Stöndum öll eins.

 

Aldrei, jafnvel i draumum hefði varla nokkur í nútímanum, trúað að verða samferða honum Palla litla. Þið eruð alein i heiminum, t.d. á götum Ítalíu eða Spánar. Varla mannveru að sjá á torgum sem sífellt iða af mannlífi, þar til nú. En viðbrögðin auka satt að segja trú manns á mannkyninu. Jafnvel þó afneitun og þöggun Kínverja á allra fyrstu stigum, hafi orðið dýrkeypt. Hugsanlega skipti aðgerðalaus hálfur mánuður þar sköpum varðandi útbreiðslu til annara landa. En slíkt munum við aldrei vita.

Stjórnvöld áttu val. Velferð og heilsu íbúanna eða áraun á hagkerfi heimsins. Yfirgnæfandi meirihluti hluti valdi líf og heilsu. Ástæðan skiljanlega að hluta álagsfræði varðandi sjúkrastofnanir. Öll róttæk viðbrögð í svona ill læknandi stríðum verða samt eitthvað umdeild. Alltaf.

Gríðarlegt peninga- veltu fall í hagkerfum flestra landa nú er hinsvegar afleiðing og nánast framandi efnahagsleg staðreynd. Jafnvel heimstyrjaldir voru að ákveðnu marki „atvinnuskapandi“ . Víða hergagnaiðnaður margfaldaður og veitingageirinn lifði allt slíkt af, ólíkt ástandi nú. Það væri t.d. óskhyggja að halda heims faraldur sem þennan ekki hafa áhrif á gjaldmiðla, gildir þá einu hvort hann heitir dollar, evra eða króna. Eiginlega allt slíku tengt, á eftir að koma í ljós. Hugtakið matvælaöryggi hverrar þjóðar verður hinsvegar flestum ljóslifandi.

En hér er algjörlega sam-mannleg reynsla. Stefnir í að yfir línuna hafi allir sömu sögu að segja. Varla nokkurn tímann gerst áður. Öll lönd, stór sem smá varnarlaus. Varnarlaus vegna þess að lækning á svæsnustu tilfellum er á þessum tímapunkti hvergi til.

Farsóttir hafa til þessa dags ekki endilega aukið frið og samlyndi í heiminum, en nú er spurning. Þessi sameiginlega reynsla , rúnt kringum jarðarkringluna er einstakt fyrirbæri á síðari tímum. Hvenær sem þú í framtíðinni hittir Kínverja, Ítala eða Breta munuð þið hafa eina af stærstu upplifunum lífsins sameiginlega. Rétt eins og þegar sunnlendingar ræða stóru jarðskjálftana sem skóku héraðið fyrir nokkrum árum, sín á milli. Allir hafa sameiginlega reynslu. Sem þrátt fyrir ógn og hamfarir í atvinnu og efnahag heimshagkerfa þessi misserin , sameinar á vissan hátt.

( Birt í Morgunblaðinu 27 mars 2020) 


Bloggfærslur 27. mars 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband