Takk Guðjón Valur.

Við hneigjum okkur af virðingu.

Neita samt að trúa þessu alveg.

Hann er af illskiljanlegu ástæðum líffræðilega :) ( aldurinn sko) enn í fanta formi

Einstakur íþróttamaður í alla staði.


mbl.is Guðjón Valur leggur skóna á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröðin raungerist.

Í gærkvöldi kíkti ég á erlenda miðla. Það er á við myndaflokk eða bíómynd ( í lengd) að lesa eða horfa á umfjallanir um veiruna covid 19 á Íslandi. Allt hjá stærstu fréttamiðlum heims. Hvernig við höfum tæklað ástandið og stöðuna hérlendis þessi augnablikin. Hún þykir góð.

Ég fór í rakninga-vinnu. Hún var ekki löng, né erfið. Endaði á einum manni. Hann heitir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.  Þvílíkur fagmaður.

Er samt ekki að gleyma Ölmu og Víði. Einstakt teymi "þríeykið".

Þarna ( New York, Ítalía,Spánn,London og víðar) er martröð í gangi.  Sem er sú árið 2020,  að geta ekki sinnt né litið á lífshættulega veikan sjúkling vegna álags.


mbl.is Þekktur læknir í New York látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjósókn, sorgir, hreystimenni og búðalífið.

 

Páll á Baugsstöðum minnist á um verstöðina á Loftsstöðum að sjóslys hefðu ekki verið mörg gegnum aldir. Miðar þá við mikla sókn á sjó. Mannfjölda og tölu skipa. Þau voru samt staðreynd líkt og allsstaðar kringum landið. Þau stærstu árið 1640 þá fórust 7 menn og aðrir sjö í sjóslysi 1810. Síðasta var 2. apríl 1908. Þá voru fimm skip á sjó, gott veður norðan kaldi og sólskin. Seinnipart fóru snögglega að koma stór ólög. Bátur Jóns Erlendssonar á Eystri – Loftsstöðum lendir í þremur slíkum á leið inn. Það síðasta hvolfir bátnum . Guðmundur í Tungu og hans menn nýlega komnir í land, sjá þetta allt. Samþykktu allir að halda strax út og freista björgunar. „Renndu skipinu á flot á augabragði“ (Páll á Baugsstöðum. Suðri 1970) Tókst við illan leik að bjarga meirihluta áhafnar, þar af tveimur á kili. Þrír létust. Þeir voru frá Galtastöðum, Skógsnesi og Háfi í Holtum. „Mátti nú ekki tæpara standa, að þeir kæmust inn fyrir skerjaklasann, áður en næsta heljar ólag æddi upp að ströndinni“ Taldi Páll þessum fimm mönnum hafa orðið til lífs, hve Guðmundur brást fljótt við og hafði góða menn.

 

Þau sem heima voru.

Ef þú ferð með stafrófið kemur a og síðan fylgir b. Á sama hátt má segja þegar bændur og yngri menn fóru á vetrarvertíð fyrr á öldum var varð eitt augljóst. Einhver varð að sjá um búin á meðan. Páll orðar þetta þannig að …“nútíð mun fyrir naumast óra“ hve útróðrar bændanna komu niður á konunum. Þær urðu að taka að sér fénaðarhirðinguna, og þá án efa með börnum sínum sem gátu létt undir.

Lífið í búðunum.

Í landlegum var margt sér til gamans gert. Söngmenn voru ágætir og stundum mikið sungið. Jafnvel spilað á harmoniku, helst á góðveðurskvöldum þegar út á leið og dag tók að lengja, eða gestir komu. Vel má hugsa sér Skaftfellinga og Rangæinga á göngu, eða með hest á leið austur Vellandkötlu. Nýkomnir frá kaupmönnum á Eyrarbakka, jafnvel enn pínulítið kenndir eftir ferðina í kaupsstaðinn. Heyra þar óm frá verbúðum á sandinum og þeir kíkja við.

Stundum fóru frískir menn í bændaglímu, höfrungahlaup, ganga á kagga (grútar eða tjörutunnur) , ríða til páfans, sækja smér í strokk, rjúfa skjaldborgina og þræða nál á flösku. Drykkjuskapur var ekki mikill, en þó kom það fyrir… „ef menn fóru út á Bakka, að þeir urðu dálítið kátir er heim kom“, að sögn Páls. „ …komu þeir þá jafnvel saman í einni búðinni, fóru í krók, bóndabeygju og hryggspennu.“

Hreystimenni

Halldór Einarsson í Klængsseli var meira en meðalmaður á hæð. Kýttur vel og samanrekinn, „vel sterkur og afbragsræðari“. Hann var einn af hásetum Jóns í Meðalholtum. Virðist af lýsingum hafa verið ljúfmenni, þó rammur af afli væri. Í hryggspennu varð Jón formaður eitt sinn nokkuð halloka í viðureign. Þá sagði Dóri „ ég get ekki séð það með berum augum, að formaðurinn liggi undir“. Lét ekki þar við sitja. Tók hann þá báða upp í einu ! Vakti það mikla kátínu. Halldór þessi réri eitt sinn í annari verstöð með öðrum formanni. Sá var nokkuð drykkfelldur og eitt skipti kenndur á sjó. Var samt við stýrið og… „stórveltu brim og lítið um lög“. Leist hásetum ekki á, og vildu að einn af þeim stýrði frekar við þessar aðstæður . Hann neitaði því. Sagðist ekki fara að láta einhvern „strák titt“ stýra undir sér. „ Þá sagði Dóri , ef þú ferð ekki frá stýrinu, tek ég þig bara með höndunum mínum.“

Ekki hefur honum þótt Halldór í Klængsseli árennilegur né handleggir hans. Færði hann sig þá hið snarasta. Hásetinn tók við og allt gekk vel í land.

Öðruvísi björgun.

Róður Guðmundar í Tungu og hans manna þann 19.mars 1911 varð að sumu leyti nokkuð táknrænn. Þeir hugðust leggja net og línu um leið. Tíu voru á skipinu. Veður var bjart, norðankaldi brimlítið en dökkur bakki í suðri. Fóru þeir út Tunguós. Réru þeir að Loftsstaðasundi. Stuttu síðar var komið brim. Maður gekk þá í sandinum með veifu, vestur ölduna. Það þýddi að ófært væri orðið sundið með öllu. Eina í stöðunni nú var að róa alla leið til Þorlákshafnar og freista lendingar þar. Tveir breskir togarar voru hinsvegar skammt utan og leist Guðmundi betur á að róa til þeirra. Er þeir voru komnir að honum sem var nær, settu þeir á fulla ferð til hafs! Kaldar kveðjur það. Máttu þeir vel vita og sjá hvernig brimaldan skall orðið á ströndina. Skipverjar gefast ekki upp við það heldur réru að hinum sem var utar. Hann var að toga. Hvort það var þeim til happs eður ei, þá kemur Íslendingur að borðstokknum og kallar til þeirra að bíða. Sá var ættaður frá Sjólyst í Vestmannaeyjum. Er þeir ensku höfðu tekið inn vörpuna, fóru allir um borð og tæmdu bát sinn og afla í togarann. „Englendingarnir fóru vel með gesti sína, létu þá sofa í rúmum sínum en sváfu sjálfir á bekkjunum.“

Þeir létu reka um nóttina móts við Selvog en sigldu daginn eftir austur á móts við Stokkseyri. Enn brimaði þar illa. Þaðan kom samt Jón Sturlaugsson og sótti alla. Báturinn varð hinsvegar ónýtur aftan í togaranum.

Tímarnir voru að breytast á söndunum. Skipunum fækkaði í takt við breytta tíma. Vélaöld var gengin í garð. Þarna varð þó áfram um skeið hlunnindi og búbót fyrir bændur og búalið með strandlengjunni , samt allt með minna sniði en áður.


Ótíð, brælur, baráttan við Ægi og pestir.

Í endalausri ótíð,skítabrælum og gæftaleysi (á gamlan mælikvarða) nú í vetur - hef ég stundum hugsað til þeirra sem stunduðu á vetrarvertíð sjóróðra frá Loftsstöðum, Tunguós og Baugsstöðum suður í Flóanum. Páll Guðmundsson á Baugsstöðum segir (Bókaflokkurinn Suðri 1970) ; … „það var ekki fyrir neinn undirmálsmann að vera formaður á þessum brimsundum. Það þurfti stundum snilli til að skjótast milli skers og báru. „

Fá sjóslys urðu hér frá söndunum gegnum aldirnar og þótti það til merkis um klóka og útsjónarsama formenn (skipstjóra). En afli samt oft drjúgur.

Lýsingar Einars Guðnasonar starfandi skipstjóra (Jón á Hofi ÁR)  um fiskigengd í dag á þessum slóðum, virðast sambærilegar við þessi gullaldarár. Til eru sögur um 24 skip sem réru samtímis frá Loftsstöðum. Þar stóð útgerð 30 – 40 ár í mestum blóma. Það hefur verið líf og fjör, þá jafnvel kringum 200 karlmenn við róðra á þessum slóðum á sama tíma. Flest voru skipin„áttróin með níu manna áhöfn“.

Er frægt máltæki upprunnið í gamla Gaulverjabæjarhrepp ( nú Flóahrepp) ? Páll segir frá þekktum förumönnum sem voru á ferð á hverjum vetri. Einn af þeim var Bréfa- Runki . Skaftfellingur fæddur 1830. Fór víða og m.a. með bréf og önnur skilaboð milli verstöðva. „Internet“ þeirra tíma til að fá fréttir. „Vomurnar voru verstar“ ,segir Páll, sbr sögnin að vomast yfir einhverju. Hér getur orðið stórbrim í besta veðri, (líkt og við þekkjum Bæhreppingar) sundin fyrir opnu hafi, og jafnvel landlegur af þeim sökum svo dögum skipti. Við þannig aðstæður birtist Rúnki eitt sinn. Var strax spurður fiskifrétta af sjómönnum í landi.

„Þeir fiska sem róa“, svaraði hann um hæl. Lúmskt skot á karlana að róa ekki. Varð það haft fyrir máltæki síðan, sagði Páll. En afli á land varð samt oft ágætur. Kom sér þá að stutt var á miðin og mest komust kappsamir menn, fimm sinnum á sjó sama daginn! Þrjú til fjögur skipti algengt.

Nú á tímum Covid 19 pestar sem skekur heiminn, er merkilegt að Páll minnist á „influensuvertíðina 1894“. Þá voru ógæftir og brælur „ fram um marzlok.“ Þá… „kom inflúensan sem lagði flesta í rúmið. Lítið sem ekkert hægt að róa fyrir mannleysi“ (loksins þegar gaf) . Þessi flensa var skæð um allt land og lýsing á einkennum pestarinnar í annálum virðast ótrúlega líkar og í dag. Börnin sluppu að mestu en fólk í eldri kantinum varð veikast. Þessi vetur virðist nánast „kópí peist“ núverandi ástands 2020. Þ.e. með tíðarfar og pestir.

Árið 1895 seint í mars, komust Þykkvbæingar ekki til baka í land. „Brimaði snögglega“, og lending ómöguleg. Freistuðu þeir þess að fara til baka vestur yfir Þjórsárós. Tvö stór skip 30 menn alls, yngsti 15 ára og elsti 80 ára. Komu að Loftsstaðasundi undir kvöld. Ekki var skárra í sjóinn þar. Eldur var kveiktur á Loftsstaðahól. Vissu þeir þá að tekið var eftir þeim. Enn var stórbrim næsta morgun, en skipin tvö sáust enn fyrir utan. Gísli Jónsson á Eystri Loftsstöðum og Jón sonur hans freistuðu þess þá að róa út til þeirra. Þeir sögðust ekki geta skipað neinum að koma með, svo illt var útlit. En allir buðust til og gátu þeir valið úr þeirra öflugustu mönnum með árina. Biðu lengi eftir sjólagi, og Jón stýrði. Komust loks út fyrir brimgarð í hvissandi ölduróti. "„Þeir náðu mönnunum og röðuðu þeim endilöngum niður í skipið eins og fiskur væri…“ Komust þeir í land. Var þá mál manna að aldrei hefði verið farið um Loftsstaðasund í öðru eins brimi. Enn herti vind og sjó. Sást ekkert eftir af bátum þeirra daginn eftir.

Páll segir að eftir 1900 hafi fiskgegnd farið að minnka, sérstaklega ýsan. Ástæðan m.a. simageú að bresku togararnir voru komnir alveg hér upp undir fjöru og toguðu þar á bestu miðunum. Eftir þetta fækkaði skipum mjög. Áfram var þó róið með minna sniði. Jón fyrrum bóndi á Syðra -Velli

í Flóa, er í hópi þeirra síðustu núlifandi sem réru frá Loftsstöðum.

 

Loftsstaðahóll. Mynd Páll Bjarnason.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband