Hetjan Eiríkur Ingi.

Frásögn Eiríks Inga Jóhannssonar í Kastljósinu mun varla líða venjulegu, viti bornu fólki úr minni.

Ég sjálfur hafði framan af upprifjun hans efasemdir um viðtal sem þetta svo skömmu eftir hið hið hræðilega sjóslys á hafsvæðinu undan vesturströnd Noregs.  

En Eiríkur Ingi lýsti harminum yfir missi skipsfélaga sinna og eigin hetjudáð við að halda lífi á svo mannlegan, einlægan og kjarkaðan hátt að allir sjónvarpsáhorfendur fundu fyrir djúpri samkennd.    Samkennd með honum sem og ættingjum þeirra sem létust.   Öll samglöddumst við honum samt í leiðinni fyrir að fá að halda lífi.

 Það er allt fáránlegt hjóm í samanburði við svona raun.  Allar fréttir, allt væl, allt kvart og kvein er hjóm við hlið þeirra sem á djarfan hátt þurfa að berjast fyrir lífi sínu.    Sú barátt fer reyndar viðar fram en á sjó.

Sem betur fer fékk Eiríkur Ingi að segja frásögn sína ótruflaður og viðtalið var óstytt.

Það er við svona aðstæður og afrek sem Íslendingar dást að  sínum hetjum. Hann sýndi úr hverju okkar bestu synir eru gerðir. Þeir fá hinsvegar öllu meiri umfjöllun i fjölmiðlum dag hvern,  sem eru litilla sanda og  sæva.

 

 

 


mbl.is „Ég ætla ekki að gefast upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfsagt mál.

Þetta lýst mér vel á hjá Siv.

Þetta er alveg rétt hugsað. Algjör óþarfi að velkjast í vafa. 

Sé einhverjum meinilla við að geta bjargað mannslífi eða bætt lífsgæði einhvers, getur viðkomandi komið þvi á framfæri.  

 


mbl.is Gert verði ráð fyrir „ætluðu samþykki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið meinta foringjaræði.

 Örlög þeirra þingmanna sem eru trúir sannfæringu sinni og því er þeir og flokkar þeirra  töluðu fyrir í síðustu kosningum virðast á sama veg innan veggja Alþingis.     Dæmdir til utanveltu.

Þetta gengur þvert á þau sjónarmið er háværust voru eftir Hrun.  Að leiðtogum væri fylgt í blindni.

Andrúmsloftið í Vinstri-grænum er vægast sagt lævi blandið og lítt skárra virðist það í Samfylkingu.

Stundum þurfa leiðtogar einfaldlega að láta af forherðingu sinni og svipuhöggum í jörðina við að hotta áfram sinn hóp.   Sum mál eru þess eðlis.  Ætli svokallað Landsdómsmál gegn Geir Haarde sé ekki þannig vaxið.     Algjörlega fordæmalaust og viðbúið að afstaða til þess skeri línur.     

Ekki þar fyrir að stundum er ég sjálfur hugsi.   Er kannski orðið of seint að bakka út?  

En mér rennur í grun að fleiri hafi frosið á sínum tíma en Atli og Ögmundur.  Hafi ekki hugsað nógu skýrt þegar allt í einu Geir stóð einn uppi ákærður eftir "pólitíska vinagrisjun" í atkvæðagreiðslu á Alþingi.   Þrjóskan og einstrengingshátturinn, með vænum skammti af  valdakítli veldur því síðan að stjórnarlínunni skal fylgt.

Um tæknilega útfærslu þessa má svo aftur margt segja.  Líkt og í mörgu öðru.Ef einhvern tímann einhversstaðar var á lýðveldistímanum vanhæfi í íslenskri stjórnsýslu þá var það innan veggja Alþingis í þessu máli.    Hví i ósköpunum fengu allir fyrrum ráðherrar í síðustu ríkisstjórn að greiða atkvæði á sínum tíma um þetta mál?  Það er algjörlega óskiljanlegt.  Sambærilegt við að Saksóknari Ríkisins myndi  sjálfur meta saksókn gegn vinnufélaga sínum í Sakadómi

En aftur að síðustu dögum. Ég er ekki alltaf samferða Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í mörgum málum.  En skýr og rökstuddur málflutningur hennar í þessu máli sem og fleirum vekur aðdáun mína.  Þar mættu fleiri af læra.


Aðvaranir Vegagerðarinnar.

Í vetur hefur Vegagerðin oft þurft að koma skilaboðum og viðvörunum til vegfarenda.  Enda verið alvöru vetur um allt land. 

Til að forða öllum misskilningi þá stendur Vegagerðin sig vel í að færa upplýsingakerfi sitt inní nútímann.     Þar eru vefmyndavélar og vefsíður að gera gott í þjónustu við almenning.  En stór landssvæði eru af einhverjum ástæðum ekki inni í þessu kerfi.  Hvers vegna veit ég ekki.  Dettur helst í hug eitthvað form af hugsunarleysi.  Sendi eftirfarandi grein í Dagskrána á Selfossi.

Hátt og lágt hjá Vegagerðinni.                               

Þar kom að því.   Alvöru vetur með öllu sem því fylgir.  Skafrenningi, þæfingi,ófærð, blota, hálku,flughálku og öllu mögulegu sem veldur tregðu í samgöngum.  Tæknin hjálpar þeim sem þurfa starfs síns vegna að vera á ferðinni um þjóðvegi landsins og aðrar flökkukindur.  Vegagerðin er með síma, vefsíður og sumsstaðar vefmyndavélar.     En þegar tvísýnt er um færi og þörf er á aðvörunum verður hið gamla góða útvarp, sjónvarp og textavarp mikið hjálpartæki til að koma skilaboðum áleiðis fljótt og vel.  Er mikið treyst á slíkt.Og þá er komið að erindinu í þessum pistli.     Því miður virðast stór landssvæði ekki komast inní þetta öfluga tilkynningakerfi (aðvörunarkerfi) Vegagerðarinnar hér á Suðurlandi.Við fáum að vita allt   um snjókomu,skafrenning, þæfingsfæri, ófærð, hálku og /eða flughálku í uppsveitum.   En mig rekur ekki minni til að  minnst sé orði á stöðuna í lágsveitum Suðurlands. 

    Þess má geta til upprifjunar að framan af þessum vetri var langversta færið  í vesturhlutanum  hér neðar á undirlendi sýslnanna beggja. (Flóa og Þykkvabæ). Mikill snjór.  Síðan stöðugur skafrenningur og  beinlínis ófærð á köflum.  Og auðvitað í kjölfarið flughálka. Samt bárust aðeins tilkynningar um stöðuna í hinum ágætu uppsveitum.Ég veit ekki hvort grein í Dagskránni berst til æðstu höfuðstöðva Vegagerðarinnar.    En er ekki tímabært að víkka radíusinn?  Sé verið að meina allar sveitir minnkar upplýsingagildið til muna. Allir vita að færi og veður getur verið ólíkt í rysjóttri tíð.                                                            

  Valdimar Guðjónsson.

 


Fæðuöryggi /Matvælaöryggi.

Maður að nafni Orri Jóhannsson kom í þáttinn Spegilinn á RÁS 1  þann 4.janúar sl.         Þar fjallaði hann um hugtakið  "fæðuöryggi"  í spjalli.

Gera þarf athugasemdir við hans skilgreiningar og sjónarmið hvers eðlis þetta sé og hvernig það komi við íbúa og samfélag á tvísýnum tímum.

Séu grundvallaratriði til staðar að einhverju leyti, t.d.  innlent rafmagn eða eldsneyti að einhverju marki eru hér til matvæli.    Stærsta stóriðja Íslands í flestu tilliti sé tekið mið af íbúafjölda og fjölda starfsmanna er matvælaframleiðsla.     Það er ekki rétt að litlar sem engar birgðir séu til á hverjum tíma.         Þarna skiptir að vísu máli á hvaða árstíma hamfarir dynja á.   En nautgripa og sauðfjárbændur  eiga langflestir fóðurbirgðir  sem duga til eins eða eins og hálfs árs  sé miðað við sumarbeit.  Einnig má geta þess að stærstu svínabú landsins eru byrjuð að framleiða sitt eigið innlenda fóður úr korni að stórum hluta. Gríðarlegt magn af fiski er flutt út allt árið og væri þá væntanlega til staðar einhverja birgðir fyrir fámenna þjóð ef klippt væri á alla flutninga.  

Forsendur Orra í fyrrnefndu viðtali virðast líka snúast um að til verði jafn fjölbreyttur "matseðill" á allra borðum og á venjulegum degi.     Ég get hinsvegar tekið undir eitt sem hann nefnir. Að gera 90 daga  olíubirgðir innanlands að skyldu á hverjum tíma. Líkt og tíðkast í mörgum löndum. Þess má geta að með skömmtun gætu þær enst mun lengur.

Því er títt haldið fram að sé ekki eldsneyti fáanlegt verði ekki framleidd innlend matvæli vegna olíunotkunar í landbúnaði.  En verði  hvorki olíu né bensín nokkursstaðar að hafa, verða ekki heldur flutt inn matvæli.  Varla hyggjast menn gera það á árabátum eða seglskipum.     Þarna stangast því hvað á annars horn.

Með svörtustu heimsendaspám má semsagt reikna út allt á versta veg.  En allavega,"Hinn kosturinn" eða hin hliðin á matvælaöryggi er ekki sú að treysta á að innfluttar matvörur séu  til staðar í hillum verslana á tvísýnum tímum.    Það er ein af mörgum ástæðum þess að flestar sjálfstæðar þjóðir leggja áherslu  á framleiðslu innlendra matvæla .


Ráðherra alræði.

Fækkun ráðherra mun hafa í för með  sér að láta málin meira í hendur embættismanna.

Aðrir en ég hafa bent á að skrifræði mun aukast og þeir munu æ meir sýsla með völd og ákvarðanir sem  ekki sækja umboð sitt beint til fólksins.

Það er gott og gilt að halda stjórnkerfinu  öllu og kostnað við það niðri.      En einn  einstaklingur, einn ráherra hversu gáfulegur og snjall sem hann annars þykir vera á hverjum tíma afkastar aðeins x miklu.

 Þetta virkar þvi í þveröfuga átt.   Fjölga þarf  í ráðuneytum og undirstofnunum.   Sem þýðir að sjálfsögðu aukin kostnað.


mbl.is Eins og að taka heilann úr ráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mest lýsandi fésbókarfærsla ársins.

Þetta er einhver skeleggasta, hreinskilnasta og langbesta lýsing á aðstæðum og umræðum úr innsta koppabúri Samfylkingarinnar.

Burtséð frá öllum skoðunum þá sér maður fyrir sér að lyklaborðið hjá Kristrúnu hefur beinlínis logað.

Segir margt og mönnum ferst að tala um óróann innan VG.

 

 

 


mbl.is Ríkisstjórnin og forystan nær fallin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kynnast Íslandi.

Í hádegisfréttum RÚV.   Fyrsta frétt.  Færðin í Reykjavík.    

Alveg skiljanlegt.  En samt broslegt fyrir marga sem búa á öðrum stöðum landsins.  Mjög sjaldan fyrsta frétt þegar ófærð, snjókoma og hríð skekur aðra landshluta.

Höfuðborgarsvæðið er snjólétt að öllu jöfnu.   Þetta veðurfar nú er því þarfaþing fyrir íbúa í yngri kantinum á þessu svæði.   Stór hópur yngri kynslóðar hefur aldrei kynnst alvöru snjó, alvöru ófærð, alvöru snjóbyl eða alvöru hálku á sinni æfi.       Fólk er því minnt á í hvaða heimshluta við búum.   Hinir hlýju vetur síðustu ár og áratugi gefa  ekki alveg rétta mynd og geta valdið smá veruleika firringu.  

Tek það fram að ég óska engum þess að glíma við vandamál  eða langvarandi  röskun á samgöngum vegna fannfergis.  En allir hafa gott af að kynnast slíku.


mbl.is Þungfært vegna fannfergis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðiríka jólahátíð.

 

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár til ykkar allra.  

Þakka fyrir innlitin og lesturinn hér á blogginu.vetur_2011_007_1127609.jpg


Umfjöllun RUV um ESB.

Einn frasinn í ESB áróðursstríðinu er að vanti umræðu um kosti og galla aðildar.  En er von á slíku þegar fjölmiðill allra landsmanna býður aðeins uppá annan kostinn að mestum hluta?

Kannski er ég einn um þessa skoðun, en þá verður bara að hafa það.  En ég sendi Agli Helgasyni eftirfarandi línur;

"Þú talar um að umræðan sé þröng Egill. Sjálfur stuðlar þú að því með félögum þínum og starfsbræðrum á RÚV. Það er hreint ótrúlegt að fylgjast með því viku eftir viku,mánuð eftir mánuð nánast 70 -90% aðeins ein hlið, ein afstaða í umfjöllun um þetta viðkvæma málefni. Nánar tiltekið sjónarmið þeirra sem eru hlynntir aðild að ESB:

Tek fram að ég er hrifinn af þér sem sjónvarpsmanni. Þú ert að gera margt gott. Þú er eðlilegur og tilgerðalaus framan í cameru. Það skilar sér síðan beint til viðmælenda sem virka sultuslakir en einbeittir vegna þess að stjórnandinn er það líka. Á endanum eru síðan áhorfendur sem einnig njóta góðs af. Þeir spá betur og ótruflað í hvað gestir segja, en ekki hvernig þeim líður eða hvernig settið lítur út. (Breyting frá árum áður).

En gera verður kröfu til RÚV að umfjöllun um ESB í miðli al
lra landsmanna vegi salt þegar kemur að vali á viðmælendum. Allavega að öndverð sjónarmið eigi og geti komist til landsmanna í jafn viðkvæmu máli. Svo er ekki í dag. Niðurstaðan er sú að fylgjendur aðildar hafa hlammað sér á vegasaltið öðrum megin í þessum miðli og enginn segir neitt. Sem er sérkennilegt.

Þetta eru þættir eins og Silfur Egils, Spegillinn (áberandi hjá Gunnari), Í vikulokin og fleiri þættir. Val á innlendum viðmælendum er á stundum hreint farsakennt frá einhliða sjónarmiðum séð. Ekki skoðanir viðmælendanna, tek það fram.Þær geta verið ágætar. Bara fáránlega eintóna. Sömu andlitin, sömu raddirnar mæta aftur og aftur. Þylja sömu lofrulluna.

Af hverju koma aldrei fulltrúar atvinnuveganna með sín sjónarmið? Útgerðarmanna, sjómanna,verkalýðsforkólfar, iðnrekendur, bændur, neytendur svo einhverjir séu nefndir. Þess í stað virðist umfjöllun á máli sem snertir allar fjölskyldur landsins læst í hólfum. Allir eru í sínum boxum (skotgröfum) sem eru mest í netheimum líkt og nútíminn býður uppá. "
---------------------------------------------------------------------------
 Ég hef þá trú að almenningur vilji alveg heyra fleiri ræða þessi mál en Eirík Bergmann svo dæmi sé tekið.  Með fullri virðingu.        Staðreyndin er sú að fjöldi stofnana, samtaka og atvinnuvega eru með á hreinu hvað býðst hjá ESB klúbbnum og hvað ekki.  Hafa kynnt sér málin ofan í kjölinn.  Síðan draga þessir "sérfræðingar"  mismunandi ályktanir.  Það er allt annað mál og er fylgifiskur alls þessa.  Sínum augum lýtur hver á silfrið os.frv.
  En með miðlun þessarar þekkingar  til almennings væri það síðan Jóns og Gunnu  að meta upplýst hvernig málin standa  Slíkt hefur ekki verið í boði i hjá RÚV.
Þá segja aðrar raddir að við vitum ekkert hvernig samningurinn muni endanlega líta út.   Við vitum það hinsvegar giska vel nú þegar.    ESB er ekkert á leiðinni að gera mikið öðruvísi samning við íslensku samninganefndina en aðrar þjóðir. Slíkt er firra.       Af þeim ástæðum getur almenningur  gert býsna gott hagsmunamat sjálft nú þegar.      Slíkt gerir norskur almenningur greinilega þessa dagana.  Reyndar eftir tvær tilraunir til inngöngu í klúbbinn undanfarna áratugi.   Reynslunni ríkari vita frændur okkar vel hvað innganga þýðir.    Niðurstaðan, jú 80%  Norðmanna eru andvígir aðild í dag.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband