Kjartan Gunnarsson fréttamaður RUV.

Nei, þetta er nú ekki rétt fyrirsögn.

En mér datt þetta bara í hug.  Hvað gengi eiginlega á ef þetta væri satt?  Það færu flestir á límingunum.  Allavega á miðju og til vinstri.

Heimir Már Pétursson fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar er fréttamaður á Stöð 2. Hann er að spyrja Jóhönnu vinkonu sína ógagnrýninna spurninga svo ekki sé meira sagt ásamt fleirum.     Þetta þykir alveg sjálfsagt mál.  Ég er ekki jafn viss ef um væri að ræða fyrrum framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Ekki þar fyrir að ég mæli með umburðarlyndi.   Sem víðast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Góður

Þó er ég algerlega klár á því, a Kjartan væri miklu miklu klárari og beittari en fyrrverandi Samfó forstjórinn.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 18.2.2009 kl. 10:35

2 identicon

Rakst á þetta blogg og vil að að rétt sé rétt. Ég hef ég aldrei verið framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar og aldrei verið á launaskrá hjá henni. Ég var hins vegar framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins frá 1996 til 1999, eða þar til Samfylkingin bauð fram í fyrsta skipti.

Ég réði mig til Margrétar Frímannsdóttur þá nýkjörins formanns Alþýðubandalagsins, fyrst kvenna til að verða formaður í gamla fjórflokknum. Mér fannst það merkilegt og vildi leggja henni lið og þegar okkur hafði tekist að sameina fjóra flokka í einn ákvað ég að mínu hlutverki væri lokið og snéri mér að því sem snerti mig persónulega meira.

Jóhönnu Sigurðardóttir þekki ég jafn mikið og hver annar fréttamaður. - Bara svona til að hafa sögulegar staðreyndir réttar.

Virði það þegar menn blogga undir nafni, annars hefði ég ekki hirt um að koma þesu á framfæri.

Kveðja,

Heimir Már

Heimir Már Pétursson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 02:06

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Heimir Már.

Fínt, þá er þessi sagnfræði á hreinu.  Viðurkenni að eitthvað hefur skolast til hér hvenær Samfylkingin var nákvæmlega stofnsett.

Bestu kveðjur,

Valdimar.

P.Valdimar Guðjónsson, 1.3.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband