5.3.2018 | 17:44
Vigdís Hauks Samfylkingar.
Helga Vala Helgadóttir á án efa sitt idol í pólitíkinni.
Með öfugum formerkjum þó, þ.e. ekki samflokksmann. Hún er að verða Vigdís Hauksdóttir á Alþingi. Þeim svipar mjög saman sem stjórnmálamenn að mínu mati.
Munurinn er þó sá að Helga fær að skammast og skjóta hægri vinstri. Það er merki um háttvísi stjórnarflokkanna að enginn virðist standa uppí hárinu á henni. Vigdís var hinsvegar úthrópuð af andstæðingum á vægast sagt grárri línu. Það teygði sig líka til fjölmiðla ríkisins og " "skeggin sem eru skyld hökunni", þ.e. kratafjölmiðlanna sem sífellt skreyta sig með sjálfsuppsögðu hlutleysi.
Segir dómarana eflaust dæmda vanhæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.