1.1.2016 | 10:21
Gleðilegt ár 2016.
Þakka fyrir innlitin hér á bloggið.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2015 | 20:12
Hvað skyldi teljast stórar fréttir á RUV?
Sérkennileg var röð kvöldfrétta hjá RÚV 28.desember 2015.
Óveður, eignatjón á Austurlandi. Á Egilsstöðum fuku m.a. járnplötur af húsum í heilu lagi og vatnstjón af þeim völdum. Leysingavatn flæddi inn í íbúðir víða á héraði og fjörðum. Dúandi vatnssósa umflotin parketgólf víða. Snjó og krapaflóð stórskemmdi íbúðar hús á öðrum stað. Á það var vart minnst og engar myndir af því í frettunum.
Merkilegra þótti á undan; a) pælingar og álit einhverra á eftirlaunum slökkviliðsmanna, b) vangaveltur um (kannski bloggara veit ekki) um helgidagafrí verslunarfólks,c) innanlandsmál (reyndar vatns flóð) á Bretlandseyjum!
PS. Skv. röð frétta. Snertir vatnsflóð á Bretlandi Íslendinga meir en sambærileg tjón á Egilsstöðum.?
Ég vil lofa lesendum að giska um röð kvöldfrétta hefði sambærilegt átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu.
En vonandi veldur óveðrið sem spáð er nú ekki skaða.
![]() |
Svona gengur óveðrið yfir landið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2015 | 21:55
Senda þetta fólk í jólafrí, samstundis.
Gleði, jákvæðni og bjartsýni.
Eitthvað á þessa leið útlistaði Edda Björgvinsdóttir leikkona lykilinn og leiðina að góðum vinnustað. Á RÚV er nýlokið þætti þar sem fjöldi brosandi fólks smitaði aðra inn í stofu. Var það þó á vinnustaðnum.
Augljóst að ekki var um að ræða vinnustaðinn Alþingi.
Ég hef ekki hugmynd hvort alþingismenn eru búnir að fá nóg. Almenningur er búinn að fá nóg. Þarna er eitthvað mikið að.
Mér er sléttsama hverjum er um að kenna.
Herra forseti. Sendu þetta fólk heim í jólafrí samstundis! Alla 63 talsins.
Látið á reyna hvort ekki rjátlast aðeins af fólkinu geðvonskan í fríinu.
![]() |
Gunnar Bragi frussaði í vandlætingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 17.12.2015 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2015 | 11:32
Skilgreina " nauðsynjalausu".
Ég heyrði í útvarpi áðan tilkynningu frá lögreglu. Þar var fólk í einu úthverfi Reykjavíkur hvatt til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu vegna slæmrar færðar.
Að öllu venjulegu er þar einungis um að ræða örfáar klukkustundir. Sjaldgæft að óveður atandi lengi samfellt.
Hugsanlega er þetta þannig;
Nauðsyn: Vinna (hjá flestum,sumum dugir vel tölva eða sími part úr degi), veikindi, slys.
Ónauðsynlegt í ófærð.: Ræktin, skólar (ef þeir segja svo) tómstundir.
Alls ekki tæmandi. Vinsamlegar ábendingar.
![]() |
Blindur og kaldur morgunn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2015 | 21:52
Skamm! En hvað svo?
Reglulega fáum við fréttir af hlýnun jarðar og bráðnun íss. Inn á milli aðeins fréttir um kuldatíð, en hugsanlega sjaldnar. Oftar en ekki eru þessar frásagnir með brodd, meiningu, jafnvel fréttaskýringar í ásökunartón. Allt þér að kenna ! , er í sem stystu máli tóninn hjá mörgu gáfuðu og vísu fólki.
Málið er þó varla svona einfalt. Síðustu 200 árin hafa verið margvíslegar framfarir. Aukin lífsþægindi og nýjungar. Hraðari ferðalög, betur kynt hús, auknir vöruflutningar, þægilegri bílar, fjölbreytt matvæli, fólksfjölgun og svo má endalaust telja. Afleiðing alls þessa er hlýnun jarðar segir okkur stórgáfað fólk. En í raun er haldið að okkur klingjandi vekjaraklukkum með ærandi hávaða en samt haldið áfram að sofa. Enda hvað geta Jón og Gunna gert? Svar, lítið sem ekkert. Hver hefur bakkað um 200 ár? Hver vill bakka um 200 ár ? Enginn af öllum þessum milljörðum. En að vísu lifa nokkrir milljarðar fólks líkt og við Íslendingar gerðum fyrir öld. Þessum fátækustu íbúum dreymir samt flestum um annað og betra.
Samviska Íslendinga má vera býsna góð í þessu stóra samhengi. Við framleiðum okkar eigin orku á mengunarlausan hátt. Við framleiðum ál sem m.a. léttir bíla og dregur úr hefðbundinni eldsneytiseiðslu. Sem liðsmenn um hreina jörð tókum við í Flóahreppi upp fulla flokkun sorps fyrir tæpum níu árum síðan. Það tók hálfan mánuð. Enn eru samt stjórnendur sveitarfélaga að vorkenna íbúm sínum þetta verk sem er gert í allskonar stigs- áföngum. Er á örfáum stöðum komið í fulla framkvæmd með þrem aðskildum tunnum. Verkefni sem ESB setti íbúm sínum kringum árið 2020 tók semsagt tvær vikur fyrir tæpum áratug.
Það stendur uppá æðstu ráðamenn stærstu iðnvelda en ekki okkur. Kína, Bandaríkin, Rússland,Indland og fleiri. Við komust þó uppað þeim fyrir ári síðan. En útblástur úr litlum götum í Holuhrauni setti Ísland allt í einu á par með öllum ríkjum ESB á einu augabragði hvað spúandi mengun snerti. En vonandi var það ekki okkur að kenna. Jarðeldar hafa ekki enn verið skilgreindir af völdum manna.
Hitastig á jörðinni hefur alltaf farið hækkandi eða lækkandi. Jarðsagan og hitastig í gufuhvolfi er alltaf í sveiflum. Upp eða niður . Það er ekki nýtt.
En að gera hreint eða hreinna í hinum víðasta skilning er þó varla umdeilt.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu nóv. 2015)
Dægurmál | Breytt 16.11.2015 kl. 12:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2015 | 17:40
Argast út í réttan hlut.
Þetta minnir á manninn sem var óhress með húsbónda sinn, en lamdi hundinn.
Þorði ekki að andæfa honum.
"...hér mun ekkert breytast fyrr en hún fer (verðtryggingin). Réttara væri að fátt mun breytast fyrr en vaxtastig kemst á mannsæmandi ról. Það er stóra málið.
Vissulega gætu bankar tekið meiri þátt í áhættu við íbúðalán. Þeir hafa alltaf veð. Því ætti þar einnig líkt og í flestum lána lánaviðskiptum í dag - að vera val um óverðtryggt lán.
En vandamálið er há vaxtaprósenta.
![]() |
Verðtryggingin er að drepa allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.10.2015 | 10:25
Allt er gengisfellt.Líka veikindi.
Íslendingar elska gengisfellingar.
Þegar fjölmiðlar tala um veikindi og "væntanleg veikindi" lögreglumanna er um leið gert lítið úr þeim sem glíma við veikindi.
Á þennan hátt er meining þessa orðs (gengis)- felld. Skróp í mótmælaskyni væri nær lagi
Svo verður peninga gengisfall eftir nokkra mánuði þannig að þetta er allt eftir bókinni. Höfum aldrei þolað góða daga án þess að fara yfir strikið.
Gengið er að verða of hátt skráð og víxlverkun kaupgjalds og verðlags framundan. Hagnaður t.d. sjávarútvegs fýkur út í buskann miðað við síðustu ár. Ergo minni hagnaður verður á öllum útflutningi, sama hvað hann heitir vegna hás gengis í bili.
Það hins vegar tekur því ekkert að skilja lögreglumenn og sjúkraliða eftir í taxtakjörum. Þessir hópar eru ekki blórabögglar í stóru myndinni, né raska þeir einir og sér nú röskuðu jafnvægi.
![]() |
Lögreglumenn tilkynntu veikindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2015 | 20:03
Sjóræningjalandið
>
> Margir eru í spekingslegum stellingum þessa dagana og reyna í mikilli
> viðleitni að útskýra háflug Pírata í skoðanakönnunum. Þetta erlenda
> flokks-útibú sem er eitthvað feimið við að íslenska hið erlenda nafn
> hreyfingarinnar (útleggst sjóræningjar) mælist langhæst í skoðanakönnunum
> svo eftir er tekið. Þessi samkvæmisleikur sem fyrrgreindar kannanir
> eru, virðast nálgast að taka við kosningum sem yfirleitt eru á 4 ára
> fresti. Svo mikið rými fá þær í fjölmiðlum. Eitt vakti þó athygli mína
> ( ótengt Pírötum) , nánar tiltekið að kannanir á viðhorfi kjósenda til ESB
> voru settar alveg í salt þegar vandræðin hjá Evruhóp ESB landa náði
> hámarki. Nánar tiltekið tengt skuldavanda Grikkja og fleiri ríkja.
> Aftur að skoðanakönnunum, þannig varð forystumaður hinnar Björtu
> Framíðar að segja af sér einungis vegna slaks gengis í fyrrgreindum
> könnunum. Sá hinn sami Guðmundur Steingrímsson hafði raunar haft
> viðkomu í rúmlega 70% íslenska flokkakerfisins svo vart gátu fylgt
> honum ferskir nýir vindar í augum kjósenda. Hugsanlega fauk ferskleikinn
> útum gluggann þegar Guðmundur og Robert Marshall iðkuðu þá hefðbundnu
> iðju að rífast og skammast með glymjandi bjöllu aftan við hausamótin.
> Aðallega með von um að rata í kvöldfréttir þann daginn. Sem þeir gerðu
> vissulega oft, en virkuðu örugglega ekki sem sexý né frumleg
> pólitísk tilþrif í augum yngri kjósenda.
>
> En hvað skýrir þá flug Píratanna.? Að mínu mati hrein óánægja með
> hefðbundin stjórnmál. Ekki stefna þeirra í miklu mæli, því hún hefur
> verið all þokukennd fram að þessu. Úr því eru þeir þó að bæta þessa
> dagana, enda varla annað hægt. Ekki er heldur skýringin í mannavali,
> því enginn veit hver verður í framboði næstu kosningar, eða öllu heldur hvaða andlit eru á bakvið væntanlegan stærsta flokk. Sem er mjög sérkennileg staða. Birgitta telur
> Stjórnarskrármálið ein af ástæðunum fyrir auknu fylgi. Ég hef nú
> reyndar ekki orðið var við þá umræðu undanfarið , né að það afmarkaða mál
> liggi þungt á yngri kjösendum, þeim hóp sem styðja Píratana mest.
Yngri hópur kjósenda sér hugsanlega von í nýju afli. Það tengist án efa
> húsnæðismálum þó slíkt sé ekkert fyrirferðarmikið í stefnuskrá Pírata.
> Slæm staða húsnæðismála á Íslandi hjá yngra fólki er ekki sæmandi.
> Aðgengi að fyrstu kaupum og leiguverð á höfuðborgarsvæðinu er nánast
> manngerður múr.
> Hleypum unga fólkinu aftur inn í húsnæðiskerfið . Það hefur nógu lengi
> verið læst úti. Og margir eldri borgarar reyndar líka.
(Birt i Sunnlenska Fréttablaðinu sept. 2015)
Dægurmál | Breytt 30.9.2015 kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.8.2015 | 13:34
Alvöru miðbær Selfoss.
Það komu margar greinar í héraðsblöðin fyrst eftir að hugmyndir um nýjan miðbæ
í hjarta Selfoss voru kynntar snemma í vor. Sitt sýndist hverjum og
flestar voru þær frekar á neikvæðu nótunum fannst mér.
Þarna voru djarfar áætlanir og sumum þótti full mikið háflug í útfærslum
og frumdrögum uppdrátta og teikninga.
Í mínum huga er eftirfarandi aðalatriði. Þegar komið er norðanmegin
yfir Ölfusárbrú í suðurátt blasir við stórt óbyggt svæði, staðsett
algjörleg í miðju og hjarta bæjarins. Bæði alvöru miðbæjarsvæði útfrá
deginum í dag og líka frá því þegar Selfoss byrjaði að byggjast upp og fyrstu
húsin risu. Við erum að tala um nokkur skref frá Tryggvaskála sjálfum.
Þetta er án nokkurs vafa algjörlega einstakt tækifæri á landsvísu fyrir
eitt bæjarfélag. Ekki síst vegna þess að þó Selfoss teljist ungur bær
þá eru nú samt liðin nokkuð á annað hundrað ár frá byggingu og vígslu
Ölfusárbrúar.
Ég átta mig ekki alveg á almannaróm þó sumir þessara greinastúfa í
héraðsblöðunum hafi verið frekar neikvæðir. Í sumum þeirra glitti í
bæja togstreitu í Árborg tengdri nýjustu gullkálfum Íslendinga. Sem þessa dagana
verða að teljast erlendir ferðamenn.
Sjálfur hafði ég sem nágranni og Sunnlendingur séð fyrir mér á þessum nú
óbyggða reit, hlýlegan miðbæjarkjarna með frekar lágreistri byggð og
húsum í íslenskum stíl. Svæði sem einnig héldi vel utan um þokkalega
fjölbreytt mannlif . Hvort sem það væri við uppákomur í bæjarfélaginu, á ósköp venulegum degi eða á mesta og ( nú) vaxandi túristatíma.
Ég segi ekki að teikningar og drög hafi verið eins og maður hugsaði. Sum hús komu greinilega inn kópi peist annarsstaðar frá. Með skringilega háum kjallar sem þó var á yfirborðinu. Á svona stað hlýtur að þurfa þægilegt aðgengi fyrir alla í góðri göngu hæð. Kannski hefði mátt vera samkeppni útfrá þessari hugmynd og þeim byggingar stíl sem í tillögunum sjást. Persónulega þætti mér ekki mishár flatþekju Funkis- húsastíll með risa gluggum og ómældri steinsteypu, hvorki hlýlegur né heillandi á þessu afmarkaða svæði. En þarna má líka hugsa sér sambland af nýjum og gömlum stíl, en byggingar í kjarnanum samt með áþekku sniði.
Þessum
málum svona skátengt má segja, minnist ég deilna í menntaskóla í borginni fyrir nokkru áratugum. Þá lenti maður sveitastrákur inní
heitum umræðum ungra Reykvíkinga um Bernhöftstorfuna og framtíð hennar.
Það skal fúslega viðurkennt að þar í Hamrahlíðinni forðum skipaði ég mér
í rangt lið. Enda sá ég fljótt að mér þegar endurbygging hófst. Allt fylltist strax lífi þó byggingar væru ekki "modern".
Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu, júlí 2015
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2015 | 17:14
Með of mikla fortíð.
Vandamál Bjartrar framtiðar eru Guðmundur (sem hefur átt viðdvöl í vel rúmlega helming flokkakerfisins) og Robert Marshall.
"Ferskleiki" nýs afls hefur fokið út í buskann þegar þeir á þingi rifast og skammast með glymjandi bjöllu aftan við hausamótin. Aðallega í von um að rata i kvöldfréttirnar og halda að sú gamaldags stjórnarandstaða hifi upp fylgið. Þveröfugt hefur gerst.
Þó eigi aldraðir séu flækist fortíðin bara fyrir þeim.
![]() |
Vill ekki formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)