Að vonum.

Að þessari" tegund" Íslendinga má alveg hlægja.    Um allan heim, þess vegna.

Fyrst eftir hrun hélt viðkvæmt eða venjulegt fólk á Íslandi að það yrði spyrrt  við "útrásarvíkinga" eða oflátunga.  Sú er ekki raunin.

Sé ekki betur við fyrstu sýn að þetta sé bara afskaplega satt og rétt.

En víðar hafa menn nú orðið af lágum vaxtalánum, miklu lánsfjármagni og aurum..., apar.    Til dæmis Grikkir, Írar og Bandaríkjamenn svo nýleg dæmi séu tekin.

 


mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkt með þjóðlönd og útrásargosa.

Skuldaðu nógu mikið.    Þá sleppur þú og aðrir þurfa að blæða.

Þetta er leiðarstef sem við sjáum hér á Íslandi síðan árið 2008.    Þeir sem skuldsettu sjálfan sig og skúffufyrirtæki sín eða önnur  (t.d. verslanir)   uppí rjáfur  sleppa best.  Aðrir skuldaeigendur sitja síðan í súpunni. Svosem bankar og fjármálastofnanir.   En jafnvel þeir sleppa. Almenningur, þarf oftast að borga fyrir ævintýrin á endanum.     Við þekkjum þetta alltof vel hérlendis.

Í raun virðist engu skipta hver hegðar sér gáleysislega í peningamálum.   Dæmin frá Grikklandi sína það.   Ef samþykkt verður að þeir  fái 50% afskriftir skulda sinna er dæmið orðið  sláandi.    Sýndu af þér nógu djarfa og kæruleysislega hegðun í eyðslu og fjárfestingum.  

Aðrir borga.


mbl.is Myndi eyðileggja traust á evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðing mannanna verka.

Þessi tilraunarstarfsemi Orkuveitunnar er sprottin af nauðsyn.     Ekki hávísindalegum undrapælingum.  Veitan er einfaldlega í stökustu vandræðum með þau óæskilegu efni sem upp koma með jarðgufunni og safnast upp.     Þau óæskilegu áhrif eru víðar. Svosem í andrúmslofti.  Gleggsta dæmið er ryðið sem fallið er á háspennumöstrin í nágrenni virkjananna.

Enn heyrist ekki múkk frá náttúruverndarsinnum þó tekin sé áhætta með eitt besta grunnvatnssvæði við þéttbýli á byggðu bóli.    Það er sagt að þetta gífurlega magn fari undir grunnvatn.   En við sjáum við mikla úrkomu hve staða grunnvatns getur breyst ótrúlega mikið á jafnvel stuttum tima.   Hvað vita menn nákvæmlega mikið hvað gerist í jarðlögum?

Þess í stað ómar áhyggju kór um silung fyrir austan.   Jafnvel þó til komi öflug laxveiðiá í staðinn. Slíkt var óhugsandi með gömlu Jöklu.

 


mbl.is Framkvæmdir valda skjálftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB ið smýgur um allt.

Allt er að verða litað af þeirri þráhyggju Samfylkingarinnar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.

Angar þessa teygja sig miklu víðar en almenningur gerir sér grein fyrir.

Forsetinn særir hjarta Jóns Baldvins er hann lýsir efasemdum sínum  um Brussel báknið. Samfylkingin rifjar allt í einu upp margra áratuga gamalt þrástag sitt um íslenska landbúnað og finnur þeirri atvinnugrein og skipulagi hennar allt til foráttu. Margt hljómar þar í eyrum bænda sem hróp úr fortíðinni likt og ekkert hafi gerst eða breyst síðustu áratugi.  Telur síðan að hið umdeilda, rándýra  og miðstýrða kerfi ESB bæti þar úr.

Tæp 63% kjósenda eru í dag andvíg því  að sótt verði um aðild  að ESB.      Það getur að sjálfsögðu breyst.     En þetta er himinhrópandi minnihluti.   Þetta er ekki það sem þjóðin þarf á að halda.  Deilur og flokkadrættir um  málefni sem er blæti örfárra stjórnmálamanna, en fráleitt það sem almenningur þráir í dag.

