Raunveruleikinn er hrikalegastur.

Í rauninni tekur ekkert hugarflug eða absúrdleikhús því fram sem raunverulega gerist.

Enginn fann upp á bíómynd þar sem sjálfsmorðsflugmenn flugu þéttsetnum farþegaþotum á smekkfulla skýjakljúfa af vinnandi fólki.

Enginn fann uppá hryllingsmynd né leikriti þar sem fjölskyldufaðir hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár, nauðgaði og gat henni 7  börn.

Engum datt í hug að nú tæki við dýpsta fjármálakreppa sögunnar fimm mínútum eftir mesta góðæristímabil sögunnar.

Ekki vantar samt skáldin, kvikmyndagerðarmennina, hryllingsmyndaframleiðendur né hagfræðinga.        Nei, þeir geta hvorki samið, skáldað, framleitt eða spáð neinu sem tekur raunveruleikanum fram !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Sæll P. Valdimar. Ég var að leita á google af skáldakonunni '' ERLA '' og þá kom upp síðan þín, ég var nefnilega að leita af ljóðinu Lífsreglur sem ég hef haldið mikið uppá. Móðir mín gaf mér ljóðabókina hennar ömmu þinnar sem er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ljóðabókin er geymd vel ofaní kassa hjá mér eftir flutninga og nennti ég ekki að fara að leita þannig að ég googlaði hana. Mér finnst gaman að hafa fundið Lífsreglur á netinu.  Hún hefur verið flott kona hún amma þín Guðfinna Þorsteinsdóttir.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Blessuð og sæl Guðbjörg Elín.

Yljar mér að  heyra af þessu. Takk fyrir innlitið hingað og skilaboðin.

Já og sem betur fer naut ég aðeins samvista við hana.  Hún var búsett hjá Guðrúnu frænku  á Selfossi síðustu árin.  Átti hún þar gott ævikvöld á heimili dóttur sinnar, las mikið og átti ótrúlega fallegt steinasafn.

Bestu kveðjur,  Valdimar.

P.Valdimar Guðjónsson, 15.1.2009 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband