21.6.2017 | 07:16
Stöðug þróun. Ný hugsun.
Það er ánægjulegt að fylgjast með þróun rafknúinna tækja á landi og sjó. Aðallega að ný hugsun virðist komin til að vera og gott betur sem speglast í vaxandi framboði bifreiða sem eru eingöngu knúnar raforku.
Tímabil lágs olíuverðs á heimsmarkaðii hafa fram til þessa alltaf kæft nýjungar í fæðingu. En ekki nú.
Þetta væntanlega skip Norðmanna verður byltingarkennt. Nú gætu Íslendingar lagt sitt af mörkum með rafknúnum moguleikum í nýjum Herjólfi, sem byrjað er að efnistaka í skipasmíðastöðinni
![]() |
Norðmenn smíða sjálfvirk skip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2017 | 10:24
Lítið en þó niður.
Ekki var það stór lækkun, likt og áður meira til að "friða" ákveðna hópa.
Ég er hugsi yfir þeim hemil sem Seðlabankinn beitir á gjaldeyrisinnflæði. Gott mál per se og nauðsynlegt að hleypa ekki öllu inn í örsmátt hagkerfið.
Er ekki hægt að stofna stöðugleikasjóðinn strax núna ? Þarf endilega að miða hann við orkugeirann og mis góð ár í bóli Landsvirkjunar?
Gjaldeyrisinnflóðið kringum túrismann er að hluta haft á óræðu floti í geymslum Seðlabankans.
Væri ekki ráð að byrja strax og að leggja til hliðar. Geta síðan nýtt í verri árum líkt og Norðmenn gerðu nú í lækkunarkrísu olíunnar.
![]() |
Seðlabankinn lækkar stýrivexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2017 | 10:31
Reka og ráða.
Í nákvæmlega þessu felst "sérhæfing" Trump. Þvi þarf enginn að vera hissa. Þeir/ þau sem sáu sjónvarpsþætti hans ( sem ég sá ekki) fylgdust með honum ráða og reka fólk, líkt og enginn væri morgundagurinn.
Svo skrítið sem það er þá hlaut hann sína frægð útá þetta mismerkilega sjónvarpsefni.
![]() |
Er Watergate að endurtaka sig? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2017 | 22:57
Að bíða - í röð.
Það á greinilega að halda uppá afmæli 2007 með pompi og prakt (10 ára). Datt þetta í hug eftir skreppitúr í borgina í dag. Allt á flugi líkt og árið fræga. Allavega þar sem ég var staddur, í tveim byggingavöruverslunum. Þar er nóg að gera.
Enn eiga Íslendingar nokkuð í land hvað biðraða-menningu varðar. Byrjað var að bæta úr fyrir ca 20 árum. Bankarnir settu t.d. upp skilti "Bíðið hér", sem var til bóta. En í fyrrgreindar búðir hefur þetta ekki náð. (Hér skal tekið fram að þetta á ekki við alla að sjálfsögðu). Þar sem ei finnst númerakerfi heyrirðu andað ofan í hálsmál. Ræskingar , tvístig og viðkomandi svo nálægt að ekkert fer framhjá viðkomandi. Örugglega ekki það sem stóð á nótunni í mínu tilviki ,til dæmis.
Þarna hafa íslensku kýrnar yfirburði og trompa sumt mannfólkið. Allir sem hafa lausagöngufjós þekkja þetta. Þær raða sér upp fyrir framan kjarnfóðurbásinn, mjaltaþjóninn eða mjaltabásinn og bíða fjöldamargar í röð. Enginn setti samt upp skilti og ekkert átak þurfti til :-)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2017 | 16:57
Fast skotið á samflokks Steingrím.
Kata skýtur hér föstum skotum og þau hitta einn mann aðallega.
Sá heitir Steingrímur J. Sigfússon. Þetta er barnið hans frá A - Ö
Var einfaldlega aðgöngumiðinn til endurkjörs aftur inn á þing.
Líkt og margt annað skekkti þessi framkvæmd og skók allan þingflokk VG á þessum árum. Mér er minnisstætt hve Guðfriður Lilja Grétarsdóttir var kjörkuð að lýsa andstöðu sinni við göngin. Svipur Steingríms var ekki blíður þegar hún sagði hug sinn í pontu.
Enginn fer að snúa við og hætta þessu órannsakaða flani. Óska má Norðlendingum til hamingju með þessa 9 mínútna styttingu. En jafnframt samúð að tapa jafn frábæru útsýni í aflíðandi brekku - verandi inni í dimmum göngum.
![]() |
Óviðunandi framúrkeyrsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2017 | 10:50
Allt að koma.
Nú styttist í offramboðið. Allt samkvæmt bókinni, bara spurning hvernig þau tímamót verða.
En ekki skal gert lítið úr að í augnablikinu vantar íbúðir.
Forgangsmál ætti að vera að byggja litlar íbúðir fyrir ungt fólk. Líkt og einn ágætur maður sagði; hvers vegna ekki hagkvæmt fjölbýlishús eingöngu fyrir ungt fólk? , rétt eins og blokkir útum allt, eingöngu ætlaðar 60 ára og eldri.
Að upphafi þessa pistils. Duglegt ungt fólk sem ég þekki sagði fyrir stuttu. "Eins gott að við hjónin verðum búin að borga nýja bílinn fyrir október 2018 ! Þá verða liðin 10 ár síðan -þið vitið. ( guð blessi Ísland).
Sagan endurtekur sig án efa. En líkurnar á að það verði jafn harkalegt eru sem betur fer litlar.
![]() |
Næstum 8.000 íbúðir í undirbúningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2017 | 10:45
Húmor í lagi.
Hlátur í morgunsárið bætir og kætir.
Ekki slæmt þegar svona frábærir tónlistarmenn eru líka húmoristar. Að auki skemmtilegir sögumenn.
Viðtalið í Mogganum stórskemmtilegt.
![]() |
Rauðhærður í sértrúarsöfnuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2017 | 16:44
Féð leitaði ekki út.
Nú er ljóst að stærsti hluti " snjóhengunnar" , eða þess fjár sem lokaðist hér inni eftir hrun- leitaði ekki út. Langt síðan það hætti að gera það.
Eða hvers vegna ? Hvar finnast hærri bankavextir á byggðu bóli? Svar ; óvíða í heimi hér.
Lítið minnst á að langt er síðan fjármagn fór aftur að hrúgast hingað. Ástæðan eru hin fjarstæðukenndu kjör á innlánum og útlánum hérlendis.
Slíkt freistar áhættufjárfesta, nú líkt og fyrir árið 2008.
![]() |
Ætti að vera bannað fyrir banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2017 | 11:26
Verðið að stýra !
"Þið verðið að stýra þessu betur, UK liðið ryðst hér yfir allt!" , þetta var fyrsta sem ég heyrði í Keflavík við komuna frá Glasgow í gær. Skærlitaður starfsmaður (sennilega Isavia) sagði þetta ahyggjufullur á svipinn beint í handfrjálsa símasnúru.
Komufarþegar fylgdu aðeins skiltum. Á hlaupum er búið að koma upp nýju svæði fyrir Bretland og fleiri lönd. Ekki lengur pláss fyrir rana og strætó sækir liðið útá völl. Allt greinilega hálfbyggt og hefst ekki undan að stækka.
þarna er flugvallarstarfsmaðurinn í raun að segja það sama og Grímur Sæmundsen formaður samtaka ferðaþjónustunnar. Bara staddur mitt í hringiðunni.
Frétt gærdagsins um færri bókanir er því ekki endilega sorgarfregn. Þessi vöxtur á sama skala er vart sjálfbær.
Stórborgin Glasgow með sinn flugvöll var líkt og stemning í sveitaþorpi í samanburði við iðuna í Keflavík.
![]() |
Lággjaldafélögum beint til Akureyrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2017 | 06:51
Gott að einhver vaknar.
Þetta hljómar vel ígrundað og afskaplega tímabært. Ekki gengur endalaust "að fresta og bíða" meðan flugstöð og landið snarfyllist af ferðamönnum. Við erum gestrisin þjóð, nema þegar kemur að frumþörfum á ferðamannastöðum. Jú, hugsanlega er enn laust pláss í nokkrum íþróttahúsum á kappleikjum. Við höfum verið dugleg í byggingu sundstaða, enn laust nokkurt, snaga og sturtu pláss allvíða utan Laugardalslaugar. Alltof stórt verslunarhúsnæði enn til. (Ferðamenn þó ekki enn fallið fyrir Kringlu og Smáralind né byggingavöruverslunum) Annað fer að verða uppselt.
En þá er stórt atriði ónefnt. Tengt snaraukinni bílaumferð ferðamanna hérlendis. Hvar er umferðarstofa? Löggæsla á þjóðvegum? Fyrrum umferðarráð?
Til skamms tima var predkað yfir okkur mörlendingum bætt umferðamenning. Sí og æ. Ekki var vanþörf á, oft á tíðum til þessara riflega 300 þúsund innbyggjara. Hvað með hitt fólkið? Það telur nú 1.767.000 manns (fjöldi ferðamanna 2016). Þarf ekki að athuga með ökuréttindin? Reka áróður?
Hvað með erlenda ferðamenn á bílaleigubílum?
Bílaleigur (sumar ekki allar) eru farnar að neita Asíubúum sem tekið hafa bílpróf í tölvuhermi. Þeim er nánast alltaf skilað stór löskuðum. Alltof margir kunna ekki nokkurn skapaðan hlut í akstri ökutækja. Með fullri virðingu fyrir gestum okkar, eru þarna stórhættuleg ökutæki á vegum úti.
En varðandi þetta fyrsttalda. Vonandi ekki neitt einkavætt sem síðan "ríkið þarf að ala" ,líkt og Laddi söng forðum.
![]() |
Félag til uppbyggingar ferðamannastaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 4.2.2017 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)