28.5.2012 | 10:23
Skyndihjálp í sjónvarpi.
Athyglisverð frásögn sem undirstrikar nauðsyn þess að almenningur hafi lágmarksþekkingu á skyndihjálp.
RÚV eyðir stórum fúlgum í fánýtt sjónvarpsefni á stundum. Varla færi stofnunin yfirum ef framleiddir væru vandaðir stuttir fræðsluþættir fyrir allan almenning. Efnið væri skyndihjálp og fyrsta hjálp. Sýnt reglulega (t.d 2-3 ára fresti). Svo allar kynslóðir kunni þau tök sem faðir stúlkunnar greip til og bjargaði lífi hennar.
Að sjálfsogðu væri þetta efni sýnt á besta sýningartíma.
![]() |
Ég reyni að lifa lífinu til fulls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2012 | 22:30
Þarf frekar vitnanna við ?
Æ betur kemur í ljós hve ein geirnegld miðstýrð mynt eða gjaldmiðill hentar illa heilli heimsálfu ólíkra þjóðríkja og samfélaga.
Þetta mikla kappsmál Helmut Kohl og fleiri Evrópuleiðtoga fyrir nokkru síðan var meira pólitik heldur en hagfræði líkt og Jón Daníelsson lýsti fyrir skömmu.
Sókn nokkurs hóps Íslendinga í þetta samstarf er uppgjöf við að takast á eigin vanda.
Trúlega hafa þeir hjá Deutsche Bank lesið greinar í erlendum viðskiptatímaritum nú um helgina hvernig íslenska krónan hefur gagnast við að halda í viðskiptajöfnuð og hjálpa útflutningsgreinum á Íslandi eftir kreppu og dýfu.
Ég er ekki sáttur við allt íslenskt tengt krónunni. Þar á meðal lánin mín. En slíkt er innanhúsmál að hluta til. Beiting, stilling og hvað skal tekið inn í verðtryggingu og lán er ekki meitlað í stein til næstu alda. En verra væri samt að vera innmúruð og föst í hvernig hinir stærstu aðallega Þjóðverjar eru stemmdir peningalega í það skiptið. Ekki þar fyrir að við hefðum gott af því að temja okkur aga þeirra. En íslenskur veruleiki, atvinnulíf, efnahagur og náttúrufar er fráleitt alltaf í sama takti og stærstu þjóðir í Evrópu.
![]() |
Tekin verði upp grísk evra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2012 | 10:20
Hvað vissu flugmennirnir?
Farsæll endir. Öllum til léttis. Fumlaus og örugg viðbrögð þó kannski hafi hættan ekki verið stór.
Eftir stendur spurningin. Sjá flugmenn árið 2012, í einni af fullkomnustu Boeing þotunum ekki hjá sér ef að springur dekk? Hvað þá ef það dettur af öxli.
Nú spyr sá sem ekkert veit um flugvélar. En mér finnst þetta afar sérkennilegt ef unglingsstúlka sem sat aftarlega í vélinni vissi meira en stjórnendur vélarinnar.
Allavega leit þetta þannig út í fréttum að vélin snéri fyrst við þegar hjól og öxull fundust á flugbrautinni
???
![]() |
Lent heilu og höldnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.4.2012 | 21:28
Hreinsaður / Óhreinsaður.
Niðurstaðan liggur fyrir.
Veldu bara.
Ef þú ert Geir Haarde.; Háðung fyrir dómstólinn.
Ef þú ert Steingrímur J; Eins og svo oft áður: " Ég sagði það"... Ómaksins (hundruð milljóna) virði.
Hreyfingin ; " Stóralvarleg dómsniðurstaða fyrir Geir."
Nokkurn veginn svona voru viðbrögðin í dag. Semsagt allir geta áfram tekið sinn pól í þessa hæð. Það lægir því miður ekkert þref og viðbrögð geta verið eftir (pólitískum) smekk hvers og eins áfram.