Gallar samstarfsins og þá aðallega Evrunnar brenna á íbúm Evrópu.    Enginn veit hvers konar samband, eða hverrar gerðar það verður á næstu árum.    Umsókn nú er því háð allskyns óvissuþáttum um eðli samstarfsins.  Hin hliðiin er vissa um stóra galla.  Sem lúta mest að sjávarútvegi og landbúnaði.     Viðkæmum atvinnugreinum, sem vel að merkja plumma sig giska vel nú í kreppunni líkt og mörg síðastliðin ár.

Af ótta við kjósendur tala stjórnmálamenn innan Evrusvæðisins undir rós.  Þeir þora ekki að segja upphátt hve nauðsynlegt er að samræma alla efnahagsstjórn og ríkjapólitík á svæðinu.  Öðruvísi virkar þessi sameiginlega mynt engan veginn.   Hagsmunir geta verið gjörólíkir milli landa.   Afleiðingin er sú að stærstu ríkin ráða öllu. Gengi og vaxtastigi verðu beitt að þeirra óskum. Önnur ríki meiga þá glíma við þveröfug áhrif inn í atvinnulífið en æskileg eru.  Sem þýðir yfirleitt gífurlegt atvinnuleysi.

Því þarf að stofna nýtt sambandsríki.(Þó slíkt megi ekki segja upphátt)  Með nýrri löggjöf og meira valdi sambandsins inn í aðildarlöndin.    Er ekki of stutt síðan við vorum nýlenduþjóð?  Mér persónulega finnst það.

Þá  nálgumst við endamarkið.   Toppinn á pýramídanum sem alltaf er í öllu , frá húsfélögum til þjóðríkja.   "Ein reich, ein fuhrer".

Ætla ekki að þýða það.   En fari svona munu mikil völd safnast á fáar hendur, svo það sé orðað mildilega.

 

 

 


Heyskapur.

Þessi mynd er tekin nú í sumar.   

Þarna er heyið í múgum á svokölluðu Norðurtúni.    Ilmurinn var indæll í sumar og bragðið vonandi eftir því.

Við hér sunnanlands getum ekki kvartað.   Það gerði að vísu kuldatíð viku af maí.  Lítil sem engin spretta né framför var  í gróanda á þriðju viku.

En síðan rættist úr og hið góða vor og vetur hjálpaði til.    Hér á bæ var spretta jafnvel betri en í góðæri síðasta árs á stöku spildum.      Grænfóður og korn er hinsvegar seint til í ár.   Verður að líkindum misjöfn uppskerasumar_2011_036.jpg


Sviðsljós

Simon Fuller, höfundur og hugmyndaeigandi þátta eins og American Idol og dansþáttarins ( einnig þekkt sem Dansstjörnuleitin) sem sýndur er á Stöð 2, hitti naglann á höfuðið, heldur betur.

Þetta byrjaði víst sem  breskur þáttur í heimalandi höfundar og hét "pop idol".  Síðan kom fyrsti  þáttur American idol árið eftir í bandarísku sjónvarpi eða árið 2002. 

Þannig fór boltinn af stað.     Þessir þættir njóta gífurlegra vinsælda og "útibúin"  eru síðan um allan heim.  Tíðkaðist m.a.s. hérlendis þegar peningar fyrirfundust einhversstaðar .

Amerískur sjóbissness og færibanda hóllívúdd framleiðsla á bíómyndum er í bland orðin steingeld og ófrumleg.     Einhver áralöng yfirmettun í gangi þrátt fyrir perlur inn á milli.

Náfrændur Kananna hafa hinsvegar bjargað miklu.    Á ég þar við nágranna okkar Bretana.    Þeir hafa svo dæmi sé tekið  komið í löngum bunum sem kvikmyndaleikarar  og auðgað þar óræktarlegan grasagarðinn í Hollywood.  Nefni þar  af handahófi, Anthony Hopkins, Ben Kingsley,Hellen Mirren og Kate Winslet, auk fjölda breskra sjónvarpsleikara sem starfa í USA og geta gengið inní hvaða efni sem er, þvi þeir skipta yfir í mjúka og sönglandi "amerísku" líkt og að drekka vatn.  Geta þeir því auðveldlega leikið innfædda ef þarf.

Þessir höfundar stjörnuleitanna hljóta að græða ómælt. Það er í lagi því hugmyndin á bakvið sem alltaf er meginstefið er snjöll og frumleg.         Þú getur gengið inn af götunni , fyrir allra augum og sannað þig.  Mér líkar þessi hugsun og líka hvernig þetta er alveg að virka.

Auðvitað verður þetta líkt og margt annað á köflum yfir-keyrt.  Stundum ofurvæmið.  En oftast skemmtilegt því alltaf birtast ferskir tónar og nýjar hreyfingar.    Sjálfum finnst mér stundum gaman að kíkja á þetta alveg í blábyrjun þegar Jón og Gunna labba inn af götunni. Þar koma nú ekki alltaf miklir spámenn eins og gengur.   Síðan þegar úrslitin nálgast og snillingarnir einir eru eftir.

 

 


Að gapa uppí Þórólf Matthíasson.

Þegar Þórólfur Matthíasson viðrar sinn stórasannleik bugta og beygja sig tvær fréttastofur og stjórnendur þeirra.     Líkt og kæmi inn á Fréttablaðið og Fréttastofu RÚV jarðvísindamaður að segja frá  nýjum hæðarmælingum á eldfjalli eða hitastigi sjávar.

Þannig er látið með sögurskýringar Þórólfs varðandi jafn ólík mál og Icesave eða landbúnaðarmál.    Gagnrýnislaust er gapað uppí órökstuddar skoðanir þessa meinta fræðimanns  þann daginn, líkt og farið sé með vísindalegar niðurstöður.

Hann má hafa sínar skoðanir.  Hefur sama frelsi til þess og allir aðrir.    Málflutiningur hans í mörgum málum er hinsvegar þess eðilis og svo umdeilanlegur svo ekki sé meira sagt.að gera verður þá kröfu, (í það minnsta til RÚV )     að andstæð sjónarmið fái að koma fram.       

Formaður Bændasamtakanna fékk fyrir náð og miskunn inni á Rás 2 fyrir stuttu.  Þótti það tíðindum sæta.      Samkvæmt hans eigin frásögn mátti hann þó sæta því að  fréttamaður lokaði fyrir hljóðnema hans er hann útskýrði sjónarmið bænda í tilteknu máli.        Sjálfur heyrði ég þetta og hélt að um bilun væri að ræða.

Hvert eru menn eiginlega komnir þegar svona er ?    Ég bara spyr.


Hryggð.

Fjöldamorðin í Osló og eyjunni Útey í Noregi eru óútskýranlega hræðilegur atburður.

Óskiljanlegur með öllu og hugurinn er hjá frændum vorum.   Að þetta geti gerst hjá friðsælli norrænni þjóð er erfitt sem staðreynd að kyngja.

Sem óbreyttur borgari verður manni hugsað til fórnarlamba, skyldmenna og foreldra.   Með hryggð og samúð.   Skyldmenni heyrðu sum hryllinginn jafnóðum í símum ungmennanna.   

Að líkindum er þetta atburður sem markar líf frænda okkar fram eftir allri þessari öld.   Þau öll sem í þessu lentu munu bera ör, misstór alla ævi.

 

En allt bullið sem spunnið er kringum þennan atburð skil ég ekki.   Þessu atviki er klínt uppá stjórnmál og skoðanir fólks hérlendis. Slikt eru  svo fáránlegir órar og firra að engu tali tekur.   Bullið í bloggheimum og sumum vefmiðlum nær stundum útúr öllu korti.


Gott framtak hjá Haraldi.

Það verður fróðlegt að fylgjast með raforkuframleiðslu hjá Haraldi bónda í Belgsholti.

Þarna er eitthvað sem nóg er af (vindorku) en aðeins vantað áreiðanleg og viðhaldslítil tæki til að fanga orkuna fram að þessu

.

 Fullt tilefni  til að óska fjölskyldunni til hamingju með þessa framkvæmd.

 


mbl.is Vindorkuver gagnsett á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli.

Ég les stundum blogg Egils Helgasonar á Eyjunni.     Þar afkastar hann á við öfluga sjódælu. Dælir út mörgum færslum á degi hverjum. Nokkrar færslur  á dag þýðir einfaldlega meira salt í grautinn hjá þessum vinsæla fjölmiðlamanni. Sem er bara gott.

Gæðin eru misjöfn, en þegar best lætur er Egill frumlegur. Kemur að kjarna málsins og er ekki alltaf einstrengingslegur.  Rörasýn er helsti ljóður á þjóðfélagsumræðunni.   Alltof margir er fastir á sínu og verður hvergi bifað.   Ofan  kaupið  eru nú stjórnvöld sem þrátt fyrir vinnusemi sumra er föst í afturhaldssemi.    Hræðslu við þau tækifæri sem þó eru til staðar.   Afleiðingin er atvinnuleysi og of lítill hagvöxtur sem sárlega vantar. Það vill enginn "fyrir Hrun(s ) gassagang, en það er bara ekkert nýtt að gerast hér.

 Eyjan er orðinn mikill Kratavefur og Egill lengi verðið verulega hallur undir ESB.  Þar finnst mér Egill missa þá stöðu sína að geta staðið fyrir utan flest mál. Gagnrýnt þau og vegið líkt og marktækir þáttastjórnendur og skrifara eiga að geta.  Hann verður í því umdeilda máli eins og hver annar áróðursmaður. 

Við umræður er ég trúlega einn af þessum kverúlöntum sem stundum leggja orð í belg hjá atvinnumanninum Agli.   Þar eru þó held ég til verri einstaklingar en ég í ritræpu.

Hér fara nokkur ummæli á eftir sem ég gengst við:.

 

RE: Öfugmæli

Valdimar Guðjónsson 2011-06-30 22:43:33

En kenndu samt ekki þessum tollum um hátt verð landbúnaðarvara. Af hverju skyldu neytendur njóta útsöluprísa á landbúnaðarvörum en ekki öðru með ESB aðild. Slíkt er bull. Ætlar verslunin þá að gefa neytendum gjafir af gæsku sinni?

Í dag er alveg hellingur af landbúnaðarvörum ótollaðar. Hvers vegna eru til til dæmis (nokkurra ára könnun í löndum ESB) kornvörur og brauð 66% dýrari hér?, olíur og fita 50% dýrari hér?, 50% hærra verð á sætindum, sykri og sultu hér? eða 62% hærra verð á söfum úr ávöxtum og gosi hér en í löndum ESB ? Kennið allavega ekki verndartollum þar um.

  • 0
  • 0

RE: Aðildarviðræður hefjast á upplausnartíma í ESB

Valdimar Guðjónsson 2011-06-24 15:39:09

Svona getur þú orðið raunsær Egill. Og hitt naglann á höfuðið. Fín greining.

Stærsta málið er kannski sá punktur hjá þér með evruna. Auðvitað "funkerar" hún aldrei alveg nema pengingstefna og ríkisfjármál allra aðildarríkjanna sé samræmd. Afleiðingin , verði svo er (sem er harla ólíklegt, því slíkt er allt að því útópía) mun þýða hið títtnefnda sambandsríki sem þó er reynt að sverja af sér.

RE: Gerspillt FIFA

Valdimar Guðjónsson 2011-06-02 14:05:59

Það væri fróðlegt að heyra álit Ellerts B. Schram. Hann náði svo langt, ef ég man rétt , að vera þarna innan búðar i stjórn fyrir nokkrum árum. Hvort hann hefði nokkuð orðið var við spillingu þá.

  • 0
  • 0

RE: Jón vill áfram tolla á innflutt matvæli gangi Ísland í ESB

Valdimar Guðjónsson 2011-05-29 22:53:43

Setjum upp sambærilegt dæmi Ásmundur.

Endurúthlutum aflaheimildum til allra innlendra núverand eigenda á Íslandi.

Jú, vissulega allt í höndum núverandi eigenda nákvæmlega á deginum í dag. Hinsvegar algjörlega breytingum háð til framtíðar.
Með ESB. aðild er öðrum (fiskveiði) þjóðum frjálst að koma inn. Þ.e. með tíð og tíma. Hugsanlega "aðlögun" þar sem samið er um frost í ákveðinn tíma. En ekki lengi.

  • 0
  • 4

RE: Jón vill áfram tolla á innflutt matvæli gangi Ísland í ESB

Valdimar Guðjónsson 2011-05-29 22:26:43

Við höfum nákvæmlega ekkert meira að sækja til ESB.

'Í dag erum við 70 til 80% aðilar gegnum regluverk EES.

Með fullri aðild værum við hinsvegar að festa í sessi gallana. Til hvers? Það er í stuttu máli opnun á fiskveiðilögsögunni til annara ESB þjóða, hvað sem Össur bætiflákast.

Rústun á íslenskum landbúnaði sem nemur 40 -60% samdrætti. Já, án efa spænskar agúrkur í bland við annað. Verði ykkur að góðu.

  • 0
  • 5

RE: Hófstilltur þingmaður úr Eyjum

Valdimar Guðjónsson 2011-05-26 09:58:45

Rétt Egill. Vel ígrunduð orð hjá þingmanninum.

Mikil eftirspurn eftir málefnalegri umræðu um kost og löst á núverandi kvótakerfi. Eins og í öðru hættir okkur til öfga í báðar áttir.

"Víðtæk sátt um sjávarútvegsmál".., er hinsvegar illframkvæmanlegur frasi. Sú fullkomna sátt verður aldrei meðan sókn er takmörkuð.

RE: Landið sem aldregi skemmdir þín börn

Valdimar Guðjónsson 2011-05-24 09:45:06

Þú notar orðið "vesöld".

Það orð virkar mjög neikvætt. Óbeint má lesa útúr þessum pistli að það ástand sé að einhverju leyti fólkinu sjálfu að kenna. Vonandi misskil ég það alveg.

Það voru náttúruhamfarir og kólnandi veðurfar sem stóð nokkrar aldir. Í stað þess að velta sér uppúr ömurð og "vesöld" forfeðra okkar er annað sem hetjur þessa tíma eiga skilið.

Það er aðdáun fyrir aðlögunarhæfni, útsjónarsemi,nægjusemi og hyggindi þeirra sem þó tókst að lifa af. Hvaða val átti fólkið? Ekkert. Sem dæmi þýddi lítið að sá korni á þessu tímabili , þó menn hefðu gert það áður á víkingatímanum.

  • 2
  • 0

RE: Harpa þarf að verða samkomuhús Reykvíkinga

Valdimar Guðjónsson 2011-05-17 23:06:35

Það þarf með einhverjum ráðum að smala flestum þessum 500.000 ferðamönnum inn í Hörpu. Gera þetta að "must see".

Og með einhverjum ráðum, láta þá skilja eftir gjaldeyri og tekjur.

Borin von að reksturinn og svona stórt hús gangi nokkurn tímann upp fyrir tilstilli af okkar fáu innfæddu.

 

RE: Borguðu erlendir kröfuhafar Hörpuna?

Valdimar Guðjónsson 2011-05-05 22:32:22

Það breytir ekki þvi að við þurfum að borga þessi lán. Upphafleg kostnaðaráætlun var uppá 5 til 6 milljarða.

Sú umræða mun koma síðar hvers vegna áætlanir stóðust engan veginn. En svo má líta til baka. Kynnið ykkur gamlar áætlanir um t.d. Listasafnið, Perluna, Ráðhúsið svo eitthvað sé nefnt.
Þannig að þetta er ekki nýtt. Bara hér á áður ókunnum skala. Þvílíkar eru upphæðirnar.

En eins gott að salurinn hljómaði vel maður. Ég segi nú ekki annað. Svo er eftir að vita hvernigf hann virkar "rafmagnaður".

Sinfó á samt gott skilið. Sem og fleiri.

  • 0
  • 0

RE: Sjónvarpsbrúðkaup

Valdimar Guðjónsson 2011-04-29 20:41:17

Unga fólkið kom manni fyrir sjónir sem mjög sjarmerandi og eðlilegt fólk, sem geislar af. Virðist sem betur fer ástfangið að sjá.

Ungi prinsinn hefur greinilega mun meira frá móður sinni en föður, svo hann virðist afskaplega "likeable person".

Öðru máli gegnir um hann Kalla. Ótrúlegt að hann sé næstur í röðinni eða sé í röðinni yfirleitt. Hann er niðurlútur og líður greinilega ekkert alltof vel í margmenni. Steininn tók þó úr þegar hann þurkaði sér um nefið með höndunum rétt áður en hann heilsaði biskupunum í kirkjudyrunum. Þar má frekar tala um litlaust fólk frá mínum sjónarhól séð. Fólk sem er ekki alveg á réttum stað.

  • 0
  • 0

RE: Sjálfstæðishetjan Bjartur

Valdimar Guðjónsson 2011-04-14 23:20:26

Margur misskilningurinn kringum þetta gríðar góða skáldverk.

T.d. sá að stór hópur af aldamótakynslóðinni (fyrri) hefði ekki skilning á snilli nóbelsskáldsins í þessari sögu. Sumir sýndu henni fálæti. Einhverjum varð gerð upp þröngsýni eða skilningsleysi af þeim sökum. Ástæðan var hinsvegar sú að stór hópur fólks hafði stuttu áður en bókin kom út lifað raunir. Skort, hungur og sundraðar fjölskyldur vegna harðæris og fátæktar. Laxness hæðist að slíku basli. Ekki á meiningarlausan hátt. En samt.

Það má setja sig í spor þeirra sem lifðu raunverulega skort. Og skilja hvers vegna ekki allir höfðu húmor fyrir þessu. Það má velta fyrir sér hvort Laxness hefði skrifað bók sem þessa hefði hann sjálfur upplifað slíkt.

En þetta hefur ekkert að gera með snilld sögunnar. Hún er staðreynd.

 

RE: Hagfræðingar eru hjarðdýr

Valdimar Guðjónsson 2011-04-12 11:05:23

"Bankarnir fegruðu stöðu sína". Tek undir þessa lykilsetningu úr kommenta kerfinu. Þar lá kannski mest blekkingarleikurinn. Sérfræðingar (og hagfræðingar ) erlendis áttuðu sig betur á hve allar undirstöður voru feysknar og fúnar.

  • 1
  • 1

RE: Skorað á Björgólf

Valdimar Guðjónsson 2011-04-10 22:44:19

Góður pistill. Þetta er rétta hugarfarið "day after".

Auðvitað var ekkert rétt eða rangt í valkostum þessara kosninga. Aðeins kalt mat með óvissu á báða bóga. Niðurstaðan liggur fyrir og ferill málsins framundan varla mjög umdeilanlegur hér innanlands í heimaþrasinu. Svara ESA og svo að líkindum dómstóla vesen í framhaldinu.

En hvernig tekst að kynna málið erlendis og hvernig hið hrjóstruga pólitíska landslag í Evrópu tæklar málið er næsta óvissa. Ef viðbrögð verða verulega hörð kemur það strax niður á lánshæfi og öðru tengdu.

Umheimurinn ekki sérfróður líkt og almenningur hér. T.d. um góðar heimtur úr þrotabúi og fleira. Því þarf að koma til skila.

  • 5
  • 1

RE: Stefán Jón: Var til planið „fokk the foreigners“? Engin önnur skýring

Valdimar Guðjónsson 2011-04-07 13:57:34

Merkilegt að þarna skuli vanta inn í skýringar Stefáns Jóns hvaða flokkur fór með viðskiptaráðuneyti á þessum tima. Einnig hvergi sjáanlegt í þessum úrdrætti nafn formanns stjórnar fjármálaeftirlitsins.

En kannski voru þeir flokksbræður Stefáns Jóns bara stikkfrí.

  • 5
  • 4

RE: Þungir dagar

Valdimar Guðjónsson 2011-04-05 23:04:46

Ekki sammála þér. Finnst þessi umræða hafa farið málefnalegar fram en margar aðrar í undanfara margra annara kosninga.

Það reynir hinsvegar á styrk þeirra sem harðast standa í baráttunni nú síðustu dagana. Þá meina ég að hengja ekki þetta mál á flokkapólitík eða afstöðu jóns og séra jóns út í bæ. Málið er mjög sérhæft og á köflum lagatæknilegs eðlis.

Snúist umræðan yfir í flokka og afstöðu einstakra persóna á síðustu metrunum. Ja, þá er skaði skeður.

Eina sem ég get séð óviðfelldið er að sjá einstaka flokka reyna að "slá sér upp" á já- inu eða nei-inu. Þetta er samspil svo margra álitamála að slíkt bara virkar ekki. Enda sér almenningur í gegnum slíkt. Fjölskyldur landsins eru víða margklofnar í þessu máli

Facebook síða Twitter síða RSS straumar

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband