12.12.2016 | 23:20
Fjallið Þríhyrningur.
Keyrðum fyrir stuttu inní svokallaða Vallarkrók. Keyrt í gegnum Hvolsvöll, áleiðis í Fljótshlíðina en beygt fyrstu beygju til vinstri.
Myndin er tekin af þjóðveginum, norðaustur af bænum Þinghól.
Ég hef þá kenningu að á þessum slóðum hafi sá/sú sem gaf fjallinu nafnið Þríhyrningur verið staddur / stödd. Á stuttum spotta glittir svona í topp fjallsins. Sem stendur undir nafni, þarna frá séð. Enn líklegar hefur viðkomandi verið stödd /staddur uppá ásunum og séð fjallið betur.
Að því sögðu blanda ég Árnesingurinn mér alls ekki inn í hvaðan fjallið er fegurst á að líta. Það er líklega álíka umdeilanlegt og Ingólfsfjallið (lögun þess) séð frá mismunandi stöðum hér í Flóanum :-)
Dægurmál | Breytt 22.12.2016 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.12.2016 | 00:07
Vendipunktur.
Þessi hækkun kann að verða vendipunktur fyrir íslenskt efnahagslíf nú í bili, sem og víðar um heim.
Olíuframleiðsluþjóðir fagna eftir mögur ár.
En hér fer að líkindum verðbólga af stað. Hvað þýðir það? Jú lánin okkar hækka. Hafið þið heyrt þetta áður?
Annað stórt getur spilað inn í, sem hefur lika afleiðingar fyrir efnahagslífið íslenska. Ein af stærstu lykilástæðum aukins fjölda erlendra ferðamanna hingað eru lág flugfargjalda- tilboð hingað. Og hvað gerir það mögulegt? Jú, stórlækkað verð á þotueldsneyti.
Varðand þetta siðast-talda gæti það breyst. Myndi trúlega slá hressilega á fjölda og aukningu síðustu ára.
Allt eru þetta vangaveltur, en offramboð olíuvara síðustu árin og lækkun olíuverðs hefur haft mikil áhrif til að flýta bata efnahagslifs hérlendis. Sem og haldið á lífi efnahag margra evruríkja og lafandi, í annars samfelldri stöðnun síðustu árin.
Þetta gerist þó ekki strax, og fer annars eftir "samstöðu" olíuframleiðenda.
![]() |
Veruleg hækkun á olíuverði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2016 | 11:22
Proppe og Jóhannesson í takt.
Mynd ársins með þessari frétt.
Ég hef aldrei áður séð tvo Íslendinga ganga betur í takt en Benedikt Jóhannesson og Óttar Proppe á þessar mynd.
Enda hafa þeir bundist böndum síðustu vikur, hvernig svo sem myndanirnar allar og stjórnartilraunir enda. Svipar saman við aðra fræga(þó á ólíkan hátt).
![]() |
Meirihlutastjórn reynd til þrautar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 28.11.2016 kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2016 | 21:28
Stórfurðuleg Samfylking.
Grundvallaratriði í stjórnmálum er virðing fyrir vilja kjósenda.
Ekkert ber á slíku hjá þingmönnum (sem eru aðallega fyrrverandi í dag) Samfylkingarinnar. Eftir fáheyrða útreið í síðustu Alþingiskosningum er gjörsamlega út í hött að gefa sig í ríkisstjórnarviðræður með refsingu kjósenda á bakinu.
Málið er þetta ; Lækjarbrekku kaffihúsaspjallið fyrir kosningar um myndun vinstri stjórnar náði ekki máli hjá kjósendum.
Málið er einnig þetta ; Smáræði munaði að Samfylkingin hefði þurrkast út með manni og mús. Ekki sála eftir kjörin á höfuðborgarsvæðinu svo dæmi sé tekið. Eina sem "reddaði" málum hjá þessar skrýtnu fylkingu var arkitekt á Akureyri. Logi Einarsson. Er víst ágætlega vel liðinn náungi og sem efsti maður hífði hann inn heila þrjá þingmenn á landsvísu með sjálfum sér. Minna gat það með engu móti orðið samkvæmt íslenskri stjórnskipan.
Oddný Harðardóttir fyrrverandi formaður mat stöðu flokksins rétt eftir kosningar. Að sjálfsögðu myndi flokkurinn ekki koma að ríkisstjórn með þetta fylgi. Annað hljóð kom í strokkinn er á leið. Þar réð án efa hinn fjölmenni og nýrassskelti hópur fyrrverandi þingmanna.
![]() |
Gott hljóð í fundarmönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2016 | 12:37
Lýðræðið hefur talað.
Ef ég væri vísindaskoðanakannana - sérfræðingur á alþjóðavísu myndi ég hafa áhyggjur.
Það gætu talist hin döpru vísindi þessi misserin. Nægir þar að geta t.d. að geta niðurstaðna Brexit kosninga í þessu sambandi ( og kannana þar á undan)
Hér er um að ræða óþol gagnvart öllum hefðbundnum stjórnmálum. Úrslitin kristalla það. Þurfum ekki að leita út fyrir landsteina hér á klakanum til að kannast við slíkt. Hér var tekin Gnarr á þetta. Að öðru leyti líki ég honum og Donald Trump ekki saman.
God bless America.
![]() |
Donald Trump kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.10.2016 | 16:17
Hvað með Arnald?
Eitt undrar mig.
Af hverju er ekki fleira kvikmynda og sjónvarps-efni byggt á bókum Arnaldar Indriðasonar? Ein besta íslenska myndin sem ég hef séð er Mýrin. En, fyrir þónokkuð mörgum árum.
Samtöl Arnaldar eru frábær og áreynslulaus. Þá ekki síður spennan, enda er hann þekktur um allan heim.
Þarna er til heimsþekkt efni (vegna mikillar bókasölu) sem á sér stað í íslenskum veruleika. Óskiljanlegt að ekki sé gerður meiri matur úr því.
En eflaust sefur Arnaldur sjálfur rólegur. Hugverk hans fara víða á hverju ári og salan yfir 12 milljónir bóka.
![]() |
Við vitum að þau eru góð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2016 | 21:30
Eftirá snillingar enn að.
Margar skrýtnar vendingar, spuni og dylgjur þessu tengdu í dag.
Sem dæmi "fékk" Árni Páll Árnason viðtal í morgunsárið. Fékk hann að fabúlera um þann "glæp" Davíðs Oddssonar í samtali við Haarde, að segja hann hafa efasemdir að féð fengist til baka.
Einnig kom Sigrún Davíðsdóttir í Spegli RÚV með þann (glænýja) 8 ára gamla eftirá - spuna. Að neyðarlögin hefðu gert allt þetta allsendis óþarft. (að lána Kaupþingi).
Stjórnmálamenn og fréttamenn með snefil af sanngirni eiga að vita betur.
Ergo. Þarna var um að ræða algjörlega fordæmalausar aðstæður. Og hvað skildi nú vera búið að sjódæla og ausa miklu fjármagni inn í bankakerfin í Evrópu og Ameríku síðustu 8 ár?
Seðlabankinn var beittur miklum þrýstingi að bjarga bönkunum. Vonlaust að bjarga öllum en hugsanlega tilraunar virði að bjarga einum. Lánið var veitt vegna þess að veðin í danska bankanum voru könnuð. Voru talin til staðar á þeim tímapunkti ef illa færi. Þau lækkuðu síðarí kjölfar alþjóðabankakreppu. Hefðu nú Steingrímur og núverandi Seðlabankastjóri beðið aðeins lengur en til 2010 hefði fengist mun hærra verð og salan ekki verið það aðhlátursefni sem kunnugum þótti (33 milljarðar minnir mig) hefði Kaupþingslánið fengist langt til borgað. Verð bankans snarhækkaði. En Árni Páll gat þessa ekki.
Sigrún Daviðsdóttir gaf sér að neyðarlögin hefðu verið eins augljós í stöðunni og kvöldmaturinn. Svo var að sjálfsögðu ekki. Þau (sú ákvörðun) voru hinsvegar algjör forsenda þess að Íslendingum tókst að vinna sig úr fordæmalausum aðstæðum á alþjóðavísu. Slikt er nú viðurkennt um allan heim.
![]() |
Plantað fyrir kosningarnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2016 | 12:25
Orðið augljóst.
Nú þarf ekki lengur vitnanna við.
Hér sést skýrt og klárt að boltanum er potað inn af miðlínu. Hann fer ekki langt inn, en nóg samt augljóslega. Bara enn meira ánægjulegt að þetta sé allt klárt, kvitt og löglegt.
Mikið er ég feginn að hafa ekki sett inn nöldurstatus á Fésið (Um að þetta væri ekki dagurinn þeirra eða álíka). Má aldrei afskrifa þetta lið fyrr en flautað er af.
Þeir eru að setja ný viðmið í baráttu og dugnaði. Hluti sem við höfum oftar séð í körfubolta og handbolta. En sjaldnar í knattspyrnu. Semsagt að úrslit ráðist jafnvel leik eftir leik (EM) á síðustu mínútum eða sekúndum.
![]() |
Var þetta löglegt mark? (myndskeið) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2016 | 00:34
Of margir fjölmiðlar. Of fátt fólk.
Enginn segir hlutina upphátt myndi einhver segja.
í síðasta "góðæri" , innan stórra gæsalappa - spruttu upp nokkrir nýir fjölmiðlar. Líkt og nú. Líklega var algleymið mikla þá, er upp var sett íslensk útgáfa af CNN. Hvorki meira né minna. Var í raun einn brandari séð frá raunheimum. Emda lifð'ann stutt.
Eins er nú. Það verður heldur aukning í auglýsingum og upp spretta miðlar.
Það væri á hefðbundnu vestrænu bóli gott fyrir umræðuna og jafnvel lýðræðið. En útvíkkun hérlendis er takmörkuð því stærsti (rikis) fjölmiðillinn er í frétta-herhví hægri krata. Fréttastofan mestmegnis undirlögð. Sama má einnig segja um Kjarnann, Fréttatimann og Stundina.
Þar sitja lesendur uppi með krata "pravda" , jafnvel þó í flokkapólitíkinni sé flest því tengdu í útrýmingarhættu hvað fylgi varðar.
Þessir einsleitu miðlar eru einfaldlega of margir
![]() |
Þurfa að breyta umhverfi fjölmiðla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2016 | 10:27
En með þjóðvegum landsins?
Ágætt að séu framfarir á þessum sviðum í stórum sjálfrennireiðum.
En sama verður ekki sagt um salernismál meðfram þjóðvegum landsins og í höfuðborginni. Í raun er þetta eitt "einfaldasta" málið að leysa ( tæknilega og fjárhagslega) sem fylgir sprengju í fjölda ferðamanna. Samt ekki enn verið gert. Né heyrist um plön því tengdu.
Náðhús eru etv. ekki augnayndi en köll náttúrunnar flokkast með frumþörfunum.
Kunnugir segja líklega verst ástandið tengt litlu sendibílunum sem erlendum ferðamönnum eru leigðir hægri vinstri til gistingar. Sökum smæðar er ekkert i þeim sem getur tengst WC. Að líkindum trítla flestir út í náttúruna og losa, sem eru fjarri þéttbýli.
Á dögunum var einmitt viðtal við konu eina sem sagði upplifun af ferð í berjamó truflast verulega vægast sagt, þegar gengið væri frammá slíkt,
![]() |
Salernisaðstaðan að batna í rútunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)