Óþol um Svörtuloft.

 

Út með það Seðlabankastjórana.  Ákallið heyrist víða. Bæði af götunni,frá ríkisstjórninni, en einnig úr miðlum ýmiskonar.  Þeir sitja ekki mikið lengur.  Ný lög um Seðlabanka eru alveg næg skilaboð út í heim um breytingar á næstunni.  Rassspark er því óþarft í stöðunni og vika til eða frá ekki stóra málið.   En gott og vel.   Friða þarf lýðinn strax.  Hver sá hvað fyrir og hver varaði  við, skiptir orðið engu máli í stöðunni.

Tveir félagar þeir Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og Sigurður G. Tómasson á Útvarpi Sögu hafa lengi haft vissan Seðlabankastjóra  á hornum sér.  En hvers vegna?   Jú, ástæðum þessa er  vel hægt að snúa 360 gráður miðað við ástæður þess hversu hornóttir þeir félagar eru í dag. Eða allavega 180 gráður. Eftirfarandi viðtal er frá árinu 2007. Hér er útskýrt hvers vegna mönnum líkaði ekki við Davíð Oddsson þá;

"Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki sjá betur en að bandaríski hagfræðingurinn Arthur B Laffer hafi í fyrirlestri hér á landi fyrir helgina slegið af kenningu Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að þjóðin væri á bjargbrúninni vega skuldasöfnunar fyrirtækja og einstaklinga erlendis. "Þetta er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Það var í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartaði yfir því um daginn að almenningur keypti leikföng," segir Guðmundur. "

 

Laugardagur 17. nóvember 2007 kl 14:13

Höfundur: (johannh@dv.is)

Semsagt þarna er hnýtt í Davíð algjörlega á öðrum forsendum miðað við umræðuna í dag.   

Það skal tekið fram að sá sem hér ritar er fráleitt alltaf sammála Stjórum Seðlabanka síðustu misseri.   

En sanngirni er engum ofrausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband