7.9.2016 | 20:07
ESB fólkið leitar heim.
Mjög eðlilegt. Kemur varla á óvart. Eins máls flokkur í grunninn. Um stöðu mála hjá Evrópusambandinu er settur tappi i eyrun og kíkirinn á blinda augað. Ísland skal inn.
Þetta ágæta fólk og fleiri eru enn með fluguna í hausnum.
Heyrði feiknarlega fróðlegt viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson fyrir nokkrum dögum.
Nokkurn veginn svona var spurningin til hins mikla Evrópusinna.
spyrjandi: Á Ísland að sækja um inngöngu?
Jón Baldvin. Nei! Það á ekki nokkurt einasta land að sækja um inngöngu við núverandi að stæður í Evrópu.
![]() |
Getur ekki annað en verið glaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2016 | 01:40
Ótrúlegt lið.
Ekki hægt að fjölga meir lýsingarorðum hversu frábært afrek þetta er hjá drengjunum og stjórnendum landsliðsins.
Sjaldan minnst á við afrek líkt og þetta hversu miklar þakkir þeir eiga líka skilið sem hafa þjálfað og haldið utanum afreksmenn sem þessa upp alla yngri flokka á Íslandi.
Verð nú að viðurkenna að mér leist hreint ekkert á blikuna í æfingaleikjum liðsins síðasta ár. Fjöldamörg töp í röð. Þar söknuðu þeir greinilega mjög markvarðar síns Hannesar Halldórssonar sem átti í meiðslum.
algjörlega frábært og liðið er löngu komið gjörsamlega framúr öllum vonum og væntingum landans. Þessvegna stóð bláa hafið nánast gapandi í stúkunni að leik loknum. Fólk trúði þessu vart.
![]() |
Lars: Þetta var ósvikin gleði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2016 | 00:02
Hver verður markvörður?
Aðalmálið fyrir EM er. Verður aðalmarkvörður liðsins heill og mun hann geta spilað?
Það er hægt að tímasetja uppá mínútu hvenær fór að halla undan fæti hjá þessu frábæra liði. Gerðist eftir axlarmeiðslin slæmu. Eftir það var enda-slútt vináttuleikja ekki svipur hjá sjón og klaufamörkin spændust inn, likt og úrslit síðustu leikja gefa til kynna.
En vonandi horfir allt til betri vegar og baráttuglampinn með heilum leikmönnum gefi upp neista sem ræsir strákana til einna, tveggja eftirminnilegra úrslita í Frakklandi
![]() |
Ég hef ekki áhyggjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2016 | 22:25
Refsivöndur og hýðing Seðlabankans.
Úttekt Jóns Daníelssonar á stöðu efnahags og mennta mála hérlendis þessi misserin er mjög áhugaverð.
Vaxtaokur Seðlabanka og viðskiptabanka kemur hann inná. Þar er sá hluti þjóðarinnar sem skuldsetur sig til lífsnauðsynja og framkvæmda hýddur á beran afturendann um hver mánaðarmót þegar vaxtareikningur fer fram. Af því svíður víða. Á hástigum verðbólgu flogakasta hér innanlands er okur þetta kennt við verðtryggingu. Það er svosem sama hvað þetta heitir, en við lága bólgu líkt og nú skiptir verðtryggt eður ei, engu máli. Málið er gjörsamlega galið vaxtastig.
Um þetta segir hinn virti fræðimaður og kennari við London School of economics ;
" Þegar vextir eru hækkaðir flæða peningar inn til landsins og það eykur þenslu. Vextir eru of háir á Íslandi og hafa verið of háir. Ein stærsta ástæða hrunsins árið 2008 er peningastefnan fyrir hrunið og að vextir hafi verið of háir, sagði Jón. Ég skil ekki af hverju vextir eru jafn háir og þeir eru í dag og skil alls ekki af hverju þeir voru svona háir eftir hrun, sagði Jón.
amen
![]() |
Útlitið er ekki alveg svart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 8.4.2016 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2016 | 10:29
Samansafn af frambjóðendum.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu mars 2016)
Ég er svo sérstakur, einstakur og öðruvísi einstaklingur að ég býð mig fram í forsetann. Þannig virðast margir hugsa þessa dagana. Hógværð og lítillæti virðist á hallanda fæti hjá þessari þjóð. Í alvöru , fólk (og svona margt fólk) virðist mér flest haldið hliðar raunsæi að bjóða sig fram í embætti forseta. Komnir 12 nú þegar hef ég heyrt. Allt hið vænsta fólk eflaust. En bara að halda það sé meðetta. Hugsanlega er samt bara liðin tíð að einhver fari fram vegna fjölda áskorana og að margir hafi komið að máli við mig. Þannig var það einu sinni.
Mesti gallinn er samt sá að flestöll sem þegar eru komin fram misskilja starfslýsinguna hrapalega. Hún á við framboð til Alþingis en ekki til forseta. Þau banka á rangar dyr. Það litla sem ég hef heyrt ( sakir takmarkaðs áhuga aðallega) er sérsniðið sem stefnuskrá nýs stjórnmálaflokks og sallafínt sem slíkt. Vissulega alls ekkert allt galið að mínu mati og satt að segja synd að 90% og hugsanlega 100% þeirra visku sem þegar er komin fram, falli óbætt hjá garði, út í læk eða niður í klósettið. Sá /sú rétti / rétta er sennilega ekki komin fram ennþá.
Forsetaembættið er ekki skilgreint sem valdaembætti. Því fylgja ekki völd. Þá geta pirraðir Kratar eflaust haldið hinu fram. Að Ólafur Ragnar hafi þvert á mót beitt völdum er hann sleppti að setja Icesave blindandi og vélrænt gegnum hraðstimpil stjórnkerfisins. Íhaldsmenn argir útaf hinu sama vegna fjölmiðlalaga fyrir mörgum árum. En auðvitað er það misskilningur ef rýnt er í málin. Hann vísaði staðfestingunni til þjóðarinnar. Punktur. Það er ekki sama og að beita valdi.
Núverandi forseti hefur aftur á móti dansað á mörgum línum með skoðanir sínar. Það er annað mál.Afskaplega ófeiminn innan um valdamenn og stórmenni heimsins og fráleitt verið að farast úr skoðanaleysi eða skorts á stórum meldingum.
Þetta embætti er uppá punt og þegar þjóðinni tekst best upp í mannavali sameiningartákn. Fráfarandi forseti hefur virkjað synjunarvaldið gagnvart Alþingi, en muni sá/ sú sem verður settur í embætti næsta sumar sem beita slíku ótæpilega hægri vinstri verður sá hinn sami samstundis afar umdeildur forseti. Illgerlegt að setja embættið of oft í þá boxpúða stöðu, satt að segja.
Því stefnir í farsa, nema því sterkari kandidat stígi fram. Sem vel að merkja lítur til eðlis embættisins raunsæjum augum.
Dægurmál | Breytt 8.4.2016 kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2016 | 19:31
Tíðindi dagsins. Forsætisráðherra og stjórnarandstaða sammála.
Eftir situr. Sigmundur Davíð sem stjórnarandstöðu var frá fyrsta degi verulega uppsigað við - enduðu á að fallast í faðma.
Voru sammála um þingrof og kosningar.
![]() |
Lögðum línur að næstu skrefum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2016 | 22:54
Stærsta atvinnugreinin enn í barnsskónum.
Flaumur erlendra ferðamanna til landsins hefur á sér margar hliðar. Haldi svona áfram stefnir í að við getum ekki lengur baðað okkur í gjaldeyrinum og einungis tekið við aurnum - án þess að leggja nokkuð á móti. Stærsta atvinnugrein landsins snýst ekki lengur bara bara um ferðamannastaði.
Aðgengi og aðstaða á vinsælustu ferðamannastöðum er mikið í umræðunni.
Öllum er ljóst hversu gífurleg ásókn ferðamanna er orðin á helstu
náttúruperlur landsins. Þar má engan tíma missa til að hafa við stækkun
bílastæða og afmörkun gönguleiða.
En fjölgunin mun innan ekki langs tíma, einnig snúa að innviðum landsins.
Fjölgun er ótrúleg. Þessu fylgja miklar tekjur í þjóðarbúið og það með
lækkun eldsneytisverðs heldur niðri verðbólgu og eykur kaupmátt.
Fram að þessu höfum við bara tekið á moti. Gjörið svo vel og gangið í
bæinn. En brátt þarf að stækka bæinn.
Til að átta sig á stærðum þá styttist í (með sömu þróun) að hvern dag
ársins verði hugsanlega jafnmargir ferðamenn staddir á landinu og íbúatalan, ef öll síaukna umferðin um Keflavíkurflugvöll er talin með. Fari svo mun það snúa á hvolf öllum stærðargráðum innviða þjóðfélagsins t.d. vegakerfis og þjónustu (einnig heilbrigðisþjónustu) sem sniðin var fyrir oss innfædda til skamms tíma.
Allavega mun nú brátt reyna gífurlega ótal marga hluti. Ekki síst
samgöngumannvirki til viðbótar við gistimöguleika sem allt snýst um í
augnablikinu. Hér var til skamms tíma friðsæld í jákvæðri merkingu og frekar fámennt í stóru landi. Nú er það breytt. En ef við kíkjum á landakortið sést að landið okkar er illbyggilegt að stærstum hluta. Samt er enn nóg pláss, en alls ekki endalaust á hinum sívinsælu áfangastöðum og náttúruperlum okkar.
Kann að hljóma sem svartsýnisraus og í raun erum við enn að slíta barnsskónum hvað varðar ferðamannafjölda af þessari stærðargráðu. Allt auðgar þetta menninguna. Vonandi má halda því fram að við Íslendingar viljum og gerum hlutina vel og með fínum gæðum. Getum nefnt þar sem dæmi landbúnað, sjávarútveg, stóriðju, listir, tölvuleikjaiðnað, veitinghús, matseld og hvað viltu.
Fjöldi erlendra ferðamanna vill koma aftur til Íslands samkvæmt könnunum. Þá hljótum við að gera eitthvað rétt. En spurningin er hversu lengi í framtíðinni verður heillandi að standa í biðröð og sjá fáa nema aðra ferðamenn.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu febrúar 2016)
Dægurmál | Breytt 2.3.2016 kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2016 | 05:57
Ekki lengur bara ferðamannastaðir.
Flaumur ferðamanna til landsins snýr orðið að innviðum landsins. Til viðbótar við aðkomu,aðgengi og aðstöðu á vinsælustu ferðamannastöðum.
Til að átta sig á stærðum þá styttist í (með sömu þróun) að hvern dag ársins verði hugsanlega jafnmargir ferðamenn og íbúatalan.
Allavega mun nú brátt reyna gífurlega á alla innviði. Ekki síst samgöngumannvirki til viðbótar við gistimöguleika sem allt snýst um í augnablikinu.
![]() |
Lögreglu skortir fé í eftirlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2016 | 16:38
Vörn og markvarsla.
Í leikhléum virðast málin alltaf snúast um sóknarleik. Aron með spjaldið og skipuleggur sókn. Kannski misskil ég eða misheyri. Eins í viðtölum. Snúast yfirleitt um sóknarleik.
Varnarleik og markvörslu, plís. Sóknin ekki verið vandamál í tveimur leikjum af þrem. Talið um varnarleik til tilbreytingar.
Ef markvörður ver ekki, þá er skipt. Íslenskum landsliðsþjálfurum hætti til að frjósa standi vörn og markmenn ekki sína plikt. Gefa markmanni nr. 2 séns smástund ef illa gengur.
![]() |
Við berum allir ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.1.2016 | 21:15
Aðal og aukafréttir RÚV.
Fréttastofa RÚV gerir stundum fína hluti. Broddi er góður og fleiri. En.
Þegar stórviðri hefur geysað á Íslandi, tjón er á eignum fólks af völdum þess, viðvaranir almannavarna eru í gildi og yfirvofandi enn verri veðurspá - myndu flestir telja það fyrstu frétt í almannaútvarpi sama lands. Ónei ekki aldeilis. Á undan í fréttaröð sjónvarpsfrétta RÚV þann 28. desember taldist merkilegra; a) pælingar og álit einhverra á eftirlaunum slökkviliðsmanna, b) vangaveltur einhverra (kannski bloggara veit ekki) um helgidagafrí verslunarfólks,c) innanlandsmál (reyndar vatns flóð) á Bretlandseyjum!
Þá loks töldu háæruverðugir stjórnendur Fréttastofu RÚV, tilhlýðilegt að bregða sér meðhálfgerðum semingi til Íslands og hamfara á Austurlandi af völdum óveðurs. Þar tók m.a. járnplötur af húsum í heilu lagi og vatnstjón af þeim völdum. Leysingavatn flæddi inn í íbúðir víða á héraði og fjörðum. Dúandi vatnssósa umflotin parketgólf víða, rétt eins og hjá hinum stórmerku Bretum. Snjó og krapaflóð stórskemmdi íbúðar hús á öðrum stað. Á það var vart minnst og engar myndir af því í frettunum.
Þá er komið að leiðinlegu fullyrðingunni þessu tengdu. Ég gengst við tuði. Hefði þetta verið aðalfréttin með sambærileg tjón á höfuðborgarsvæðinu? Uuuu, já.
Nei þarna er einhver skringileg röðun og firring í gangi gagnvart íbúum. Í ætt við fótboltaleikinn sem ekki var rofinn á RÚV þegar suðurlandsskjálftinn gekk yfir. Framangreint dæmi er ekki alvarlegt, tek það fram. En mjög lýsandi samt. Nýlegt dæmi er verra. Útvarpsstjóri lýsti því sjálfur nýlega í myndarlegri fundarröð hans um RÚV þar sem hann heimsótti alla landshluta. Sagði þar klárlega hafa átt sér stað mistök fréttastofunnar. Þá geysaði illviðri á Vestfjörðum fyrir um tveimur árum síðan. Í aftaka veðri urðu rafmagnstruflanir og tók af straum snemma morguns á nokkru svæði. Íbúi í dreyfbýli gat notast við gamalt batterís-viðtæki og hlustað á langbylgju. Þetta var vitað, en rataði ekki í fréttatímana (sem eru hvorki meira né minna en á klukkutíma fresti) fyrr en seinnipart dags. Ekkert ferðaveður var og símasambandslaust. Þessi íbúi hafði lýst ástandinu skilmerkilega fyrir útvarpsstjóranum. Hann vissi allan daginn ekki baun í viðbót við rafmagnsleysi og það allsleysi sem því fylgir í dag á venjulegu heimili. Var hugsanlega bara rafmagnslaust hjá honum og vissi enginn af því? Gæti verið fróðlegt fyrir grúskara að kanna hvaða smáfréttir töldust fréttnæmari þennan dag.
Stöð 2 og Bylgjan gera stundum ágæta hluti í sjónvarps og útvarps fréttum. En samanburðurinn stöðvast fljótt við ósambærilega þjónustu enda þar aðeins örfáir starfsmenn.
Í könnunum nýtur Fréttastofan trausts. Það er yfirleitt svar yfirmanna þegar hún er gagnrýnd. En þú verður eiginlega að treysta því sem þú hefur, þegar þú hefur ekkert annað. Trúlega er það skýringin.
(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu janúar 2016)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)