandi og atvinnugrein sem nálgast frostmark. 3. Húsnæði þegar til staðar. Hægt er að hefja framkvæmdir innan ekki langs tíma og varla mikill tími sem fer í flókið skipulagsferli. 4. Hægt að koma upp menningarsal sem nýtist öllu Suðurlandi og víðar um ókomin ár fyrir aðeins brot af þeirri upphæð sem nýtt hús kostar.Að líkindum væri hægt með hóflegri hönnun að komast af með aðeins 10 til 15% af endanlegum kostnaði við nýtt til þess gert húsnæði á Akureyri svo dæmi sé tekið, án þess að slegið væri af kröfum. 5. Fordæmin eru til staðar í öðrum landshlutum. Auk þess mætti ríkisvaldið stíga útfyrir sinn fábrotna ramma í útgjöldum vegna stöðu mála nú. Sem hefur til þessa einskorðast að mestu við atvinnuleysis og jú samgöngubætur. Hvorttveggja nauðsynlegt en líka frekar hugmyndasnautt, sérstaklega það fyrrnefnda . Nú veit ég að eignarhald í dag er í höndum einkaaðila. Hugsanlega er flækjustig því tengt. En rýmið skilar núverandi eigendum varla miklu í dag og er tæpast mikils virði. Benda má á að fullkominn menningar og ráðstefnusalur hlyti einungis að styrkja og útvíkka möguleika í rekstri Hótel Selfoss. Í dag er salurinn eyðilegt eyland í miðju hótelsins, en nefna má að drjúgur hluti kostnaðar við nýja sali sem þessa fer í að tengja við og byggja þjónusturými af öllu tagi , en hér er allt slíkt til staðar. Vandaður menningarsalur með góðum hljómburði yrði lyftistöng hér á storu svæði. Um það er ekki deilt. En slíkur salur er kominn hér vel á veg og hefur verið öll þessi ár. Kannski má velta fyrir sér tækifærunum sem felast í að ljúka honum endanlega nú. Þrátt fyrir ,eða jafnvel einmitt vegna erfiðs ástands í atvinnumálum nú um stundir. Séu stjórnvöld þversum á þessum tímapunkti má leita til lífeyrissjóða. Af hverju er fjárfestingar og ávöxtunarhluti þeirra ekki í vinnu fyrir fólkið? Þá meina t.d. í þessu verkefni sem flýtifé, ef ríkisvaldið gæti kvittað uppá útgjöld í svona verkefni síðar þegar betur árar. Slík örvun ríkisvaldsins kæmi sér vel. Bæði í samtíð og til framtíðar. Að sækja á um slíkt væri tilraunar virði. Valdimar Guðjónsson.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)