Að lifa af.

Íslendingar voru fátækasta  þjóð Evrópu um aldir.        Börðust   hörðustu glímu við  náttúruöfl, og á stundum veðráttu á þessari jörð.        

 Af útsjónarsemi lifðum við af.    Þá átti sér stað náttúruval sem Darwin kallaði "survival of the fittest"   Hinir hæfustu tórðu. 

Mér blöskrar stundum hve nútímamaðurinn er algjörleg firrtur gagnvart þessu tímaskeiði í sögu þjóðarinnar.  Þegar óblíð náttúruöfl og stundum skeytingarlausar nýlenduþjóðir réðu ríkjum.   Það var móðgun við baráttu forfeðra og mæðra við að fæða forfjölskyldur okkar, þegar nýkjörin formaður ASÍ líkti núverandi ástandi við móðuharðindin.    

Eins er oft talað um hýbýli okkar um aldir sem "moldarkofana sem við skriðum útúr".  Þetta er oft sagt af yfirlæti og hálfgerðu háði.  Sem er allt að því forkastanlegt.  Þessi hýbýli voru einfaldlega hluti af því sem fyrr greinir.   Að lifa af, við harðbýlar aðstæður.  Kringumstæður þar sem ekkert aðfengið byggingarefni var fáanlegt nema innlent.    Ekki voru hér heldur timburskógar líkt og allir vita.    Einnig er ljóst að hýbýlin voru mun rýmri og veglegri á fyrstu öldum Íslandsbyggðar vegna ytri aðstæðna.

Það er þetta náttúruval  þjóðarinnar sem fullvissar mig að þessi nútímakreppa mun ganga hjá.   Tóninn breyttist á einni nóttu.    Allt í einu varð samhljómur um að nýta sem best landsins gæði. Innflutningur stórminnkaði, ekki bara vegna hafta.

Útsjónarsemin er okkur í blóð borin.      Það er hún sem ég treysti best á hjá þessari þjóð.   Ég treysti því miður ekki öllu núverandi valdakerfi sem kom okkur í þessa stöðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband