24.2.2013 | 15:28
Fríður hópur forystumanna.
Ég er á því að forystumenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna séu orðinn fríður hópur. Og hafi fríkkað til mikilla muna síðustu vikur .
![]() |
Bjarni þakklátur sjálfstæðismönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.2.2013 | 12:30
Fíkniefnafjandinn
Ég vil kalla hlutina réttum nöfnum. Bara ef einhverjum finnst fyrirsögn
pistilsins of sterkt orðuð.
Síðustu daga hefur skapast heilmikil umræða um fíkniefnapróf sem
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum lét taka á starfsmönnum sínum. Ólögleg vímuefni
greindust í nokkrum sjómönnum sem misstu starfið.
En ég fyllist allt að því óhug yfir umræðunni um
fíkniefnin og viðleitni vinnuveitenda til að halda starfsmönnum allsgáðum í hættulegum störfum..
Fyllist óhug vegna þess hve margir telja þetta óréttlæti og lítið
vandamál. En segir mér reyndar í leiðinni hve efnin eru útbreidd. Það
skín alltof áberandi gegnum allt saman. Að Vinnslustöðin sé tilbúin að gefa þeim tækifæri sem sjálfir óska aðstoðar eru hinsvegar góðar fréttir.
Það að útskolunn kannabis úr þvagi taki langan tíma, er engin afsökun. .
Sýnir þvert á móti lymsku og hægbrenglandi áhrif þessara efna á
einstaklinginn. Í raun má engu muna að snobbað sé fyrir grasinu hjá
mörgum sem eiga að vita betur. Sem skilar sér síðan lóðbeint til
þónokkurs hóps yngra fólks og fiktið byrjar. Með alltof alvarlegum
afleiðingum fyrir marga.
Einhversstaðar byrjar viðbjóðurinn og mjög oft á hassi og marejúana
reykingum. Virkar saklaust og auðvelt í byrjun en leiðir alltof oft til
kæruleysis, sinnuleysis og slaka. Svo seinna til áframhaldandi
tilraunastarfsemi er manni sagt. Þá er tekið til við "prófa" harðari
efnin
Eiturlyfja vandinn birtist okkur í sívaxandi glæpum. Fréttum af ránum og
ofbeldisverkum.Sjálfsvígum eða hvað þetta er nú allt saman sem fylgir..Ég undrast hve fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á að ræða
afleiðingar þessarar eiturneyslu þess utan. Í því fellst forvörn án efa. Nánast eingöngu er minnst á
miðlun efnanna (þ.e. dómar kringum smygl og innflutning) eða fjármögnunarglæpina ..Hvað með einstaklingana sem eru í þessu rugli? Hvernig
líða dagarnir. Hversu margir eru á vinnumarkaðnum og kannski ekki búnir
að hrynja niður í neðstu þrepin ?Hversu margir þvælast á milli vinnustaða
og tolla illa í vinnu?Hvernig vegnar þeim sem þó fara í meðferð. Hversu
hátt hlutfall nær hreinsun í hálft ár, eitt ár, fimm ár eða tekst þetta
alveg?
Það situr alltaf í mér saga af ungum efnilegum pilti. Hann villtist af
réttu brautinni um tíma. Prófaði pillu í áfengisvímu. Trúlega fór
eitthvað hvítt í nös líka. Varð fíkill. Með hjálp fjölskyldu fór hann
hinsvegar í meðferð. Náði að hreinsa út úr líkamanum og komst aftur út í
hið daglega líf.Þessi drengur var vel gefinn og hafði metnað. Draumur
hans var alltaf að læra flug. Hann hóf því flugnám og gekk það vel til að
byrja með. Stefndi hann markvisst að atvinnuflugmannsprófinu.Einn daginn
var hann alveg tekinn við stjórnun vélarinnar en hafði ekki tekið
sólópróf og flugkennarinn var því með honum. Allt í einu öskrar hann
upp og missir stjórn á vélinni. Skelfur sem hrísla, svitnar og er alls ófær um tíma að stjórna vélinni
svo að flugkennarinn tekur við.Skýringin sem hann gaf var sú að honum
fannst fíll sitja klofvega framan á vélinni rétt framan við skrúfuna!
Óþarft er að taka fram að draumar þessa pilts voru úr sögunni. Alþekkt
er að ofskynjanir geta komið fram í sködduðum einstaklingum löngu seinna
eftir að harðri neyslu er lokið.
Ég er ekki viss um að allir "vilji vita" eða geri sér grein fyrir
hrikalegum afleiðingum þessa. Sem ég vel að merkja þekki aðeins af
afspurn. Unga fólkið er hinsvegar áhættuhópurinn. Það þarf að vita og
fá markvissa fræðslu um hvílíkt rugl getur verið að byrja þessa helreið.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu 13. febrúar 2013.)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2013 | 05:55
Fíkniefnapróf.
Ég fyllist allt að því óhug yfir umræðunni um fíkniefnapróf á vinnustöðum. Öll sú umræða spannst vegna uppsagna sjómanna á skipum Vinnslustöðvarinnar i Vestmannaeyjum sem stóðust ekki próf.
Fyllist óhug vegna þess hve margir telja þetta óréttlæti og lítið vandamál. En segir mér reyndar í leiðinni hve efnin eru útbreidd. Það skín alltof áberandi gegnum allt saman.
Aðalmálið er þetta; Neysla Kannabis er ólögleg, lögbrot, efnið er bannað, gert upptækt af lögreglu ef það finnst. Ef starfsmenn fyrirtækis með ráðningarsamning um fyrirvaralaus fíkniefnapróf "lenda" (?) í því að reykja hass eða mareijúana - þá verða þeir veskú að gera slíkt í upphafi frídaga sinna. Rétt eins og sá sem dettur hressilega í það og drekkur stíft áfengi fram eftir nóttu, sest ekki undir stýri kl. 9 morguninn eftir.
Það að útskolunn kannabis úr þvagi taki langan tíma, er engin afsökun. Sýnir þvert á móti lymsku og hægbrenglandi áhrif þessara efna á einstaklinginn.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2013 | 12:13
Stokka upp.
Þetta er orðinn aðeins of heimilislegur kunningja samkvæmisleikur í Efstaleitinu.
Er ekki verið að grínast? Sömu höfundar ár eftir ár. Og ofan á það sömu höfundar með mörg lög í sömu keppninni. Sem er út í hött. Hefði nú verið einfalt að sporna við því, eða eru lögin virkilega svona döpur sem koma inn?
Þetta er allt geðugt, viðkunnalegt og besta fólk kringum þetta. En fyrirkomulagið er komið algörlega útí móa.
Hvers vegna í ósköpunum hleypur öll sú ótrúlega gróska og orka kringum íslenska dægurtónlist algörlega framhjá þessari keppni?
Stellingar flestra höfunda eru byggðar á tómum misskilningi. Formúlan er ekki til lengur til (ef hún var þá til) Hvarf endanlega þegar finnsku þungarokksskrýmslin unnu keppnina. Eftir sigur Lordi með Hard Rock Hallelujah varð keppnin ekki söm.
![]() |
Magni komst áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 30.1.2013 kl. 06:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.1.2013 | 22:29
Mesta formannskjör Íslandssögunnar.
Ef tekið mið af umfangi og fjölda viðtala í stærstu fjölmiðlum landsins stendur mikið til í Samfylkingunni. Aldrei nokkurn tíma frá upphafi vega hefur sést önnur eins umfjöllun kringum eitt saklaust formannskjör.
Nú síðast í Kastljósi með sömu spurningarnar og áður í Silfri Egils ásamt Sprengisandi. Sem og víðar,og víðar.
Fátt situr þó eftir. Mest talað um sprengmál og einsmáls - flokksmál Samfó sem er ESB, ef einhver hefur ekki tekið eftir því. Allsstaðar sömu spurningarnar.
Hvergi þó spurningar sem koma útfrá staðreyndum dagsins í dag. Meirihluti Íslendinga hefur ekki hug á inngöngu í ESB punktur. Hver er stefna Samfylkingar að gefinni þeirri staðreynd í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Dægurmál | Breytt 22.1.2013 kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2013 | 10:56
Pólitísk rétthugsun í hæstu hæðum.
Ef þú sveigir frá "réttri" skoðun ákveðins hóps færð þú ákúrur ráðherra.
Forstjórinn færir prýðileg rök fyrir sinu máli.
Flóttamannahjálp er göfugt verkefni. Þeim til sóma er slíku sinna og leggja í það fé.
En hvað er flúið, aðstæður og àstæður hælisleitenda eru vægast sagt misjafnar. Allavega er skiljanlegt að til séu skilgreiningar hjá SÞ.
![]() |
Orð tekin úr samhengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2013 | 17:16
Íslenskan.
Þegar ég var að alast upp höfðum við alvöru orðalöggur. Það var hreinlega ekki sama hvernig þú sagðir hlutina á kórréttri íslensku eða hvað orð voru notuð. Þeim tilmælum var komið til skila beint til allra landsmanna á einu útvarpsstöðinni sem þá fyrirfannst. Gufunni einu sönnu. Ég get lika nefnt Morgunblaðið. Kynntist því að eigin raun hve ritstjórar þess blaðs fyrr á árum höfðu mikil áhrif og stóðu fast í fæturna gagnvart ásælni enskunnar inní tungumálið síðustu áratugi. Nú er í þessu sem mörgu öðru, taumurinn gefinn laus. Alltof margir lausríðandi á hálu svelli okkar litla málsvæðis.
En hverja eru þá hætturnar? Er þetta ekki óþarfa raus kalla og kellinga á hverjum tíma? Jú, hugsanlega ef við ákveðum að hætta þeirri skemmtilegu iðju að finna íslensk orð yfir nýja hluti og hugtök. Orð sem falla að okkar tungumáli og litbrigðum þess. En leyfi mér enn að efast um að svo sé. Hvað sum nýirði varðar höfum við gengið lengra en aðrar þjóðir. Tek þar sem dæmi alíslensk skemmtileg orð og heiti; sími,gemsi,þota, þyrla, alþjóðlegt og svo mætti lengi telja . Öll festu þessi orð sig strax í tungumálinu. Sumir eru svakalega líbó (sjáiði, jafnvel ég ekki saklaus af að sletta) að þeir hafa engar áhyggjur af þessu. Ég álít það nokkuð hættulegt hugarfar. Nú eru á allra vörum app,i-phone, i-pad , dánlóda; öppdeita. Verst er að þessi orð festast í málfari yngstu kynslóðarinnar.
Ég er ekkert fyrir ofmikil afskipti stóra bróður. En stundum vantar að þeir sem fara með málefni íslenskunnar hugsi nógu hratt og hreinlega búi til eða óski eftir tillögum að nýjum orðum sem falla að íslenskunni þegar nýjungar, tækniundur og hugtök birtast. Með jákvæðu viðhorfi til íslenskunnar er margt hægt. Á fyrstu árum sjónvarpsins var alltaf talað um sjónvarpsskerminn. Þá datt einhverjum íhaldssömum snillingi í hug orðið skjár sem er fornt heiti yfir glugga. Á undraskömmum tíma tókst að breyta þessu og síðar færðist þetta yfir á tölvuskjá einnig.
Sumir hafa meiri áhyggjur af beygingarkerfinu. Hverfi falleygingin verður mikið tapað. Óttalega yrði málið snauðara með öll orði einungis í nefnifalli. Öll lærum við og hermum eftir það sem fyrir okkur er haft. Ef rata inní útvarpstæki mín útvarpsstöðvar fyrir yngstu kynslóðina af höfuðborgarsvæðinu vandast málið. Ég skil vart hvað fer fram. Þulir eru óðamála. Virðist standa stöðugt yfir keppni hver talar hraðast. Málfarið virðist á að giska 20- 30% ensk og enskuskotin orð. Sé hætt að sporna við er er hættan sú að okkar ástkær ylhýra láti undan.
Hér voru höfð horn í síðu enskunnar. Hvað á að gera? Svarið er einfalt. Auka enn enskukennslu í skólum og byrja hana fyrr. Margir þjóðir hafa fleira en eitt tungumál á valdi sínu og þarf ekki að vorkenna neinum það, sérstaklega ungu fólki. Mesti vandinn felst í ónógri kunnáttu beggja tungumálanna íslensku og ensku. Sé gott vald á hvoru tveggja minnka veruleika líkur á að þessu sé grautað saman.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu 9.janúar 2013.)
Dægurmál | Breytt 19.1.2013 kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2013 | 13:08
Dagur þjálfaranna.
Í leik sem þessum reynir á snilli þjálfaranna.
Þetta verður því eldskírn Arnons Kristjánssonar þjálfara að sumu leyti. Jafnar þjóðir að getu. Leikmenn sem gjörþekkjast flestir. Alltaf stemmning þegar landsliðin mætast ofl.
Nú reynir á hvernig spilað er á "pípuorgelin" sem þessir snillingar radda hver á sinn hátt.
Inná skiptingar, áherslur, stöðumat, kerfi.
Hér gef ég mér að íslenska liðið leiki af fullum dampi og getu. Þetta verður vandi.
En það er líka fróðlegt að sjá hve reynsluboltarnir fá að miðla miklu í leikhléum og eru óhræddir að koma með innlegg sín byggð á langfenginni reynslu. í viðbót við þjálfarann unga.
![]() |
Wilbek: Góður varnarleikur hjá Íslendingum á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2013 | 11:37
Góðar fréttir.
Mikilvægt fyrir liðið þessar góðu fréttir af líkamlegu formi Björgvins Páls. Allir vita hvað hann getur drengurinn svo vonandi verður hann heill.
Talandi um líkamlegt form þá er handboltinn meðal þeirra bestu, nánast ný íþróttagrein frá árum áður. Þegar maður horfir á gamla leiki með landsliðinu fær maður hálfgerðan kjánahroll. Þá meina ég hvað menn hafa þurft að bæta líkamleg úthald eftir að reglum var breytt og hröð miðja var m.a. staðreynd. Því virðist líkt og leikurinn sé sýndur á hálfum hraða. Nánast á hraða Armstrong þegar hann gekk á tunglinu. Sjáum eiginlega göngulag Geirs Hallsteinssonar og Viðars Símonarsonar aftur í vörnina en ekki hlaupastílinn. En klókar skyttur voru þeir.
Rússarnir voru góðir í gamla boltanum, en sátu síðan eftir þegar hraðinn jókst um helming. En þeir ku vera að læra og hafa breytt um áherslur. Verður fróðlegt að sjá til þeirra.
![]() |
Meira en 100% tilbúinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2013 | 10:59
Gæðin skipta máli.
Góðar fréttir fyrir framleiðendur og neytendum líkar þessi gæðavara.
Andri Freyr og Gunna Dís veltu því fyrir sér á Rás 2 í morgun hví neyslumjólkin hefði allt í einu lengri tíma á dagstimpli fernanna.
Ástæðan er einföld. Aukin gæði mjólkur frá framleiðendum. Á síðustu áratugum hefur frumu og gerlatala snarlækkað. Sem veldur því að hægt er að tryggja gæði vörunnar lengur en áður þekktist. Það eru ekki nýjar fréttir, en til mikilla þæginda bæði fyrir framleiðendur og neytendur.
![]() |
Góð sala mjólkurafurða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)