Getur verið að sé stilla?

(Birt í Sunnlenska Fréttablaðinu feb.2015)

Íslendingar eru í óeirð þessa dagana. Það er eitthvað að. Hlutirnir leggja sig ekki eins og þeir eiga að sér. Eitthvað fellur ekki rétt. Mynstur hefur verið brotið
upp. Vetrarveður eru fúl, vindasöm og válynd, líkt og í gamla daga, það
vantar ekki. Samt er einhver undirliggjandi stilla. Þetta getur ekki
átt að vera svona.

Það er einhver skringilegur, svona líkt og ... einhver stöðugleiki.
Getur það verið? Ekki á Íslandi, Höfum enga trú á því. Þá
værum við hugsanlega orðin skrýtin. Er þetta svikalogn?

Svona hugsa margir þessa dagana. En m.a.s stjórnarandstaðan hefur
misst það útúr sér einhversstaðar að hér sé stöðugleiki og lág
verðbólga. Þá hlýtur það að vera rétt.

Ég hef þá kenningu að þetta sé ástæða hinar undirliggjandi óútskýrða
stillu- óeirð sem er að fara með svo marga. Lága verðbólgan, góðar
gjaldeyristekjur og stöðugleiki. Söngurinn "allt er svo miklu betra í
útlöndum" hljómar nú líkt og illa stilltur gítar í augnablikinu. Þá er ég vel að
merkja að taka ríkasta land í heimi útfyrir sviga.
Margir leggja nefnilega fyrrgreindan ríka Noreg og heiminn að
jöfnu. Það er nú víst ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Jafnvel þó
samgleðjast megi þeim fjölmörgu Íslendingum sem hafa það fínt þar.

Gitarinn er illa stilltur vegna þess við fáum ekkert alltof góðar fréttir
erlendis frá. Hin efnahagslega ólíku þjóðríki Evrópu eru föst á stóru
flugmóðurskipi. Kompás þess er stilltur eftir stöðunni í bólinu hjà
langstærsta efnahagsveldinu, sem heitir Þýskaland. Gallinn er sá að
mörg önnur ríki lifa ekki í sama veruleika inni sínu eigin
efnahagskerfi. Að vera farþegi þarna hlýtur stundum að vera óþægileg
tilfinning. Segir margt að nágrannar okkar hér Norðulöndum hafa engan áhuga á að taka upp Evru utan Finna.

Að aðalatriðinu. Nú er lag . Vegna þess að verðbólga er engin. Vegna
stöðugleikans er hægt að gera kjarasamninga sem bæta kjör. Sem dæmi
þá var vöruðu sumir spekingar við síðustu samningum. Þeir þóttu ganga of langt,
hætta yrði af verðbólguskoti. Ekkert var fjær sanni.

Það þýðir þó ekki hægt sé að gera hvað sem er. Verum ekki gullfiskar. Fræðin, í þessu tilviki
hagfræðin hefur sín lögmál. En kaupmáttur skiptir meira máli en upphæðir.
Mörgum stórfyrirtækjum er samt engin vorkun að hækka laun án þess að ausa
þeim útí verðlagið. Slíkar eru hagnaðartölurnar á sumum bæjum. Verra er með minni
fyrirtækin. Sem dæmi; Lítið t.d. píparafyrirtæki hækkar ekki laun sinna starfsmanna
um, segjum 25%, án þess að hækka gjaldskrána. Sem síðan fer útí verðlag.

Sem leiðir til þeirrar niðurstöðu að ríkisvaldið gæti þurft að koma þarna
inn og liðka fyrir. Hefur svosem gerst áður.Nefna má lækkun tryggingagjalds og fleira mætti minnast á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband