Fæðuöryggi /Matvælaöryggi.

Maður að nafni Orri Jóhannsson kom í þáttinn Spegilinn á RÁS 1  þann 4.janúar sl.         Þar fjallaði hann um hugtakið  "fæðuöryggi"  í spjalli.

Gera þarf athugasemdir við hans skilgreiningar og sjónarmið hvers eðlis þetta sé og hvernig það komi við íbúa og samfélag á tvísýnum tímum.

Séu grundvallaratriði til staðar að einhverju leyti, t.d.  innlent rafmagn eða eldsneyti að einhverju marki eru hér til matvæli.    Stærsta stóriðja Íslands í flestu tilliti sé tekið mið af íbúafjölda og fjölda starfsmanna er matvælaframleiðsla.     Það er ekki rétt að litlar sem engar birgðir séu til á hverjum tíma.         Þarna skiptir að vísu máli á hvaða árstíma hamfarir dynja á.   En nautgripa og sauðfjárbændur  eiga langflestir fóðurbirgðir  sem duga til eins eða eins og hálfs árs  sé miðað við sumarbeit.  Einnig má geta þess að stærstu svínabú landsins eru byrjuð að framleiða sitt eigið innlenda fóður úr korni að stórum hluta. Gríðarlegt magn af fiski er flutt út allt árið og væri þá væntanlega til staðar einhverja birgðir fyrir fámenna þjóð ef klippt væri á alla flutninga.  

Forsendur Orra í fyrrnefndu viðtali virðast líka snúast um að til verði jafn fjölbreyttur "matseðill" á allra borðum og á venjulegum degi.     Ég get hinsvegar tekið undir eitt sem hann nefnir. Að gera 90 daga  olíubirgðir innanlands að skyldu á hverjum tíma. Líkt og tíðkast í mörgum löndum. Þess má geta að með skömmtun gætu þær enst mun lengur.

Því er títt haldið fram að sé ekki eldsneyti fáanlegt verði ekki framleidd innlend matvæli vegna olíunotkunar í landbúnaði.  En verði  hvorki olíu né bensín nokkursstaðar að hafa, verða ekki heldur flutt inn matvæli.  Varla hyggjast menn gera það á árabátum eða seglskipum.     Þarna stangast því hvað á annars horn.

Með svörtustu heimsendaspám má semsagt reikna út allt á versta veg.  En allavega,"Hinn kosturinn" eða hin hliðin á matvælaöryggi er ekki sú að treysta á að innfluttar matvörur séu  til staðar í hillum verslana á tvísýnum tímum.    Það er ein af mörgum ástæðum þess að flestar sjálfstæðar þjóðir leggja áherslu  á framleiðslu innlendra matvæla .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband