27.3.2020 | 21:04
Stöndum öll eins.
Aldrei, jafnvel i draumum hefði varla nokkur í nútímanum, trúað að verða samferða honum Palla litla. Þið eruð alein i heiminum, t.d. á götum Ítalíu eða Spánar. Varla mannveru að sjá á torgum sem sífellt iða af mannlífi, þar til nú. En viðbrögðin auka satt að segja trú manns á mannkyninu. Jafnvel þó afneitun og þöggun Kínverja á allra fyrstu stigum, hafi orðið dýrkeypt. Hugsanlega skipti aðgerðalaus hálfur mánuður þar sköpum varðandi útbreiðslu til annara landa. En slíkt munum við aldrei vita.
Stjórnvöld áttu val. Velferð og heilsu íbúanna eða áraun á hagkerfi heimsins. Yfirgnæfandi meirihluti hluti valdi líf og heilsu. Ástæðan skiljanlega að hluta álagsfræði varðandi sjúkrastofnanir. Öll róttæk viðbrögð í svona ill læknandi stríðum verða samt eitthvað umdeild. Alltaf.
Gríðarlegt peninga- veltu fall í hagkerfum flestra landa nú er hinsvegar afleiðing og nánast framandi efnahagsleg staðreynd. Jafnvel heimstyrjaldir voru að ákveðnu marki atvinnuskapandi . Víða hergagnaiðnaður margfaldaður og veitingageirinn lifði allt slíkt af, ólíkt ástandi nú. Það væri t.d. óskhyggja að halda heims faraldur sem þennan ekki hafa áhrif á gjaldmiðla, gildir þá einu hvort hann heitir dollar, evra eða króna. Eiginlega allt slíku tengt, á eftir að koma í ljós. Hugtakið matvælaöryggi hverrar þjóðar verður hinsvegar flestum ljóslifandi.
En hér er algjörlega sam-mannleg reynsla. Stefnir í að yfir línuna hafi allir sömu sögu að segja. Varla nokkurn tímann gerst áður. Öll lönd, stór sem smá varnarlaus. Varnarlaus vegna þess að lækning á svæsnustu tilfellum er á þessum tímapunkti hvergi til.
Farsóttir hafa til þessa dags ekki endilega aukið frið og samlyndi í heiminum, en nú er spurning. Þessi sameiginlega reynsla , rúnt kringum jarðarkringluna er einstakt fyrirbæri á síðari tímum. Hvenær sem þú í framtíðinni hittir Kínverja, Ítala eða Breta munuð þið hafa eina af stærstu upplifunum lífsins sameiginlega. Rétt eins og þegar sunnlendingar ræða stóru jarðskjálftana sem skóku héraðið fyrir nokkrum árum, sín á milli. Allir hafa sameiginlega reynslu. Sem þrátt fyrir ógn og hamfarir í atvinnu og efnahag heimshagkerfa þessi misserin , sameinar á vissan hátt.
( Birt í Morgunblaðinu 27 mars 2020)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2020 | 17:34
Húmoristi fallinn frá.
Albert Uderzo hlýtur að hafa verið skemmtilegur náungi. Skapari Ástríks og Steinríks hafði kímnigáfu í lagi.
Ekki spillti fyrir að þetta eru " sveitungar" mínir.
En ég bý semsagt á bænum Gaulverjabæ.
![]() |
Faðir Ástríks og Steinríks látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2020 | 22:37
Ferðabannið sáu aðrir um.
Þórólfur og hans samstarfsmenn vinna gott starf að vísa veginn í þessu varnar (veiru) stríði. Topp fagfólk.
Hann hefur ítrekað verið spurður út í þann möguleika að loka landinu. Hefur ekki talið það hafa mikinn tilgang.
Nú er sú spurning orðin skrýtin og útúr korti. Aðrar nágrannaþjóðir (og fjær) hafa nefnilega flestar lokað öllum sínum landamærum.
Þannig gerðist það semsagt af sjálfu sér.
![]() |
Hinn kosturinn væri að gera ekki neitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2020 | 12:04
Afleiðingar Covid.
Gylfi Zoega hagfræðingur sagði margt áhugavert í Silfrinu 15.mars.
Áhrif Covoid veirunnar skekja heimshagkerfið.
Hann sagði að hugsanlega yrðu áhrifin ákveðið raunveruleika "tékk ". Nefndi þar tvö þjóðlönd í því sambandi. Ítalíu og Bandaríkin, (jafnvel líka Grikkland og Spán). Þar væri uppsafnaður vandi sem kaldur raunveruleiki á afleiðingum gæti jafnvel hreinsað út! Yrði hugsanlega ákveðin núllstilling líkt og hér eftir hrun.
Afleiðingar í smáatriðum hér heima eiga að sjálfsögðu eftir að koma í ljós. En til að byrja með eru mun skárri efnahagslegar aðstæður að taka höggið heldur en 2008 t.d.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)