7.9.2011 | 22:19
ESB ið smýgur um allt.
Allt er að verða litað af þeirri þráhyggju Samfylkingarinnar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið.
Angar þessa teygja sig miklu víðar en almenningur gerir sér grein fyrir.
Forsetinn særir hjarta Jóns Baldvins er hann lýsir efasemdum sínum um Brussel báknið. Samfylkingin rifjar allt í einu upp margra áratuga gamalt þrástag sitt um íslenska landbúnað og finnur þeirri atvinnugrein og skipulagi hennar allt til foráttu. Margt hljómar þar í eyrum bænda sem hróp úr fortíðinni likt og ekkert hafi gerst eða breyst síðustu áratugi. Telur síðan að hið umdeilda, rándýra og miðstýrða kerfi ESB bæti þar úr.
Tæp 63% kjósenda eru í dag andvíg því að sótt verði um aðild að ESB. Það getur að sjálfsögðu breyst. En þetta er himinhrópandi minnihluti. Þetta er ekki það sem þjóðin þarf á að halda. Deilur og flokkadrættir um málefni sem er blæti örfárra stjórnmálamanna, en fráleitt það sem almenningur þráir í dag.
Gallar samstarfsins og þá aðallega Evrunnar brenna á íbúm Evrópu. Enginn veit hvers konar samband, eða hverrar gerðar það verður á næstu árum. Umsókn nú er því háð allskyns óvissuþáttum um eðli samstarfsins. Hin hliðiin er vissa um stóra galla. Sem lúta mest að sjávarútvegi og landbúnaði. Viðkæmum atvinnugreinum, sem vel að merkja plumma sig giska vel nú í kreppunni líkt og mörg síðastliðin ár.
Af ótta við kjósendur tala stjórnmálamenn innan Evrusvæðisins undir rós. Þeir þora ekki að segja upphátt hve nauðsynlegt er að samræma alla efnahagsstjórn og ríkjapólitík á svæðinu. Öðruvísi virkar þessi sameiginlega mynt engan veginn. Hagsmunir geta verið gjörólíkir milli landa. Afleiðingin er sú að stærstu ríkin ráða öllu. Gengi og vaxtastigi verðu beitt að þeirra óskum. Önnur ríki meiga þá glíma við þveröfug áhrif inn í atvinnulífið en æskileg eru. Sem þýðir yfirleitt gífurlegt atvinnuleysi.
Því þarf að stofna nýtt sambandsríki.(Þó slíkt megi ekki segja upphátt) Með nýrri löggjöf og meira valdi sambandsins inn í aðildarlöndin. Er ekki of stutt síðan við vorum nýlenduþjóð? Mér persónulega finnst það.
Þá nálgumst við endamarkið. Toppinn á pýramídanum sem alltaf er í öllu , frá húsfélögum til þjóðríkja. "Ein reich, ein fuhrer".
Ætla ekki að þýða það. En fari svona munu mikil völd safnast á fáar hendur, svo það sé orðað mildilega.
Athugasemdir
Evran skapar stöðugleika, segja þeir. Eini stöðugleikinn sem hún hefur skapað til þessa er stöðugt massíft atvinnuleysi.
Sambandsríki ESB er í burðarliðnum. Nú eru Merkel, Sarkozy og fleiri farin að segja þetta upphátt.
Tek heils huga undir að árásir krata á bændur eru löngu orðnar óþolandi. Bendi í því sambandi á þennan pistil sem ég setti saman fyrir um ári.
Haraldur Hansson, 8.9.2011 kl. 00:28
Takk fyrir innlitið Haraldur.
Það yljar að sjá skrif manna sem sína landbúnaðinum skilning. Góður pistill þinn sem þú bendir á. En allt frá orðum Gylfa hjá ASÍ um að hætta kaupum á lambakjöt, hefur þessi atvinnugrein allt í einu lent í skotlínu. Þeir sem skjóta eru harðir ESB sinnar sem þykjast sjá ljósið fyrir hönd bænda og neytenda innan sambandsins. Við þekkjum alltof vel hljóðið í kollegum okkar erlendis til að bændum þyki það fýsilegur kostur.
P.Valdimar Guðjónsson, 8.9.2011 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.