26.11.2018 | 22:51
Stórhækkað orkuverð dugir mér.
Það er viðurkennt að innleiðing orkupakkans og/eða (óhjákvæmilegir blautir draumar gróðafíkla) tenging til Evrópu - muni stórhækka orkuverð til almennings.
Sú óhjákvæmilega staðreynd ein og sér, dugir mér til að sjá hversu mikil fjarstæða er fyrir okkur að tengjast inn á þennan markað, beint eða óbeint.
Ég þekki íbúðareiganda í Berlín og samanburðurinn á rafmagnsreikningnum þar og sambærilegri íbúð á Reykjavíkursvæðinu (hiti og rafmagn) er sláandi. Er satt að segja munur uppá mörg hundruð prósenta, en á þetta minnist enginn. Vel að merkja er þessi munur Íslandi í hag.
Við búum við okurvaxta bankakerfi. Ekkert gengur að breyta því. Sama hvernig árar hjá almenningi eða ríkissjóði. Álagning verslunar er of oft á fáránlegum skala.
Viljum við virkilega fórna því sem við þó höfum - framyfir flestar aðrar þjóðir? Ódýra orku til almennings og betri lífskjör sem því nemur?
Orkukreppa Evrópu kemur okkur ekki við. Það er líka ranghugmynd að við höfum stóru að miðla. Þrátt fyrir gnægð orku fyrir okkur, þá er hun krækiber inn í stórmarkað milljónaþjóða. Nema virkja hverja sprænu og vindmyllu á hvern hól. Afsaplega mismikil stemning fyrir slíku, svo ekki sé nú meira sagt.
Harma rangar upplýsingar um áhrif orkupakkans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.