10.8.2015 | 17:14
Með of mikla fortíð.
Vandamál Bjartrar framtiðar eru Guðmundur (sem hefur átt viðdvöl í vel rúmlega helming flokkakerfisins) og Robert Marshall.
"Ferskleiki" nýs afls hefur fokið út í buskann þegar þeir á þingi rifast og skammast með glymjandi bjöllu aftan við hausamótin. Aðallega í von um að rata i kvöldfréttirnar og halda að sú gamaldags stjórnarandstaða hifi upp fylgið. Þveröfugt hefur gerst.
Þó eigi aldraðir séu flækist fortíðin bara fyrir þeim.
![]() |
Vill ekki formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2015 | 12:54
Strandir
Keyrðum í flaumi og stórfljóti ferðamanna á öllum farartækjum norður á bóginn á föstudegi fyrir tveim vikum. Í Staðarskála á karlaklósettinu átti maður eiginlega absúrd móment. Tvístígandi, bíðandi eftir no. 1 og 2, uppá endann þétt á meðal Kinverja, Araba, þeldökkra blökkumanna ( veit ekki hvort má segja blökkumaður í dag) og Þjóðverja, varð mér eiginlega ekki mál lengur og snéri aftur út. Hafði samt ekkert beinlínis með ferðamenn að gera. Snyrtingin var eflaust talin nógu stór þegar nýtt hús var byggt fyrir örfáum árum. En ekki lengur. Þessi alþjóðlega kallaflóra gekk heldur ekki nógu snyrtilega um svo það gerði nú útslagið. Að taka upp setuna áður en pissað er. Algjört grundvallaratriði.
Við fórum ekki áfram norður í iðu og straum umferðar. Beygðum til vinstri í vesturátt. Allt féll eiginlega í dúnalogn. Dóluðum okkur í sól og blíðu framhjá Borðeyri og áfram, mættum varla farartæki né túrista. Svona finnast enn "róleg" svæði.
Drangsnes er með minni sjávarþorpum landsins. Einn af þessum stöðum sem leynir a sér. Amerískur ferðamaður fullyrti við vertann er hann gerði upp fyrir brottför, að þar inni á látlausum veitingastaðnum hjá gistiheimilinu, hefði hann smakkað þann besta fisk (þorsk) sem hann hefði bragðað á æfi sinni. Við hittum þannig á að loksins var að hlýna sögðu heimamenn eftir kalt vor og sumar. Það væri dramb að segja okkur Sunnlendingana hafa komið með sumarið. En ef svo, var það velkomið. Eitt sérkennilegasta dæmið um hitastig á sumum landsvæðum þetta sumarið er að heitasti dagur ársins til þessa var í febrúar! Fór þá í 15 gráður. Man ekki hvar þetta var.
Gistum og sváfum vel á Drangsnesi, en staddur þar í heiminum er hreinlega ekki hægt að sleppa heimsókn að Djúpuvík.
Vegurinn um Strandir var fínn. Kom mér á óvart reyndar. Sléttur og mjúkur malarvegur ( betri en Hamarsvegur hér í sveit) en eðlilega aðeins bugðóttur og á stöku stað halli og krappar beygjur. Rekaviður í ómældu magni, en virtist nokkuð veðraður. Trúlega samt ekki í líkingu við á árum áður , (Sovét-tíma). Eftir beygju fyrir eitt nesið blasir allt í einu við Djúpavík og gamla verksmiðjan í fjarska. Merkilegt hvaða sumu fólki, frumlegu í hugsun, getur dottið í hug. Að festa kaup á þessu öllu, eyðistað i niðurníðslu hefur varla þótt gáfulegt. En eigendur hafa ekkert anað að neinu. Taka endurbyggingu í áföngum. Heillandi staður og súpan í hádeginu var fín. Mjög temmilegt rennerí af gestum. Hár foss ofan við húsin sem breiðir úr sér á niðurleið gefur umverfinu sérstakan svip.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2015 | 23:15
Undur á RÚV.
Mikil tíðindi urðu í dag á Ríkisútvarpinu. Í fréttatíma um hádegisbil var vitnað í danskan hagfræðing Lars Kristiansen. Sá fullyrti að Evran væri mistök. Vandræði Grikkja mögnuðust að stærstum hluta vegna upptöku Evru og Evrusamstarfsins.
Látum efnahagslegar hörmungar Grikkja liggja milli hluta hér. Af þeim fáum við heldur betur fréttir.
En þessi frétt sem Fréttastofan sló upp, vakti athygli mína. Á þetta hefur verið bent nú í mörg ár af fjölda fólks. Fjölmiðlum, einstaklingum, sérfræðingum og samtökum. Semsé að Evran henti einna best Þjóðverjum , þ.e. langstærsta hagkerfinu. Fyrir aðra sem af einhverjum ástæðum lifa ekki í sama efnahagsveruleika getur læsing í þessum gjaldmiðli beinlínis verið skaðleg og hamlandi. T.d. valdið gífurlegu atvinnuleysi.
Aldrei hefur Fréttastofan tekið þessi sjónarmið til alvarlegrar umfjöllunar. Gerðist ekki fyrr en dæmið æpti á alla Evrópubúa. Hinir sem lofsyngja hafa fengið að eiga sviðið.
Þessi sami Lars benti einnig á hann sjálfur hefði aldrei mælt með því fyrir Íslendinga að taka upp Evru.
Sennilega fékk Lars "quote" um þetta umdeilda efni vegna þekktrar spár sinnar stuttu fyrir Hrun. - Að íslenskt efnahagskerfi stefndi þá á hengiflug vegna gífurlegrar skuldsetningar banka og fyrirtækja.
![]() |
Treysta ekki grísku ríkisstjórninni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2015 | 17:14
Ofaná fleira
Þetta eru stórar tölur óneitanlega.
Í framhaldi af þessu rifjast upp árlegur aðildar - kostnaður sem var áætlaðir í tíð Össurar sem Utanríkisráðherra. Heilir 15 milljarðar króna í það minnsta.
![]() |
Hefði reynst Íslandi dýrt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2015 | 22:23
Fullreynt.
Kjarasamningar hafa hingað til virkað þannig; til að semja þurfa báðir aðilar að láta af sínum ýtrustu kröfum.
Þegar annar deiluaðilinn, þ.e. sá sem er í kröfugerðinni, biður og bíður og bíður mánuðum saman ( í verkföllum) eftir að kvittað sé uppá sínar kröfur getur ekki endað vel.
Með fullri virðingu fyrir kröfugerðinni, er raunsæið nauðsynlegt með.
![]() |
Reyna að svelta okkur til hlýðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2015 | 21:15
Fínt.
Það er eftirspurn eftir Íslandi. Því engin ástæða til að vera ódýr. Innan skynsamlegra marka getum við alveg verið í dýrari kantinum meðan svo er.
![]() |
Leiguverð enn lang hæst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2015 | 14:04
Af slæmum spádómsgáfum.
Svartsýnisspár ganga sjaldan eftir. Íslendingar er er klaufar við
slíkt. Erum trúlega seigari en við sjálf höldum. Hin hliðin er
líka að við vanmetum oft eigin hæfni og getu. Einnig samfélagið og landið sjálft. Tölum flest niður í útbreiddum svartsýnisköstum, en stundum vill það þróast útí óraunsæi.
Aftur að fullyrðingunni um svartsýnisspárnar. Spáð var að varla nokkur
túristi myndi heimsækja landið ef hvalveiðar hæfust á ný.
Stærsta hvalaskoðunar miðstöð landsins er í nágrenni aðal hvalveiðsvæðin
hérlendis. Hér er mesta fjölgun ferðamanna á Vesturlöndum . Vinsælasti
réttur hins vinsæla veitingastaðar "þrír Frakkar í Reykjavík af erlendum ferðamönnum ku vera hvalkjöt.
Einnig voru (og enn í dag) ótt og títt, virkjanir taldar skerða
ferðamannastrauminn. Þversögn þess er trúlega sú að mest sótti
ferðamannastaður landsins er klesstur upp við virkjun. Og Bláa Lónið stækkar enn. Ég nefni þetta
sem dæmi um lélega spádómsgáfu margra sjálfskipaðra beturvitringa.
Fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur mjög gaman af upprifjunum. Mættu til fróðleiks
rifja upp allar svartsýnisraddirnar. Þar féllu stór orð. Nú er meira
rætt um átroðslu af völdum ferðamanna. Jafnvel líka eftir umdeilda
Kárahnjúkavirkjun.
Ég nefni þetta sem dæmi um lélegar spár sem í þessum tilfellum sýna hve
sterkar skoðanir geta skert raunsæi hugsandi fólks. Skal samt alveg
taka fram að frá mínum sjónarhól eru hvalveiðar í dag einungis
gæluverkefni Kristjáns Loftssonar, þó fjölmargir hafi reyndar af því
atvinnu. Einnig tel ég það galið að virkja með látum allt mögulegt
hér einungis til að selja einni meðalstórri borg á Bretlanseyjum hluta
síns rafmagns, gegnum ævintýrlega rándýran sæstreng. Nær væri að
viðhalda og lækka enn frekar verð raforku til almennings og innlendra
fyrirtækja. Slíkt, með skynsamlegri, áframhaldandi vistvænni orkunýtingu gerir
landið bara enn byggilegra.
Verra var þegar við vorum beinlínis plötuð. Fram að miðju ári 2008 var ástand bankastofnana falsað og þjóðin
vísvitandi blekkt af stjórnendum þeirra og þáverandi eigendum, innan stórra gæsalappa. Galin bjartsýni , ofmat og
háflug þeirra ára telst því ekki marktækt sem lýsandi ástand og mat á
eðlilegri getu þessarar þjóðar á ólikum sviðum. Þá sveifluðust nú fyrrgreindar framtíðarspár útí heiftarlegt ofmat á okkur sjálfum og peningaviti.
Gallinn er hinsvegar hve við glimum mörg enn við afleiðingarnar. Hluti af því endurspeglast nú í kjarabaráttu og að vinna til baka það sem skekktist og skældist í kjörum fólks við magalendinguna.
Þar ofbýður fólki ofsagróði sumra fyrirtækja og einstaklinga ásamt ógnvænlegegri sjálftöku fjár líkt og ekkert sé sjálfsagðara. Það veldur undirliggjandi mesta kraumi kjarabaráttunnar. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur stundum nefnt að þegar farið sé að deila um margföldunartöfluna séum við í slæmum málum. Á þar við hið augljósa og margsannaða í sumum málum. Víxlverkun kaupgjalds og verðlags gæti því miður fallið vel inní þessa skilgreiningu.
Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu maí 2015.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2015 | 10:53
Langstærsti ósigurinn.
Mestur er ósigur fyrirbærisins skoðanakannana. Þessi úrslit sýna sem aldrei fyrr hve slíkir samkvæmisleikir er kvikul afþreying.
Vísbendingar í vissum tilfellum en stórlega ofmetnar þegar dregnar eru ályktanir sem stórisannleikur alltof oft.
![]() |
Vekur upp fjölda spurninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2015 | 11:10
Svona verða menn ríkir.
Athyglisvert viðtal. Kaupa á mörkuðum þar sem þunglyndi ríkir segir fjárfestirinn Jim Rogers. Auðvitað. Mesta áhættan eru eru eflaust kaup í hagvaxta uppsveiflu, þar er líkt og hann bendir á hættan sú að styttist í bólu. Mesta skynsemin þá er eflaust að selja, í sjálfu sér er þetta ekki svo flókið.
![]() |
Myndi kaupa í Norður-Kóreu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2015 | 17:16
Að flytja inn dýrtíð.
Þetta er einfaldlega hluti þess að gera Ísland byggilegt. Lægra orkuverð til almennings en víðast annarsstaðar. Að auki hrein orka.
Með sæstrengs-hugmyndum á óleynt og velljóst að stórhækka rafmagns og orkureikninga heimilanna. Sem er gjörsamlega óskiljanlegt. Ekkert heimili sleppur við slik útgjöld. Sem leiðir til einfaldrar niðurstöðu. Það skiptir minnstu máli hvað hlutirnir heita. Bensínverð, vaxtagjöld, matvælaverð, olíuverð, verð á þjonustu, ORKUVERÐ. Því lægri og hófstilltari verðlagning, því byggilegra.
Ég þekki orkuverð á lítilli íbúð í Berlín á mánuði sem dæmi. Orkuverð þar er okur-verð, miðað við á Íslandi.
Reynum því að halda og verja það sem við höfum, en ekki snúa á hvolf og búa til dýrtíð.
Í samanburði við tugmilljóna þjóðfélög hér í nálægum löndum er hér orku-örmarkaður hvað stærðir varðar. Þrátt fyrir allan orku belginginn á stundum. Það ruglar hinsvegar suma að hann er risastór á innanlandsvísu miðað við mannfjölda. Sem er annar hlutur. Orkan er líka eftirsótt og það getum við notfært okkur án þess að refsa almenningi, viljandi.
![]() |
Orkuverð lægst hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.3.2015 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)