Heildarniðurstaðan samt sú að auðvitað var þetta litað af pólitík. Geir var þar pólitískt fórnarlamb. Ákæruvaldið þarf að fara úr höndum Alþingismanna strax eftir þessa uppkvaðningu. Af sjálfu sér leiðir að þeir höndla slíkt ekki hlutlaust. Aldrei nokkurn tíma.
![]() |
Víða fjallað um Landsdóm erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2012 | 12:01
Eru ný atvinnutækifæri?
HVERJIR SKYLDU LÁNA?
Mér heyrist að fleiri en ég hafi hugsað þegar sagt var frá áformum um nýja verslunar miðstöð við Biskupstungnaafleggjara undir Ingólfsfjalli. Er þetta virkilega það sem vantar?
Tek fram að ég þekki ekkert til þeirra sem standa fyrir þessum áformum. Eflaust allt hið mætasta fólk. Kannski eru þar stöndugir fjárfestar á bakvið allt saman. Sjálfur er ég bara venjulegur neytandi og ekkert alltaf neitandi, heldur bara frekar jákvæður ef eitthvað er.
En íbúar hér á svæðinu þekkja alla þá fermetra sem lagðir eru undir byggingavörverslanir Ekki sýnist manni fljótt álitið að bæta þurfi þar við. Né fleiri rúsínubúðum.
En burtséð frá því verður athyglisvert að fylgjast með hverjir endanlega fjármagna framkvæmdir sem þessar. Munu lífeyrissjóðir leggja þar til eða bankastofnanir?
Alveg er hollt að rifja upp að Húsasmiðjan fékk afskrifað í bönkum og víðar 10 milljarða króna og er þá víst ekki allt talið. Það jafngildir svona 450 íbúðum á meðalverði. Dágott hverfi það. Síðan má bæta við stærri kompum líkt og Smáralind, auk fjölda annara stærri verslana sem fóru yfirum eða á ystu brún.Má þar nefna N1 og fleiri. Og enginn borgar nema þú og ég.
Persónulega finnst mér við þurfa á öðru að halda nú. Við erum yfir okkur södd af fermetrum til verslunar í bili. Nú er rétti tíminn fyrir geymendum og veitendum lánsfjár og sparifjár okkar, að víkka sjóndeildarhringinn. Hugsa lengra fram í tímann , sýna þolinmæði og gera ítarleg plön. Við þurfum meiri breidd í atvinnulífið. Taka fleira inn í dæmið en verslana og skrifstofuhúsnæði .
Lífeyrissjóðir töpuðu 380 - 390 milljörðum króna eftir að efnahagshrunið brast á. Þetta eru miklir fjármunir og raunar tölur sem tilheyra meira sólkerfinu en nokkru öðru. Er hugsanlega til eitthvað sem getur kallast heilbrigðari áhætta? Einhverja agnarlitla prósentu af þessari stjarnfræðilegu tölu t.d. í hlutafé til nýsköpunar. Kannski hefði eftirá að hyggja verið hægt að láta brot af þessum peningum almennings vinna sér inn ávöxtun með skynsamari hætti og með þolinmæði. Vera opin fyrir vænlegum sprotaverkefnum. Nú ef ekki allt gengur þá tapa menn. Mér sýnist við nefnilega tapa samt.
Þónokkuð er í farvatninu um þessar mundir og frjótt hugvit sem betur fer ennþá til. Auk þess styður gengi krónunnar við allan útflutning í dag. Nefni hér til fróðleiks tvö dæmi. Annað úr nýliðinni fortíð sem kannski má læra af , og annað sem er í gangi. Fyrir nokkrum árum var í gangi þróunarverkefni í Þorlákshöfn. Þar var búið að reikna út ásættanlega arðsemi á útflutningi, jafnvel á bullgengi krónunnar sem þá var ekki vænlegt til útflutnings vegna þenslu innanlands.
Verkefnið fólst í vinnslu og feygingur á hör sem ræktað var um allt Suðurland. Þetta var komið vel af stað en það fólst í nýtingu heita vatnsins sem gnægð er af í Ölfusinu. Hinvegar þurfti meiri tíma til að þróa og fullreyna verkferla við vinnsluna. Til þess þurfti meira fjármagn. En nei. Því miður. Þið fáið ekki lán. Ekkert svoleiðis að hafa. Varð þvi ekkert meira úr þessum áætlunum þá. Tölur sem ég hef heyrt í því sambandi voru ekki háar. Á sama tíma voru stjórnendur þessara banka sem neituðu fyrirgreiðslu að ausa tugum milljarða í skúffufyrirtæki hvers annars sem ekkert voru nema nafnið. En sem dæmi um viðhorfið á þessum tíma þá má nefna sem dæmi að ef einverjum hefði dottið í hug að byggja fjölbýlishús í Þorlákshöfn á þessum tíma þá hefði verið spurt, Hvað viltu mikið ?
Annað dæmi úr nútímanum er verkefnið Fjölblendir sem maður úr Flóanum Kristján Björn Ómarsson hefur þróað síðustu árin og hefur verið í jákvæðum prófunum hjá stærstu bíla og vélaframleiðendum erlendis. . Þessi nýja gerð blöndungs sagði Kristján nýlega í blaðaviðtali að væri vel hægt að framleiða hérlendis en óvissa sé um lokafjármögnun verkefnisins. Semsagt fjármagni til að hefja framleiðslu. En líkt og við fyrrnefnt verkefni er fjármögnunarþörfin alls ekki há upphæð, jafnvel lág í samanburði við nýja stóra íslenska verslunarmiðstöð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2012 | 11:53
Þóra Arnórs.
Áheyrilegir og áhorfsvænir fjölmiðlamenn og konur verða vinir almennings. Með tímanum meira en gestir í stofunni heldur beinlínis hluti af heimilislífinu. Þessvegna hefur fólk í þeirri stöðu margfalt forskot á óbreyttan almenning þegar kemur að framboði til Forseta Íslands. Ekki spillir nú heldur þegar viðkomandi hefur persónutöfra , útgeislun, húmor og greind.
Allt þetta uppfyllir Þóra Arnórsdóttir en hvers vegna er framboð hennar staðreynd? Svarið er að vissum hópi fólks mislíkuðu gjörðir Ólafs Ragnars Grímssonar síðustu misseri. Útslagið var þó án vafa sú staðreynd að Ólafur fer hvergi leynt með andstöðu sína gegn aðild að ESB. Þar getur Þóra ekki falið fortíð sína eða þá staðreynd að hún var fram í síðustu viku höll undir þá aðila sem sjá ljósið við fulla aðild að Evrópusambandinu.
Í jafn viðkvæmu og eldfimu pólitísku ástandi og hér ríkir verða alltaf til andstæðir pólar. Forsetaembættið sleppur þar ekkert og Ólafur Ragnar hefur svosem ekki verið mikill lognmollu friðarstilllir þar síðust árin. Því varð að finna andstæðu. Búa til öðruvísi val , fyrst að Ólafur vill áfram sitja og gaf ótvírætt til kynna afstöðu sína til umdeildra mála.
Hugsum nokkur ár aftur í tímann. Forsetinn hefur nýlega hafnað þvi að undirrita umdeild fjölmiðlalög og vísað þeim til þjóðarinnar. Fjórða kjörtímabil hans er að enda. Gríðarlega ánægja ríkir með gjörning hans innan Samfylkingarinnar og því að hann stendur uppí hárinu á Davíð Oddsyni. Skorað er á hann að gefa kost á sér áfram. Ekki síst úr röðum Samfylkingarfólks.
Þarna bætti ég aðeins og stílfærði. En það breytir ekki inntakinu. Svona væri staðan nákvæmlega í dag ef pólitíska landslagið snéri svona. Þá hefði engin ung Kratamóðir úr fjölmiðlum átt séns. Andstaða er við Ólaf vegna þess að hann löðrungaði þá ríkisstjórn sem situr í dag. Vísaði umdeildum málum til þjóðarinnar , sem síðan greip tækifærið fegins hendi.
Undan því sveið, en andstaða Ólafs við ESB aðild fyllti mælinn.
Þó stuðningsmönnum Þóru hafi gengið vel að fá lágmarksfjölda meðmælenda skyldi enginn vanmeta póliíska refinn Ólaf Ragnar, né þá stöðu að hann er sitjandi forseti sem gefur fastan vísan byr.
![]() |
Þóra komin með lágmarksfjölda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2012 | 23:11
Í kross.
Sá endemis hringlandi og yfirþyrmandi óstöðugleiki í stjórn landsins frá degi til dags veldur því að almenningur er algjörlega búinn að missa lesskilninginn á þvi fyrir hvað þessi ríkisstjórn stendur.
Tvö til þrjú ár var frá upphafi algjörlega hámarks aldur þessarar samsetningar í stjórn landsins.Svo er enn.
Tökum bara eitt mál Gjaldmiðilinn. Hvurslags er þetta eiginlega? Hvað dettur fólki í hug næst? Hvernig á nokkur maður að átta sig á hvert skal stefnt ? Þessir samstarfsflokkar tala í þessu máli sem og fjöldamörgum öðrum svo mikið í kross að það hálfa væri nóg.
Nýfjárfestingar og vilji fólks til athafna er enn lamaður. Samt er hellingur af fjármagin til í landinu. Það voru ekki allir aular í síðustu bólu þó alltof margir væru það. En enginn þorir að leggja nokkurn skapaðan hlut í viðfangsefni sem koma þjóðinni vel. Þess í stað kaupa fjármagnseigendur sér nýja Landcrusier jeppa hægri vinstri sem kosta hver tugi milljóna. Það er talinn illskásti kostur til að festa fé.
![]() |
Verða að bíta í skjaldarrendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2012 | 22:56
Að kunna.
Þetta er góður pistill. Oft hugsað það sama.
Eg hugsa að ef ég væri skurðlæknir og skæri alltaf sama skurðinn alla daga og í nánd við sama líffærið..., ja þá gætir ég hugsanlega náð færni og tökum á viðfangsefninu. Einnig skurðlæknirinn ef hann færi í mína vinnu. Ekki kannski strax. En með tímanum. Og öfugt.
![]() |
Allt sem þú kannt er auðvelt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2012 | 10:37
Metvor í gróanda.
Ég hef aldrei getað veðurs og frosts vegna farið í öll vorverk í marslok. Nú er engin afsökun, jörðin klár allt vatn sígur jafnóðum niður og fært um flest tún til að bera á mykju. Það þýðir nú ekki í venjulegu ári að láta sig dreyma um slíkt nema á frosnum túnum á þessum tímapunkti.
Gróður og grös líta vel út hér um slóðir. En það stoðar víst lítt að fagna. Álftin og gæsin munu að vanda sjá um að minnka ávinning snemmfengins vors. Svo mikið étur það fiðurfé. Og mest á rándýrum nýræktuðum nýræktum.
En eflaust frystir. Ég hef ekki alveg tapað mér í veðurbjartsýni.
![]() |
Staðfest hitamet 20,5 stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2012 | 17:51
Meira en að segja það.
Afskaplega var þetta greindarlega mælt hjá Guðfríði Lilju. Hitti Össur sjálfan sem eflaust dreymdi um hraðsiglingu inn í náðarfaðminn hjá ESB.
Þegar hann sér að slíkt gengur ekki upp fyrir kosningar er önnur skýring búin til.
![]() |
Össur: Gæði umfram hraða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)