26.11.2014 | 11:44
Fyrst þurfa viðskiptabankar að vakna.
Enn eru viðskiptankar lítið farnir að bregðast við síðustu stýrivaxtalækkun Seðlabankans. Halló, bank, bank. Er einhver heima?
Vaxtastig til almennings er enn óhaggað og í hæstu hæðum, í öllum samanburði. (Lítilsháttar breytingar hjá Landsbanknum, annað ekki enn sem komið er). Nú er liðið á þriðju viku frá tilkynningu.
Hvar er þeir/þau sem berja sér á brjóst sem gæslumenn almennings. Stundum. Neytendasamtökin,Samkeppniseftirlitið, síblaðrandi álitsgjafar, einhver?
Bregðast þarf við 1% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað ætli mörg neytendalán beri stýrvexti Seðlabanka Íslands?
Svar: ekki eitt einasta.
Það er ranghugmynd að stýrivextir hafi einhver áhrif á vexti neytendalána. Reyndar er það ranghugmynd að stýrvextir hafi áhrif á neitt yfir höfuð.
Þetta er bara yfirlýsing frá opinberri nefnd, sem markaðsaðilar túlka svo hver eftir sínu höfði. Allat slíkar túlkanir eru hinsvegar rangar, því það eru bankarnir sem ákveða sjálfir vexti á neytendalánum, ekki seðlabankinn.
Eina tenging stýrivaxta við neytendalán er að frá og með 1. nóvember 2013 hafa hæstu lögleyfðu vextir á neytendalán verið 50% plús stýrivextir. Veistu um einhvern sem er með lán á svo háum vöxtum? Vonandi ekki!
Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2014 kl. 15:02
Það eru tíðindi ekki aðeins hér, heldur í hinum vestræna heimi ef vaxtaakvarðanir Seðlabanka er aðeins uppá punt. Að sjálfsögðu eru þær viðmið, þó þeim sé kannski ekki fylgt af bönkum uppá gráðu.
Eg var nú líka að meina hér að ofan það vaxtastig sem atvinnulífið býr við.
Sé lækkunar viðmið hunsað er málið einfalt. Íslenskir nýbankar moka sér inn enn meiri gróða. Á kostnað fyrirtækja og almennings. Þykir þar mörgum nóg um, nú þegar.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.12.2014 kl. 05:19
Þá var kominn tími til að þú fengir þau tíðindi.
Guðmundur Ásgeirsson, 2.12.2014 kl. 11:03
Dýrt jólaskraut það, að reka Seðlabanka.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.12.2014 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.