4.5.2018 | 11:28
Lífeyrissjóðir hrúgast á svona verkefni.
Þetta er hugsanlega stórfrétt á íslenska vísu. Lætur samt frekar lítið yfir sér á mbl.is . Er ekki á lista þeirra mest lesnu á vefnum þennan morguninn.
Nýtt lífeyrissjóða fjárfestinga flipp? Veit ekki, en greinilega yfir-þyrmandi áhættufjáfesting hér á ferð.
Staðan er þessi. Fjöldi ferðamanna er að verða ósjálfbær. Þ.e. Núverandi ferðamannastaðir eru pakkaðir af fólki. Gott fyrir efnahagskerfið og allt það, en allt hefur sín takmörk.
Niðurstaðan; allt sem nú er í byggingu ( hótel, gistihús ofl.) gæti orðið umfram. Væri skelfilegt fyrir þetta risadæmi sem virðist taka óratíma í byggingu og samkvæmt fréttinni hrúgast inn milljarðar langt yfir kostnaðaráætlun.
Spyrja má; eru hugmyndir Helga í Góu galnar? Svar; alls ekki. Fjárfesting í hjúkrunarheimilum ( með öðru) væri skynsamlegri en þessi.
1. Það er þörf, beinlínis vöntun.
2. Samið yrði við ríki eða sveitarfélög um yfirtöku og greiðslu á " þolinmóðum" tíma.
![]() |
Mikið í húfi fyrir lífeyrissjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.