Vakur á skeiđi.

Jón Jónsson yngri var bóndi á vestri- Loftsstöđum í Flóa.  Gerđi einnig út áraskip á ţessari aldagömlu verstöđ. Síđastur sinna forfeđra sem voru alnafnar hans í marga ćttliđi. Vélaöldin breytti mörgu í sjósókn sem sllir ţekkja.   Einnig var hann organisti og stjórnađi kirkjukór. Gaulverjabćjarkirkju. Sögur af Nonna voru margar, og hann dró nú ekki sjálfur úr, í sínum sögu - frásögnum - og atvika lýsingum.

 

Vestri Loftsstađir voru menningarheimili á árum áđur. Ragnar í Smára lýsir m.a.veru sinni ţar sem ungur drengur. Upplifđi flutning á klassísku tónlistarverki á hefđbundin hljöđfćri líkt og í stórborgum Evrópu.  Enda bjuggu ţarna áđur án efa,  ţađ fólk sem var í mestum efnum í Gaulverjabćjarhreppi. Sjórinn (verstöđin) gaf vel.

Dagur Brynjólfsson bóndi  í Gaulverjabć (Nonna saga) fylgdi vel eftir ađ halda í ţau hlunnindi sem fylgdu kirkjujörđinni á öldum áđur. Sennilega síđasti ábúandinn sem gerđi ţađ.   Eitt af ţví var hluti í reka á Loftsstađafjöru. Eitt sinn kom Dagur á sjávar - kambinn og hitti Jón. Sáust ţá för í sandinum. "Hér eru för eftir hest. Síđan líkt og eitthvađ hafi veriđ dregiđ eftir fjörunni" Gaf í skyn ađ dreginn hefđi veriđ reki, eđa annađ álíka. Örlítiđ fát kom á Nonna, en svarađi síđan ;

"Nei, ég var hér á mínum besta hesti. Hann lá svo hratt á skeiđinu ađ hann hreinlega dró afturlappirnar ! "


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband