Munaði lika um Hafnarfjörð.

Vegna " línudans" í nýju hverfi Hafnafjarðarbæjar mátti lítið sem ekkert byggja þar í tæp tvö ár.    Skipulagsstofnun ásamt fleirum brá þar fyrir fæti.   

Munar um minna í stórum bæ.  Afleiðingar án efa (að hluta) ástæða þess að fólk flykkist austur ( Selfoss, Hveragerði) og vestur fyrir höfuðborgar - mörkin.


mbl.is „Meðvirkni með bönkunum sem spáðu rangt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sofandi lífeyrissjóðir.

Af hverju stökkva íslenskir lífeyrissjóðir ekki á svona tækifæri?

Er þetta of öruggt ?

Þá er ég að meina stærri hlut. Ráðandi hlut í Mílu.  Nóg til af peningum frá okkur pöpulnum - sem eru ætlaðir í ávöxtun. Tekjuinnstreymi þessa fyrirtækis traust.  Inernetið er ekkert að klárast og síminn verður notaður áfram. Það er nokkuð ljóst. 

Svona fjárfesting er ekki skyndigróði.  Þetta er langtíma.   En er ávöxtun svona sjóða ekki nákvæmlega það ?

Þess í stað eru skrýtnu ( og misheppnuðu) " ævintýrin" útum allt. Í hvert skipti sem ekið er héðan til Reykjavíkur sést t.d Reiðhöll ein og íbúðahverfi í Ölfusi.  Þar hafa lukkuriddarar lífeyrissjóðanna farið ( ekki 1x heldur oftar)  rass yfir haus.  Í gölnum fjárfestingum.    Etv.  ekki stór töp í heildarsamhengi, en safnast er saman kemur.

 


mbl.is Þarf að gæta þess að allir séu á sömu blaðsíðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fræðileg útlisting á óskhyggju Viðreisnar.

Þessi maður hefur prýðilegt vit á þessum hlutum.  

Múlbinding við evru tekur í burtu sveigjanleika.  Athyglisvert þetta með að stýrivextir þyrftu jafnvel að vera enn hærri og launþegar að sitja á strák sínum i hærri kaupkröfum.

Staða síðan um hrun er i stuttu máli þessi;  

1.   Efnahagsstjórn landsins er betri.

2.   Seðlabanki varð að girða sig í brók.  Gjaldeyrisinnstreymi var skynsamlega sett í varasjóð.   En í sjálfu sér eftirá óskhyggja að ekki kæmi fjárgat ( eða far)  eftir topp 5 -10 stærsta gjaldþrot heimssögunnar.

3.    Séu stjórnvöld með kollinn sæmilega á herðunum er eigin gjaldmiðill áfram besta tækið til góðra lifskjara og atvinnu.      Ástæðan er einföld.  Auðlindir á landi, sjó og í menntuðu upplýstu fólki. 


mbl.is Ómögulegt að halda fastgengi við evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur blómaskeið Bjarkar vonandi.

Allar lýsingar á frumleika Bjarkar Guðmundsdóttur sem söngkonu, tónsmiðs, hljóðheimssskapara og flytjanda á fyrri hluta ferils síns,  sannarlega sannleikanum samkvæmt.    Ekki má heldur gleyma hárgreiðslu hennar :-)  .   Enn sjást í tísku hnútarnir tveir í hári, bylgja sem hún kom af stað fyrir löngu. 

En.    Skilnaðir hennar urðu alltof mikið stóra málið í hennar tónlistarlífi.  Endalausar pælingar kringum þau sárindi öll lituðu allt of mikið hennar list - að mínu persónulega áliti.  

Þetta hefur enginn viljað segja upphátt, svo hátt er hún á stallinum.

Vonandi kemur hún sterk inn.   Þessi kona er snillingur. Verður ekki frá henni tekið. 


mbl.is Björk á lista yfir áhrifamesta tónlistarfólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun Kára raungerist.

Nú er tilraun Kára og lyfjarisanna frá því um áramót (sem aldrei varð þá)    að raungerast.

Vegna þess að þátttaka almennings er hvergi meiri í bólusetningum -  horfa þjóðir um allan heim til Íslands.

Hvernig reiðir bólusettum af?   Hversu veikt verður fólk? 

Er ekkert til sem heitir hjarðónæmi þegar veiran stökkbreytist sífellt ?

Hugsanlega hefði orðið að gagni að vita þetta örlítið fyrr.

 


mbl.is Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök.

Ætli verði ekki fleiri fréttir likar þessum áður en yfir líkur?

Í stuttu máli ;  það er alltof langt frá því að allt vesenið og smit tengd covid sé úr sögunni.  

Keppnir í einni íþrótt á tilteknum stað ( íþróttahöll / leikvangi) virðist sleppa.   Semsagt öll saman í sömu kúlu ( búblu).  

Ólympíuleikar eru svo miklu meira en það. 

 

En gangi okkar fáu íslensku keppendum sem allra best. 

 

 


mbl.is Bætist í hóp smitaðra ólympíufara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengis / fíkni vandamál ?

 Ég geri ekki lítið úr frásögnum þessara stúlkna.   Ekki í nokkurri einustu stöðu til að meta eitt né neitt þessu tengt.

En  væri varla til  skaða,  að láta fylgja með áskorun til Ingó að leita sér hjálpar.   Þessi stúlka tekur fram að sérstaklega var þessi hegðun slæm þegar hann var í glasi.

 Sumir einstaklingar  verða annaðhvort snarruglaðir í vímu  eða  þar á milli   -   semsagt með alvarlegan dómgreindarbrest  gagnvart siðsemi  og samskiptum við annað fólk.    (tek fram að slíkt ölvun /víma)  afsakar ekki glæpi, þar höfum við dómstóla til að skera úr)  

Án þess að vita neitt, dettur mér þetta í hug.   Ingó gerði "frægðina"  að ákveðnu marki upp í vinsælu lagi.   Get mér til hafi hann hafi þá verið edrú, og séð sumt  í  nokkuð raunsæju ljósi.

En vegni honum og þessum stúlkum sem best í lífinu.


mbl.is Staðfestir frásagnir um hegðun Ingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel meint.

Vandamálið er undirbúningstími og lágmarks framkvæmdatími.

Ætli þyrfti ekki  lágmark nokkra mánuði í undirbúning.   Síðan á að giska 1 árs framkvæmdatíma.     Höfum við þann tíma?    Efast.

Því miður. En fín hugmynd, og auðvitað mA setja upp reikningsjöfnu um viðleitni til að verja margra milljarða mannvirki.


mbl.is Vill hraunbrú yfir Suðurstrandarveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóður svína ?

Í USA er mjög frjálsleg löggjöf um ( svo ekki sé nú meira sagt)  um efni í fóðri gripa til að flýta eldistíma og fá holdmeiri gripi.  M.ö.o tíðkast að blanda lyfjum í fóður þ.á.m. hormónum.  Eftirlit með slíku er ekki eins stíft og í Evrópu.

þú ert það sem þú borðar, er allavega sagt stundum. 


mbl.is Kennir neyslu svínakjöts um keppnisbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástæðan m.a. áhugaleysi fjölmiðla.

Fjölmiðlar og þá sérstaklega RÚV flytja engar fréttir af sjávarútvegi nema neikvæðar.  Er nema vona að vitneskjan,fræðsla og áhugi sé lítill hjá almennningi.   

Dæmi ; kom nokkur frétt um ný glæsileg skip Samherja fyrir stuttu ?     Oh nei,  gleymdu því.

Aflafréttir eru liðin tíð,  Brjóstastækkun eða eitthvað álíka hjá Kardashian systrum þykir meira áríðandi efni til að miðla. 


mbl.is Of margir tengi ekki við sjávarútveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband